Fundargerð

23. Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar í Neskirkju í Reykjavík

28. mars 2009

Þann 24. febrúar 2009 sendi biskup Íslands, herra

Karl Sigurbjörnsson út bréf sem boðaði til Leikmannastefnu Þjóðkirkjunnar þann 28. mars í Neskirkju í Reykjavík, ásamt eftirfarandi dagskrá. DAGSKRÁ Laugardagur 28. mars 2009 09.30   Setning leikmannastefnunnar             

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands
 10.00   Kosning fundarstjóra og fundarritara
            Kynning fulltrúa og gesta
            Skýrsla leikmannaráðs og reikningar
                        Formaður leikmannaráðs: Marinó Þorsteinsson
            Umræður 10.30   Kirkjan og miðlunin
                        Árni Svanur Daníelsson verkefnisstjóri á Biskupsstofu
                        Elín Elísabet Jóhannsdóttir verkefnisstjóri á Biskupsstofu 
                        Halldór Reynisson verkefnisstjóri á Biskupsstofu 
12.00   Hádegisverður Biblíumatur
 13.00   Heildarskipan þjónustu kirkjunnar.
Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari 
13.30   Fyrirspurnir
            Skipt í umræðuhópa 
14.30   Samantekt og skil frá umræðuhópum  15.30   Kaffihlé 
16.00   Kosningar, önnur mál 
17.00   Móttaka í Biskupsgarði.  Slit Leikmannastefnu 2009 

1.      Setning Leikmannastefnu

Biskup Íslands, herra

Karl Sigurbjörnsson setti 23. Leikmannastefnu í Neskirkju. Hann fór með bæn, ritningarlestur, sungnir voru sálmar og síðan flutti hann stutt ávarp (sjá fylgiskjal 1).  Ræddi hann um erfiðleika í þjóðfélaginu og hvað kirkjan væri að gera í kreppunni. Þjóðkirkjan kann að takast á við krísur og áföll í lífi einstaklinga og samfélags.  Við verðum alltaf að muna hvað það er  sem við höfum fram að færa sem kirkja.   Einnig þakkaði hann leikmannastefnufulltrúum áralangt starf fyrir kirkjuna og óskaði góðs gengis á leikmannastefnunni. Síðan var gengið til safnaðarheimilis Neskirkju.

2.      Leikmannastefnan

Marinó Þorsteinsson formaður leikmannaráðs bauð alla velkomna og þakkaði biskupi fyrir góða ræðu. Fundarstjóri var kosinn Jón Hákon Magnússon Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Fundarritarar voru kosnir Elfa Björk Bragadóttir Húnavatnsprófastsdæmi og

Magnhildur Sigurbjörnsdóttir framkvæmdarstjóri leikmannaráðs. Jón Hákon Magnússon bauð alla velkomna og fulltrúar kynntu sig Leikmannstefnuna sátu 40 fulltrúar og gestir (sjá fylgiskjal 2). 

3.      Skýrsla Leikmannaráðs og reikningsuppgjör

Formaður Leikmannaráðs Marinó Þorsteinsson flutti skýrslu ráðsins og greindi frá reikningsuppgjöri 2008 (sjá fylgiskjal 3). Engar umræður urðu um skýrsluna og reikningsuppgjörið, sem var síðan borið upp til samþykktar og var samþykkt samhljóða. Kaffihlé 

