Bjartsýni á framtíð kirkjunnar

Í ávarpi sínu við setningu Leikmannastefnu sagði Agnes M. Sigurðardóttir:

Ég fagna því að fá að eiga fund með ykkur hér í dag þar sem fulltrúar safnaða landsins koma saman. Þetta hefur verið viðburður í kirkjunni okkar, sennilega frá árinu 1986. Þegar Pétur Sigurgeirsson var biskup ákvað hann að halda leikmannastefnu og hann lagði mikla áherslu á leikmannastarfið í kirkjunni og vildi efla það. Hluti af erindisbréfi hans fjallar um það. Það má því segja að leikmannastefna sé orðin eins og fullorðinn einstaklingur: fastmótuð en samt móttækileg fyrir nýrri reynslu og lærdómi.

Lesa ávarpið á vef biskups.