Safnaðarstarf í þéttbýli og dreifbýli

Bergur Torfason

 

Safnaðarstarf í þéttbýli og dreifbýli

A. Hlutverk sóknarnefnda

Fyrir utan að fara meðfjármál sóknarinnar, skal sóknarnefnd ásamt sóknarpresti hafa forgöngu um : kirkjulegt starf á vegum sóknarinnar, sjá um viðunandi húsnæði og búnað til guðsþjónustuhalds og sjá um viðhald þeirra. Gæta að réttindum kirkju. Sjá um safnaðarheimili og að ráða starfsfólk, ásamt ýmsu fleiru.

B. Störf sókna í dreyfbýli.

Ég mun í þessum inngangsorðum halda mig við störf sóknarnefnda og safnaða í dreyfbýli, þótt hlutverkum hafi ekki verið skipt formlega á milli okkar frummælenda né við borið okkur saman um efnistök. Af mörgu er að taka en ég mun hér aðeins fjalla og fá og afmarkaða þætti í starfi sóknarnefnda.

Mikill fjöldi sókna á landinu utan höfuðborgarsvæðisins eru mjög fámennar svitasóknir. Mér taldist til að sóknir sem greidd eru sóknargjöld til séu 258 sem tilheyra þjóðkirkunni árið 2004, af þeim eru 220 utar Reykjavíkur- og Kjalarnessprófastsdæma.

Af þessum 220 telst mér til að séu 141 með innan við 100 gjaldendur og af þeim eru 82 með innan við 50 gjaldendur og 14 eru með innan við 10 gjaldendur á árinu 2004.

Í þessum 141 sókn sem er með innan við 100 gjaldendur eru samtals 6.761 gjaldendur, eða rétt eins og er í Nessókn einni hér á höfuðborgarsvæðinu.

Í Ísafjarðar- og Barðastrandarprófastsæmum, sem á næstu vikum verða að Vestfjarðaprófastsdæmi og ég þekki best til, eru nú 28 sóknir og af þeim eru 17 með innan við 100 gjaldendur og þar af 6 með innan við 10 gjaldendur.

Það er m.a. í ljósi þessara tala sem ég held að verði að mynda sér einhverja hugmynd um framtíðarsýn í starfi sókna í náinni framtíð. þ.e. að um 48 % af sóknum þjóðkirkunnar eru með innan við 100 gjaldendur. Sérhver þessara sókna hefur sína kirkju að annast viðhald og reka. Tekjur sóknar með 100 gjaldendur voru á árinu 2004 rétt um 700 þúsund krónur. Öllum má vera ljóst að þegar búið er að greiða brýnasta rekstrarkostnað kirkju að ég tali ekki um greiðslu til organista og söngstjóra er ekki mikið eftir í annað safnaðarstarf. Og öll vitum við að peningar eru afl þess sem gera skal. Ef ekki kæmi til mikið og óeigingjarnt sjálboðastarf í þessum söfnuðum yrði víða lítið um kirkulegt starf. Sá þáttur sem ég ber mestan kvíðboga fyrir við óbreyttar aðstæður er hvernig þessir litlu söfnuðir eiga að geta haldið uppi söngstarfi með organista. Þrátt fyrir samstarf safnaða innan hvers prestakalls, sem ég hygg að sé víða er stöðugt erfiðara að fá hæft fólk til að sinna organistastarfi og kórstjórn. Eins og grundvöllurinn að sóknargjöldum safnaða í dag er leysir sameining sókna allof lítinn vanda. Tekjur aukast ekkert en það sem vinnst er að umsjón kirkna og annrar eigna sóknanna færist á færri hendur. Söngur og tónlist skipar það stóran sess í kirkjulegu starfi safnaða að ég get ekki séð það fyrir mér ef það vantar. Fjármál kirkjugarðanna hafa væntanlega verið leyst að stærstum hluta í náinni framtíð með gjörbreyttu gjaldakerfi. Til að sameining minnstu sóknna geti átt sér stað þarf eitthvað í líka átt að koma til ef ekki á að leggja af fjölda kirkna í þessum örsóknum.

C. Lokaorð.

Ef safnaðarstarf í fjölmörgum fámennum sóknum á landsbyggðinni á að dafna og taka breytingum í takt við annað í þjóðfélaginu er það verkefni þjóðkirkunnar allrar að finna lausn vanda þeirra. Ég tel að:

  1. Sameina þurfi margar smæstu sóknirnar og finna þurfi leið til þess, í sátt við safnaðarfólkið.
  2. Leita þarf allra leiða til að leysa organistavanda fjölmargra sókna úti á landi og á ég þar ekki við bara þær allra minnstu.
  3. Skapa þarf formlegan samstarfsgrundvöll sókna í hverju prestakalli. Bæði með tilliti til þáttöku í kóra- og söngstarfi sem og öðru safnaðarstarfi og aðstöðu sóknarprests.
  4. Móta þarf skýrar og fastar reglur hver og hvernig farið verði með umsjón og viðhald kirkna í mannlausum sóknum, eða svo til mannlausum.
  5. Stofna þarf embætti héraðspresta í þeim prófastsdæmum, þar sem sóknarprestum hefur fækkað svo mjög að þeir ná ekki umsömdum fríum þótt nýttar séu afleysingar af nágrannapresti svo sem hægt er.
Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar 2005.