Ný vefslóð

Vef Leikmannastefnu er núna að finna á https://innri.kirkjan.is/leikmannastefna/.

Leikmannastefna ályktar um sóknargjöld og friðun í Skálholti

Leikmannastefna sem haldin var í Grensáskirkju í dag samþykkti ályktanir um sóknargjöld og friðun í Skálholti. Stefnan skorar á stjórnvöld að hlutast til þess að sóknargjöld verði leiðrétt og hvetur til þess að yfirbygging yfir fornleifar við kirkjuvegg Skálholtsdómkirkju verði flutt á annan stað á svæðinu. Lesa áfram

Bjartsýni á framtíð kirkjunnar

Í ávarpi sínu við setningu Leikmannastefnu sagði Agnes M. Sigurðardóttir:

Ég fagna því að fá að eiga fund með ykkur hér í dag þar sem fulltrúar safnaða landsins koma saman. Þetta hefur verið viðburður í kirkjunni okkar, sennilega frá árinu 1986. Þegar Pétur Sigurgeirsson var biskup ákvað hann að halda leikmannastefnu og hann lagði mikla áherslu á leikmannastarfið í kirkjunni og vildi efla það. Hluti af erindisbréfi hans fjallar um það. Það má því segja að leikmannastefna sé orðin eins og fullorðinn einstaklingur: fastmótuð en samt móttækileg fyrir nýrri reynslu og lærdómi.

Lesa ávarpið á vef biskups.

Staða trúfélaga rædd á leikmannastefnu

Staða trúfélaga, gildi kirkjuþings og æskulýðsmál eru helstu málefni 27. leikmannastefnu Þjóðkirkjunnar, sem fer fram í Grensáskirkju 9. mars nk og hefst með ávarpi biskups Íslands, Agnesar M. Sigurðardóttur. Á hverju ári fjallar leikmannastefnan um ýmis mikilvæg og aðkallandi mál í safnaðastarfi þjóðkirkjunnar um land allt. Lesa áfram

Öflugt sjálfboðið starf vekur athygli

Á leikamannastefnu þjóðkirkjunnar 2012 sem var haldin í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju 13. – 14. apríl  var kynning á öflugu sjálfboðaliðastarfi í söfnuðinum.  Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, formaður sóknarnefndar Keflavíkurkirkju og kirkjuþingsfulltrúi, annaðist kynninguna sem vakti mikla athygli fulltrúa á stefnunni. Lesa áfram

Skorað á innanríkisráðherra að leiðrétta sóknargjöld

Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar sem haldin var 13. – 14. apríl í Keflavíkurkirkju skoraði á Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, að beita sér fyrir leiðréttingu sóknargjalda. Hér er ályktunin í heild sinni: Lesa áfram

