Kirkja í dreifbýli og þéttbýli

Hermann Jónasson

Kirkja í dreifbýli og þéttbýli

Umfjöllunarefni þessa spjalls míns er kirkja í dreifbýli og þéttbýli.

Það vita það allir að mikill munur er á starfi kirkjunnar í dreifbýli og þéttbýli, þar sem fólkið er fleira þar má búast við öflugra starfi. Í þéttbýli er auðveldara að fá fólk til starfa og söfnuðir líka í stakk búnir til að greiða laun til þeirra sem starfið leiða. Í þéttbýli er auðveldara að fá menntað fólk til starfsins. Í dreifbýli getur verið erfitt að fá fólk til starfa og þá ennþá erfiðar að fá sérmenntað fólk til starfa, þess vegna held ég að það sé tvennt ólíkt að vera prestur í dreifbýli en í þéttbýli. Svo er ekki sama dreifbýli og dreifbýli kirkja til sveita og kirkja í kaupstöðum. Við getum spurt okkur margra spurninga í sambandi við þetta mál. Er ósanngjarnt að fólk í dreifbýli geri sömu kröfur til kirkjunnar og fólk í þéttbýli? er það sanngjarnt að það sé ekki æskulýðsstarf vegna þessa að það er svo mikil vinna fyrir prestinn og það fæst enginn eldri leiðtogi til að leiða starfið ? Er sanngjarnt að allt starf sé undir áhugasviði prestsins komið, starfið í dreifbýlinu byggist fyrst og fremst á starfi prestsins, presturinn verður að vera leiðtogi starfsins. Ef presturinn er mjög virkur og á auðvelt að fá fólk í lið með sér og hann nær að virkja fólk til starfa þar blómstrar starfið, svo kemur prestur sem ekki leggur sig fram við að virkja fólkið í kringum sig, það tekur hann ekki langann tíma að gera starfið að engu.

Ekki ætla ég að fara út í vinnutíma presta en það er mín skoðun að ekki er verið að ofgera þeirra vinnutíma með því að ætlast til þess að þeir séu leiðtogar í því kirkjulega starfi sem æskilegt er að unnið sé í söfnuðum, í minni söfnuðum hlítur að vera meiri tími fyrir presta að sinna þessu starfi og á móti kemur að prestar í stærri söfnuðum hafa fleira aðstoðarfólk. Og þá vil ég minnast aðeins á höfuðstöðvar kirkjunnar í Reykjavík, hefur biskupsstofa ekki mikilvægu hlutverki að gegna í þessu sambandi ? það tel ég vera, þaðan á fræðslan, uppörvunin og hvatningin að koma. Að mínu mati hefur landsbyggðin alveg verið útundan í skipulagi á fræðslu leikmannaskólans, sárafá námskeið og fyrirlestrar eru í boði úti á landi, það hefur ekki einu sinni verið boðið upp á fjarnám, sem í dag á að vera auðveldur kostur. Ég veit að þeir á biskupstofu vita hvað kostar að vera í heimssamböndum og erlendum samskiptum við kollega út um heim. Það kostar líka að vera í landssambandi það verður að kosta meiru til þannig að allir sitji við sama borð. Í dag er mikið talað um jafnrétti og þá aðallega launajafnrétti, en það er til jafnrétti á svo mörum öðrum sviðum en það hentar kannski ekki þeim sem umræðunni stýra, hver ætlar að velja það, þar sem jafnrétti á að ríkja? Ég tel að biskupsstofa og leikmannaskólinn verði að gera miklu betur gagnvart dreifbýlinu en hingað til í fræðslumálum. Biskupsstofa og hennar batterí er fyrir alla landsmenn ég veit það kostar peninga so what.

Ég sem sóknarnefndarmaður hef verið þátttakandi í breytingu á skiptingu fjár til kirkjugarað. Þar sem ég bý við íbúafækkun en eins og við vitum flytja þeir látnu ekki í burt, og verður áfram að hugsa um þeirra legstað. Þá gerðist það á þessu ári að miklar breytingar urðu á tekjukerfi kirkjugarðanna, nú fer það eftir stærð garðsins og einnig eftir fjölda útfara í viðkomandi garið hverjar tekjur þeirra eru, það getur hver séð hvað þetta er miklu réttlatara kerfi. T.d. eru á Siglufirði tveir kirkjugarðar gamall garður sem er yfir 5.000 fermetrar með 30 metra hæðamun og svo nýr garður, og á síðasta ári voru 20 jarðafarir tekjur 1500 manna byggðarlags gat ekki staðið undir umhirðu og útfararkostnaði þessa garða enda hækkuðu tekjur garðsins um 50 % við breytinguna. Og til gamans má geta þess ( þó það sé ekkert gaman við þessar tölur) að árið 1930 voru íbúar Siglufjarðar 2022 og 1950 voru íbúar 3015 en það ár bjuggu 1647 í Kópavogi.

Ég hef mikið velt því fyrir mér hvort ekki væri hæt að koma svipuðu kerfi á í kirkjunni mest allur tími og peningar fara í að halda kirkjubyggingum við. Kirkja sem byggð var 1932 í vaxandi byggðarlagi byggð af miklum stórhug og bjartsýni, eigum við erfingjarnir að láta þetta drabbast niður vegna fjárskorts ? Og ef við eyðum öllu í viðhald þá er ekkert eftir í starfið. Þetta þarf að vera aðskilið, ákveðið fjármagn í viðhald og rekstur húsnæðis og ákveðið fjármagn í safnaðarstarf því þar á að ríkja jafnrétti. Það eiga allir landsmenn rétt á öflugu safnaðarstarfi. Jafnréttið á ekki bara við um jafnrétti kynjanna. Eins og ég sagði áðan, jafnrétti og jafnræði verður að ríkja innan kirkjunnar milli karla og kvenna, þéttbýlis og dreifbýlis. Svolítið finnst mér skorta á þetta hjá yfirstjórn kirkjunnar. Nýjasta dæmið finnst mér vera umræða um að fækka próföstum og stækka prófastdæmin, færa valdið og kontaktinn enn fjær fólkinu. Haldið þið að það fari ekki margir á héraðsfund frá Siglufirði á Hvammstanga og aki 376 km fram og til baka eða þaðan af lengra ?Er þetta að færa lýðræðið nær fólkinu, það verður að hugsa þessar breytingar mun betur. Ég er ekki á móti breytingum, samstarf og samvinna er af hinu góða og nauðsynlegar, en það verður að skoða hverju breytingarnar skila. Ég er búinn að starfa innan kirkjunnar í yfir 20 ár og ég verð að segja fyrir mig að ég var svo heppinn að vera kosinn á leikmannastefnu, það var ekki fyrr en þá að ég fór að átta mig á því umhverfi og skipulagi sem kirkjan starfar í. Og svo í gegnum héraðsnefndina sem mér hefur fundist gegna æ meira hlutverki í safnaðaruppbyggingu alla vega í mínu prófastdæmi og þá á að leggja það niður. Góðir fundarmenn gott og öflugt safnaðarstarf byggist fyrst og fremst á öflugri samvinnu lærðra og leikna.

Leikmannastefna þjóðkirkjunnar Reykjavík 24. júni 2005