Öflugt sjálfboðið starf vekur athygli

Á leikamannastefnu þjóðkirkjunnar 2012 sem var haldin í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju 13. – 14. apríl  var kynning á öflugu sjálfboðaliðastarfi í söfnuðinum.  Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, formaður sóknarnefndar Keflavíkurkirkju og kirkjuþingsfulltrúi, annaðist kynninguna sem vakti mikla athygli fulltrúa á stefnunni.Sjálfboðaliðar hafa frá upphafi tekið þátt í kirkjustarfi í Keflavíkurkirkju en árið 2006 var sjálfboðaliðastarf lítið sem ekkert.  Kirkjan fór þá í stefnumótunarvinnu og frá árinu 2007 til 2010 hefur verið unnið markvisst að því að efla sjálfboðið starf.  Stofnaðir voru þrír hópar: Helgihaldshópur, Kærleikshópur og Æskulýðshópur. Helgihópur skipuleggur kvöldmessur og þemamessur.  Kærleikshópurinn stofnaði velferðarsjóð. Markmið sjóðsins er að veita neyðaraðstoð á Suðurnesjum umfram það sem Hjálparstarf kirkjunnar veitir í innanlandsaðstoð sinni.

Einnig var komið á fót verkefninu Energí og trú. Það  miðar að því að efla og hvetja ungt fólk  á Suðurnesjum til sjálfstæðis og athafna með fjölbreyttum námskeiðum og stuðningi.

Glærur frá kynningu á sjálfboðaliðastarfi