4.      Kirkjan og miðlunin

Halldór Reynisson verkefnisstjóri Biskupsstofu talaði um Trúfræðsluáætlun Þjóðkirkjunnar.(sjá fylgiskjal 4) Fræðslan nær frá vöggu til grafar. Uppfræðsla ungs fólks er mjög mikilvæg. Þarf að ala ungt fólk í kristinni trú. Hver er kirkja morgundagsins?  Miklar ógnir í samfélaginu.  Þurfum að gera betur til að ná í unga fólkið. Ekki gott að spara í grunnþjónustu kirkjunnar í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu. Börnin eru kirkja dagsins í dag  Tvær stoðir kirkjulegrar fræðslu eru skírnin og fermingin.   Elín Elísabet Jóhannesdóttir verkefnisstjóri á Biskupsstofu kynnti Efnisveituna(sjá fylgiskjal 5).  Í Efnisveitunni er sett inn efni og upplýsingar fyrir starfsfólk kirkjunnar sem hentar hverju sinni. Vefurinn er lifandi og í stöðugri endurnýjun. Vefurinn er enn í mótun.  Elín fór vítt og breitt yfir það hvernig hægt sé að nýta sér efnisveituna. Allir skráðir notendur fá fréttabréf. Hún óskaði eftir því að fólk væri duglegt að senda inn efni á veituna.  Árni Svanur Daníelsson talaði um Kirkjuna og miðlunina (Fylgiskjal 6) Hann ræddi vítt og breytt um miðlun í dag og lagði fram 4 spurningar sem við þyrftum að svara..
1) Hvar erum við stödd? 2) Fyrir hvað stöndum við? 3) Hvað er framundan? 4) Hverjir sjá um miðlana? Notum messuauglýsingar í fjölmiðlum og einnig notum við okkar eigin miðla. Flestar kirkjur er með sínar eigin síður. Einnig er kirkjan með kirkjan.is og trú.is.  Fyrir hvað stöndum við. Við miðlum trú. Við erum Kirkja. Við erum samfélag. Við viljum miðla þjónustu. Stefnumótun, verðum að fylgjast mjög vel með.  Nú í dag er Facebook mikið notuð.  Þar er þjóðkirkjan með síðu og Biskupinn einnig.  Prófið allt, haldi því sem er gott. Tvitter er næsta stig að koma okkur á framfæri.  Kirkjan þarf að vera þar sem fólkið er.  Setja inn auglýsingar og heilræðamyndband á netið.  Hverjir eiga að sjá um miðlunina?  Við öll, allt okkar starf felur í sér að við erum að miðla.  Þurfum að vera kirkjan á torginu
 UmræðurSpurt var um hvernig ætti að komast inn á efnisveituna?  Lykilorð getur maður sótt um hjá Elínu á Biskupsstofu. Megum ekki missa okkur í miðluninni því augnsamband stendur enn fyrir sínu.  Hvernig getum við náð til foreldra og barna eftir áramót.  Einn Leikmannastefnufulltrúinn þakkaði fyrir það starf sem unnið er á Biskupsstofu. Einnig talaði hann um hvað það væri erfitt að fá fólk í messu. Áreiti væri yfirþyrmandi í nútímasamfélagi. Hvernig er hægt að ná til fólks?  Þurfum að hafa skýra sýn.  Árni Svanur svaraði því til að það væri mikilvægt að hafa einföld skilaboð.  Bæta þarf upplýsingum um þá sem eru að koma og hafa samband, t.d. við foreldra fermingarbarna. Eru prestar farnir að nýta sér vefinn í fermingarfræðslu?  Það er oft erfitt að ná athygli fermingarbarna og þá væri hægt að notast við tölvuna.  Elín Elísabet sagði að væri hægt að gefa? Ups tengi eða kubb.  Einnig koma fram að sumt fólk væri óánægt með facebook þar sem facebook á öll gögn sem sett eru þar inn. Árni Svanur sagði að facebook sé tengslanet. Eftir að kirkjan stofnaði síðu á facebook þá eru stöðugar vinabeiðnir.  Þegar facebook æðið hjaðnar þá þarf að færa upplýsingar þangað, þar sem fólk verður.  Gott er að auglýsa á facebook, sem er mest sótti vefurinn á Íslandi í dag. Gagnrýnin er samt réttmætt.

