Fundargerð

20. Leikmannastefna íslensku Þjóðkirkjunnar í Áskirkju í Reykjavík

Fundargerð

Þann 27. febrúar 2006 sendi biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson út bréf sem boðaði til Leikmannastefnu íslensku Þjóðkirkjunnar þann 1. apríl í Áskirkju í Reykjavík, ásamt eftirfarandi dagskrá.

Laugardagur 1. apríl 2006

8.00 Morgunhressing í safnaðarheimili Áskirkju.

9.00 Setning Leikmannastefnu í Áskirkju,

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson.

9.30 Leikmannastefna í safnaðarheimili Áskirkju.

Skýrsla Leikmannaráðs og reikningar.

Umræður og afgreiðsla.

Kosning endurskoðenda og kosning uppstillingarnefndar

vegna kosninga 2007

10.30 Kærleiksþjónusta og hjálparstarf.

Ragnheiður Sverrisdóttir verkefnisstjóri á Biskupsstofu.

Fyrirspurnir og umræður.

12.00 Sameiginlegur hádegisverður í Áskirkju.

13.00 Fjölskyldustefna kirkjunnar og samræður innan kirkjunnar um samkynhneigð.

Séra Halldór Reynisson verkefnisstjóri á Biskupsstofu.

Fyrirspurnir og umræður.

14.00 Helgihald í kirkjum.

Séra Kristján V. Ingólfsson verkefnisstjóri á Biskupsstofu.

Fyrirspurnir og umræður.

15.30 Kaffihlé.

16.00 Tónlistastefna Þjóðkirkjunnar.

Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar.

Fyrirspurnir og umræður.

17.00 Fundarslit í Áskirkju.

19.00 Sameiginlegur kvöldverður. Hótel Loftleiðum Víkingasal.

1. Setning Leikmannastefnu

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson setti 20. Leikmannastefnu í Áskirkju. Hann fór með bæn ritningarlestur og sungnir voru sálmar. Síðan var gengið í safnaðarheimilið og leikmannastefna var haldið áfram þar.

2. Leikmannastefna

Fyrstur tók til máls herra Karl Sigurbjörnsson biskup. Hann þakkaði leikmönnum fyrir óeigingjarnt starf innan kirkjunnar (sjá fylgiskjal 1). Hann ræddi síðan um Kirkjudagana sem voru haldnir í júní 2005 og unnið verði að mati á hvernig tiltókst með þá. Kirkjudagarnir séu uppskeruhátíð kirkjunnar. Biskup ræddi einnig um Verndun bernskunnar og Fjölskyldustefnu kirkjunnar. Lagði hann áherslu á að styðja yrði við innri gerð fjölskyldunar. Hlúa að andlegum þáttum. Standa bæri vörð um hjónabandið. Einnig kom hann inn á samkynhneigð og lagði áherslu á að við reyndum að komast að niðurstöðu án þess að kljúfa kirkjuna.

Helgi K. Hjálmsson formaður leikmannaráðs bauð alla velkomna og þakkaði biskupi fyrir góða ræðu.

Fundarstjóri var kosinn Jóhann E. Björnsson kirkjuþingsmaður. Fundarritarar voru kjörnir Magnhildur Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Leikmannastefnu og Jón Oddgeir Guðmundsson úr Eyjarfjarðarprófastsdæmi.

Leikmannastefnu sátu 28 fulltrúar (sjá fylgiskjal 2) og gestir.

3. Skýrsla Leikmannaráðs og reikningsuppgjör

Formaður Leikmannaráðs, Helgi K. Hjálmsson, flutti skýrslu ráðsins og greindi frá reikningsuppgjöri 2005 (sjá fylgiskjal 3).

Engar umræður urðu um skýrsluna og reikningsuppgjörið, sem var síðan borið upp til samþykktar og var samþykkt samhljóða.

Bergur Torfason var kosinn skoðunarmaður reikninga. Í uppstillingarnefnd vegna kosninga 2007 voru kosinn Marinó Bjarnason Vestfjarðarprófastsdæmi Gunnlaugur Höskuldsson Skaftafellsprófastsdæmi og Margrét Björnsdóttir Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og til vara Ásdís Þórðardóttir Austfjarðarprófastsdæmi. Þau voru kosin samhljóða.

4. Kærleiksþjónusta og Hjálparstarf

Kærleiksþjónusta og Hjálparstarf er stefnumótun kirkjunnar 2006-2007.
Ragnheiður Sverrisdóttir verkefnisstjóri kærleiksþjónustunnar og djákni flutti erindi um þetta efni. (Sjá fylgiskjal 4). Hún lagði mesta áherslu á heimsóknarþjónustu safnaða og alþjóðastarf kirkjunnar. Hún nefndi að gott væri fyrir leikmenn að kynna sér Árbókina en þar kæmi fram helstu upplýsingar um hvað væri í boði í kirkjunni.