Ályktun um stjórnarskrá og sóknargjöld

Leikmannastefna þjóðkirkjunnar 2012 var haldin í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju 13. – 14. apríl síðastliðinn. Meðal efnis var kynning á frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga og þeirri umræðu tengdist einnig umræða um drög að endurskoðaðri eða nýrri stjórnarskrá. Samþykktar voru tvær ályktanir, önnur varðaði endurskoðun stjórnarskrárinnar og hin niðurskurð sóknargjalda.
Fyrri ályktunin var svohljóðandi:
„Leikmannastefnan hvetur  til að í nýrri eða endurskoðaðri stjórnarskrá verði ákvæði um evangelísk-lúterska þjóðkirkju. Leikmannastefnan hvetur kirkjustjórnina til að beita sér fyrir stefnumarkandi umræðu og fræðslu um núverandi tengsl ríkis og kirkju ásamt hugsanlegum breytingum á þeim.“
Síðari ályktunin verður send innanríkisráðherra. Þar er minnt á að sóknargjöld eru grundvöllur kirkjustarfs í sóknum landsins og skerðingin hefur veruleg áhrif á starfið. Minnt var á að sóknargjöld hafa lækkað um 20% frá 2008. Á sama tíma hafa greiðslur til stofnana innanríkisráðuneytisins hækkað vegna verðlagsbóta um 5%. Skorað vara á innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að sóknargjöldin verði leiðrétt.
Er kirkjan á krossgötum?
Yfirskrift stefnunnar var:  „Er kirkjan á krossgötum ?– Þjóðkirkjufrumvarpið í undirbúningi“.
Dr. Hjalti Hugason flutti erindi um frumvarp að nýjum þjóðkirkjulögum sem lagt verður fyrir kirkjuþing 2012. Miklar umræður urðu um erindi dr. Hjalta.  Nýju lögin gera ráð fyrir auknu sjálfstæði kirkjunnar og auknu hlutverki kirkjuþings. Frumvarpið setur fremst ákvæði um sóknina og grasrótina og byggir þannig á grunneiningum kirkjunnar. Hjalti fjallaði einnig um það hvernig frumvarpið bregst við hugmyndum sem koma fram í 19. grein í drögum að nýrri stjórnarskrá sem liggja hjá Alþingi.
Þrír frummælendur fjölluðu einnig um yfirskriftina Kirkja á krossgötum, þau Börkur Gunnarsson, blaðamaður, Dr. Pétur Pétursson, prófessor og Kristrún Heimisdóttir, lektor.
Frummælendurnir nálguðust efnið út frá ólíkum sjónarhornum. Börkur ræddi um þá breytingu sem orðið hefur á orðræðu og skoðunum þegar kirkjan er ekki lengur vald sem ekki má gagnrýna heldur einn kostur af mörgum. Pétur fjallaði meðal annars um fyrstu þjóðkirkjulögin og breytingar á þeim,  þróun þjóðkirkjunnar og þá kirkjusýn sem þar liggur að baki og möguleika á breytingum. Kristrún ræddi um stöðu kirkjunnar í tengslum við stöðu samfélagsins í heild. Hún hvatti til þess að kirkjan og fólk sem innan hennar starfar, sem hljóta að vilja vinna að því að bæta samfélagið ætli að losa samfélagið úr vítahring reiði, niðurbrots og vanhelgunar.
Í pallborðsumræðum og almennum umræðum barst talið meðal annars að sjálfsmynd og ímynd kirkjunnar. Meðal annars var rætt hvort kirkjuna  skorti sjálfstraust, samband kirkju og fjölmiðla, uppbygging kirkjunnar og áhrif þess á snertifleti við fjölmiðla. Þá var bent á að ekki skyldi vanmeta mátt hvers og eins til að hafa áhrif – bæði á fjölmiðla og viðfangsefni þeirra og á stjórnmálamenn og stofnanir. Það skipti máli í lýðræðissamfélagi að beita sér og segja skoðun sína.
Á leikmannastefnu eiga sæti með málfrelsi, tillögurétti og atkvæðisrétti, fulltrúar leikmanna fyrir hvert prófastsdæmi, sem kjörnir eru á héraðsfundum til fjögurra ára í senn. Auk þess sitja á leikmannastefnu með málfrelsi og tillögurétti: Biskup Íslands, forseti kirkjuþings, leikmenn á kirkjuþingi, leikmenn í kirkjuráði og fulltrúar frá hverjum þeim samtökum og félögum sem starfa á landsvísu innan kirkjunnar.
Gáfu biskupi Íslands gjöf
Þetta var síðasta leikmannastefna í biskupstíð Karls Sigurbjörnssonar, biskup Íslands. Á setningardag afhenti leikmannastefna biskupi gjöf í kveðjuskyni og þakkaði honum stuðning við starf hennar og þjónustu við kirkjuna.
Myndir af leikmannastefnu er að finna á myndasvæði kirkjunnar.

Leikmannastefna þjóðkirkjunnar 2012 var haldin í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju 13. – 14. apríl síðastliðinn. Meðal efnis var kynning á frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga og þeirri umræðu tengdist einnig umræða um drög að endurskoðaðri eða nýrri stjórnarskrá. Samþykktar voru tvær ályktanir, önnur varðaði endurskoðun stjórnarskrárinnar og hin niðurskurð sóknargjalda. Lesa áfram

Er kirkjan á krossgötum?

Keflavíkurkirkja

Keflavíkurkirkja

26 . Leikmannastefna þjóðkirkjunnar verður haldin í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, 13 og 14. apríl 2012 og hefst með setningu biskups Íslands Herra Karls Sigurbjörnssonar. Yfirskrift stefnunnar  er:  “Er kirkjan á krossgötum ?– Þjóðkirkjufrumvarpið í undirbúningi”.

Dr. Hjalti Hugason prófessor í kirkjusögu mun fjalla um “Þjóðkirkjufrumvarpið í undirbúningi”.

“Er kirkjan á krossgötum ”, dr. Pétur Pétursson prófessor í guðfræði, Kristrún Heimisdóttir, lektor í lögfræði og Börkur Gunnarsson blaðamaður munu flytja erindi um þetta mál. Almennar umræður verða á eftir erindunum.

Skora á Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar

Leikmannaráð þjóðkirkjunnar hefur sent Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar bréf þar sem skorað er á ráðið að falla frá tillögu sinni um breytingar á fyrirkomulagi samskipta skóla borgarinnar við trúar- og lífsskoðunarfélög.

Leikmannaráð vill með þessu ítreka áskorun Leikmannastefnu frá því í apríl 2011. Leikmannaráð segir skort á samráði í vinnu Mannréttindaráðs dapurlegt og bendir á að samstarf skóla til trúfélög séu ekki brot á mannréttindum, samkvæmt úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu.

Áskorun Leikmannaráðs fylgir hér að neðan. Lesa áfram

Leikmannastefna ræðir þjónustu kirkjunnar

leikmannastefna2011_previewUm 40 fulltrúar sóknarnefnda og prófastsdæma af landinu öllu sátu 25. Leikmannastefnu  þjóðkirkjunnar sem haldin var í Árbæjarkirkju þann 2. apríl sl. Á dagskrá leikmannastefnunnar var umræða þjónusta kirkjunnar og samstarfssvæði og samband ríkis og kirkju.   Lesa áfram