Halldór Reynisson sagði að kirkjan sé lífæð.  Hún þarf að vera sveigjanleg og það þarf fjölbreytni til að lifa af.  Jón Hákon Magnússon sagði að það sé eðlilegt að fólk sé smeykt við of mikla tækni.  Hraðinn er mikill í dag. Ekki nóg að auglýsa í útvarpinu. Of margt sem glepur, við getum ekki móttekið allt.  Fólk í dag er ekki áfjáð í að lesa bréfmiðla. Ungafólkið er inni á símanum eða tölvunni. Vefmiðlar eru það sem yngra fólkið nennir að renna yfir til að fá upplýsingar.
 Hádegisverðarhlé  Biblíumatur „Kjúklingur Maríu í Nasaret.“ að hætti Neskirkju.  Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir prestur sagði okkur frá þessum mat. 5.     Heildarskipan þjónustu kirkjunnar.
Þorvaldur Karl Helgason
(sjá fylgisskjal 7-8)  Á kirkjuþingi 2006 var samþykkt að beina því til Kirkjuráðs að skipa nefnd til að vinna tillögur að heildarskipan þjónustu þjóðkirkjunnar á grundvelli – „Stefnu og starfsáherslna þjóðkirkjunnar 2004-2010.“ Meginhugmyndin er að hægt sé að búa til ramma sem festir niður hvaða þjónustu getur einstaklingur vænst frá kirkjunni hvar sem hann er á landinu t.d. í helgihaldi. Það verði sami kjarni allsstaðar en aðlagaður að aðstæðum, 6 grundvallarþættir verða í boði. A) Helgihald.  Sérhvert sóknarbarn skal eiga aðgang að guðþjónustu hvern sunnudag. Þar sem ekki er guðþjónusta á hverjum sunnudegi þarf sóknarbarn að eiga aðgang að guðþjónustu í nærliggjandi kirkjum. B) Boðun og fræðsla.  Sóknir skulu bjóða upp á fræðslu um kristna trú og líf frá vöggu til grafar. C) Kærleiksþjónusta og hjálparstarf.  Sérhver sókn sinnir kærleiksþjónustu og hjálparstarfi.  D) Sálgæsla.  Sóknarbarn þarf aðgang að sálgæslu E) Menningarstarf.  Sóknir sinni menningar og listviðburðum sem og varðveislu og viðhaldi menningarverðmæta.F) Breytileg þjónusta kirkjunnar.  Þarf að huga að samfélagsgerð og þjóðfélagsbreytingum. 

6.      Skipt í fjóra umræðuhópa.Spurningarnar sem lagðar voru fyrir umræðuhópana

1.        Hlutverk sóknar? Fyrir hvað stendur sókn? Hvert er meginhlutverk sóknar?2.        Þjónustan.  Er æskilegt að þjónusta sókna sé sundurgreind, eins og hér er lagt út frá 6 meginþáttum? Er grunnþjónusta sóknar önnur en hér er nefnd?3.        Samstarf og samstarfssvæði.  Er rétt  að fara þá leið að auka samstarf sókna með samstarfssvæðum? Hvernig er best að standa að því ef sú leið er valin?4.        Starfáætlun og endurmat.  Ættu sóknir að leggja fram starfsáætlun árlega til samþykktar og meta reglulega hvernig til hafi tekist?5.        Framkvæmdir og hindranir.  Hverjar eru helstu hindranir fyrir því að þessar hugmyndir ná fram að ganga? Hópur 1 Anna Þóra Paulsdóttir hópstjóri sagði frá niðurstöðu hópsins. Þau tóku aðeins spurningu 3. 1.      Samstarf og samstarfssvæði. a.      Möguleikar til samstarfs eru ólíkir milli borgar og dreifbýlis. Það getur verið landfræðilegt, þ.e. langt á milli kirkna og sókna, mannfjöldinn,  áhugi starfsfólk skiptir máli í umræðu um samstarf .  Erfitt getur reynst að fá sjálfboðaliða til starfa, ekki til fjármagn til að ráða annan prest eða djákna/æskulýðsfulltrúa. Sjálfboðaliðar eiga líka sitt líf utan kirkjunnar, takmarkað til hvers er hægt að ætlast til af þeim. Einstaklingar verða líka að geta unnið saman. b.     Sumir presta eru með fjölmenn umdæmi og sá næsti við getur haft mjög fámennt. Þar gæti komið til greina samstarf en í sumum tilvikum gæti það reynst erfitt nema að starfsreglur væru settar um samstarfið. Gott ef prestar bæði í borg og bæ gætu skiptist á með öldrunarstarf, barnastarf og annað starf. c.      Spurning um samlag – samstarf milli sókna- sameiginlegt bókhald og rekstur. d.     Talið rétt að hefja ferli um samlag – sameiningu sókna, samstarf presta og sóknarnefnda.  e.      Hægara um vik í fjölmennari sóknum að setja upp starfsáætlun en fámennum. Hópur 2 Reynir Sveinsson hópstjóri sagði frá niðurstöðu hópsins. 1          Sóknarnefnd stendur fyrir kirkjulegu starfi að boða kristna trú.2          a) Það er nauðsynlegt að það sé skilgreint hvað hver á gera hvað í kirkjustarfinu, ennfremur að tryggt sé með greiðslur til þeirra sem sinna þessum störfum. Í mörgum af þessum litlu sóknum er ekki til peningur og þarf Jöfnunarsjóður að koma til.
b) Misjafnt eftir fjölda sóknarbarna. Sumstaðar eru ekki nein störf.
3          a) Já, víða um land er full þörf á meira samstarfi.
b) Fulltrúar viðkomandi sókna geri skipurit um starfið.
4.         Það er öllum til góðs að vinna eftir góðu skipulagi, sem gerir allt gott starf markvissara.5.         Peningar og hreppapólitík             Þeir sem voru í hópnum voru frá Siglufirði, Sandgerði, Vopnafirði, Vestfjörðum og Breiðholti í Reykjavík. 