Góður rómur var gerður af erindi hennar.

Ragnheiður skipti að lokum þátttakendum á Leikmannastefnu í 3 hópa. Hóparnir áttu að ræða sín á milli um; Hvað get ég gert í minni sókn í sambandi við Kærleiksþjónustu? Í lokin sögðu Hermann Jónasson, Jóhann E. Björnsson og Bjarni Grímsson frá niðurstöðum hópanna.

Það kom meðal annars fram að það þyrfti að gera þarfagreiningu í sambandi við heimsóknarþjónustu. Reyna að ná til fólks sem er eitt og hefur ekki kjark að fara út á meðal fólks. Þjálfa fólk til heimsóknarþjónustu. Einnig að útvíkka starfsemi kirkjunnar með námskeiðum og fleira. Senda æskulýðsfulltrúa frá Reykjavíkursvæðinu út á land til að kynna starfsemina á Reykjavíkursvæðinu. Mikið var rætt um hvað væri í boði hjá kirkjum.

Klukkan 12.15 var gert matarhlé. Súpa og salat voru í boði Reykjavíkurprófastsdæmis eystra.

5. Fjölskyldustefna kirkjunnar og samræður innan kirkjunnar um samkynhneigð

Séra Halldór Reynisson verkefnisstjóri á Biskupsstofu (sjá fylgiskjal 5) flutti erindi um Fjölskyldustefnu kirkjunnar og samræður innan kirkjunnar um samkynhneigð.

Markmið Þjóðkirkjunnar er að vera bandamaður fjölskyldunnar, ekki síst barna og þeirra sem minna mega sín. Efla kærleika, réttlæti, tryggð gagnkvæma virðingu og traust innan fjölskyldunnar. Styðja trúarlíf innan fjölskyldunnar. Stuðla að því að sérhver einstaklingur og fjölskylda finni til ábyrðar á lífi annarra og samfélaginu öllu.

Halldór sagði einnig frá stöðu mála varðandi umræðu um málefni samkynhneigðra og hvar væri hægt að nálgast fræðsluefni og hvernig umræðunni yrði haldið áfram. Málið yrði afgreitt á kirkjuþingi 2007.

Nokkrar umræður urðu í sambandi við samkynhneigð. Spurt var t.d. Hvar leikmenn kæmu inn í þessa umræðu? Halldór Reynisson skýrði frá að með næsta hausti hefjast kynningar og umræður um málefnið í prófastsdæmum.

6. Helgihald í kirkjum

Séra Kristján Valur Ingólfsson verkefnisstjóri á Biskupsstofu flutti erindi (sjá fylgiskjal 6) um þjónustu leikmanna í helgihaldi. Mörgum fannst þátttaka leikmanna hafa minnkað í helgihaldi.

Fundarmenn töluðu um það að efla ætti þátttöku leikmanna í helgihaldi safnaða.

Kl. 15.30 var gert kaffihlé og var meðlætið í boði Áskirkju.

7. Tónlistarstefna Þjóðkirkjunnar

Hörður Áskelsson söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar flutti erindi um Tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar (sjá fylgiskjal 7 ). Hann byrjaði erindið á því að að allir sungu saman sálminn Á hendur fel þú honum nr. 38 í sálmabókinni. Út frá því talaði hann um að þetta væri ekki lagið sem venjulega er sungið við þennan texta og textinn yrði ekki eins jarðarfararlegur fyrir vikið. Hörður talaði um að koma Tónlistarstefnunni sem fyrst í framkvæmd.

8. Önnur mál

Leifur Ísaksson Kjalarnessprófastsdæmi lagði fram ályktun sem var samþykkt, þar segir;

„Leikmannastefna 2006 beinir því til Kirkjuráðs og kirkjuþings að við endurskoðun laga og reglna um starfshætti þjóðkirkjunnar, verði betur skilgreint verksvið og ábyrgð valnefndar varðandi val á sóknarpresti. Þá verði valnefndinni gert að koma saman eigi síðar en 7 dögum eftir að umsóknarfrestur rennur út“

Helgi K. Hjálmsson formaður þakkaði leikmönnum fyrir komuna og góða stefnu. Hann þakkaði fyrir góð erindi og Magnhildi Sigurbjörnsdóttur fyrir undirbúning ráðstefnunar. Formlegri Leikmannastefnu var lokið.

Ráðstefnunni lauk með kvöldverði á Hótel Loftleiðum Víkingasal. Gospelkór Árbæjarkirkju kom fram og söng nokkur lög við góðar undirtektir viðstaddra.

Magnhildur Sigurbjörnsdóttir

Jón Oddgeir Guðmundsson