Fundarboð

Leikmannastefna 2006

Tuttugasta Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar verður haldin 1. apríl 2006 í Áskirkju í Reykjavík.

Flutt verða ýmis erindi er varðar starf kirkjunnar. Ragnheiður Sverrisdóttir verkefnastjóri ræður um Kærleiksþjónustu og hjálparstarf, Halldór Reynisson verkefnastjóri ræðir um samræður innan kirkjunnar um samkynhneigð, Kristján Valur Ingólfsson ræðir um helgihald í kirkjum og Hörður Áskelsson ræðir um Tónlistastefnu þjóðkirkjunnar.

Á Leikmannastefnu eiga sæti með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt fulltrúar fyrir hvert prófastdæmi sem kjörnir eru á héraðsfundum.

Dagskrá

8.00 Morgunhressing í safnaðarheimili Áskirkju

9.00 Setning Leikmannastefnu í Áskirkju, Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson.

9.30 Leikmannastefna í safnaðarheimili Áskirkju. Skýrsla Leikmannaráðs og reikningar. Umræður og afgreiðsla. Kosning endurskoðenda og kosning uppstillingarnefndar vegna kosninga 2007

10.30 Kærleiksþjónusta og hjálparstarf: Ragnheiður Sverrisdóttir verkefnastjóri á Biskupsstofu.

12.00 Sameiginlegur hádegisverður í Áskirkju

13.00 Samræður innan kirkjunnar um samkynhneigð: Séra Halldór Reynisson verkefnastjóri á Biskupsstofu

14.00 Helgihald í kirkjum. Séra Kristján V. Ingólfsson verkefnastjóri á Biskupsstofu.

15.30 Kaffihlé

16.00 Tónlistastefna Þjóðkirkjunnar. Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar.

17.00 Fundarslit í Áskirkju

19.00 Sameiginlegur kvöldverður. Hótel Loftleiðum Víkingasal