Ályktun varðandi fræðslu

Leikmannastefna á Akureyri 1. og 2. maí 2004, ályktar að leggja þurfi aukna áherslu á símenntun leikmanna og óvígðs starfsfólks kirkjunnar samkvæmt starfsreglum um fræðslu:Um fræðslu fyrir leikmenn innan kirkjunnar frá 2000 er sagt í 2.grein:

Með fræðslustarfi kirkjunnar fyrir leikmenn skal

a) gefa almenningi kost á fræðslu um trú, sið og kirkju

b) veita starfsfólki og sóknarnefndum þjóðkirkjunnar fræðslu um starfshætti kirkjunnar.

Til þess að framfylgja þessari stefnumörkun leggur Leikmannastefna til:

a) að efla starf Leikmannaskólans, annars vegar með stærri fjárveitingu úr kirkjusjóðum og hins vegar með kynningarátaki á starfi hans meðal sóknarnefnda og leikmanna yfirleitt.

b) að Leikmannaskólinn skipuleggi, hvetji til og standi fyrir námskeiðum fyrir sóknarnefndir og annað starfsfólk kirkjunnar víða um land á komandi hausti og það verði fastur liður í starfi hans á hverju ári.

c) að leikmannaskólanum verði gert kleift að skipuleggja og halda sérstök námskeið fyrir fræðara til þess að aðstoða þá við að halda námskeið fyrir leikmenn í sínum heimabyggðum.

d) að leikmannskólanum verði gert kleyft að gefa út og láta vinna aðgengilegt námsefni fyrir þessi námskeið svo þátttakendur geti nýtt sér efnið áfram í starfi sínu.

Leikmannastefna hvetur sóknarnefndir og héraðsnefndir til að leggja Leikmannaskólanum lið við að framfylgja þessum markmiðum með aðstoð og framlögum eins og frekast er kostur.