Ályktun varðandi Þingvöll

Leikmannastefna íslensku þjóðkirkjunnar 2004 á Akureyri haldin 1. – 2. maí tekur undir samþykkt Kirkjuráðs varðandi þjóðgarðinn á Þingvöllum. Leikmannastefnan fagnar því að stækka skuli þjóðgarðinn, einn helgasta stað kirkju og þjóðar.Leikmannastefnan telur mikilvægt að ljúka sem fyrst viðræðum milli ríkisvalds og þjóðkirkjunnar um eignamál m. a. um prestssetrið Þingvöll, enda er það sú leið sem kirkjan telur færa svo að sátt og eining ríki um þau mál.