Ályktun varðandi Írak

Leikmannastefna íslensku þjóðkirkjunnar 2004 harmar vitfirrtar afleiðingar átakanna í Írak og hvarvetna annars staðar í heiminum, þar sem misbeiting valds og ofbeldi ríkir.Leikmannastefnan beinir því til íslensku þjóðkirkjunnar að sameina þjóðina í stöðugri bæn um handleiðslu Guðs einstaklingum, stjórnvöldum og þjóðum til handa til að stöðva þessa ógnaröld og vinna að réttlæti sátt og einingu í samræmi við kenningar kristinnar trúar.

Sjaldan hefur blasað skýrar við, að slíkt er eina færa leiðin til að losa mannkynið undan sífelldum ótta og vonleysi, og skapa frið í sál og umhverfi.