Hópur 3

Þórdís Friðbjörnsdóttir hópstjóri sagði frá niðurstöðu hópsins. 1.      Sókn; Landfræðilegt fyrirbæri bundinn í lög. Þyrfti að vera huglægt. Æskileg skilgreining;  sókn hópur fólks sem sækir sömu kirkju.  Meginmarkmið; er boðun kristinnar trúarþjónustu við þá sem sækja kirkjuna.2.      Gott að sundurgreina þjónustuna gerir hana sýnilegri og tryggir e.t.v. lágmarksþjónustu.  Sóknir geta e.t.v. skipt á milli sín þjónustu þar sem fáir eru.3.      Æskilegt að mynda starfskvóta presta þeir skipta á milli sín verkum t.d. sérmenntun og eða áhugasviðum. Léttir á sóknarböndum4.      Sjálfsagt að leggja fram starfsáætlun sem samþykkt yrði af prófasti.  Ágætt veitir aðhald.  Meta reglulega og áætlun og mat lagt fyrir aðalsafnaðarfund.5.      Helstu hindranir eru landfræðilegar,lagalegar og ekki síst mannlegi þátturinn með öllum sínum höftum og kreddum. Hópur 4 Ólafur Valgeirsson hópstjóri sagði frá niðurstöðu hópsins.  Einnig tók til máls Bjarni Grímsson. 1    Sóknin sinni starfinu og sé fjárhagslega burðug. Kirkjubyggingarnar eru vandamál. Þær þurfa viðhald, sumar eru friðaðar.  Hvað á að gera við gömlu kirkjubyggingarnar? Átthagafélög eiga að geta tekið yfir þessar kirkju. Flokkur E á ekki að vera til.  Sameina sóknir til að þær geti sinnt grunnþjónustu.  Þjónustan á að vera sundurgreind. Setja upp Þjónustumiðstöðvar.  Prestar eiga að starfa eftir námsskrá. Sjá meira samstarf milli sókna.  Aðalsafnaðarfundur samþykki starfsskrá og fjárhagsáætlun. Héraðsfundir verði aftur færðir á haustíma. Helstu hindranir eru þær að tilfinningar ráða miklu og einnig peningar. Kaffihlé 

7.      Kosningar, önnur mál

Formaður uppstillingarnefndar Marinó Bjarnason sagði að tveir ættu að ganga úr stjórninni sem höfðu verið kosnir til tveggja ára og þeir eru Helgi K Hjálmsson, sem varamaður og Marinó Þorsteinsson, sem aðalmaður. Marinó Bjarnason kom með tillögu að þeir myndu halda áfram og var það samþykkt samhljóða. Þeir eru kosnir til fjögra ára. Tvær ályktanir bárust. Voru þær samþykktar samhljóða en með smábreytingu.  Ályktun 123. Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar þakkar hið mikla og góða starf sem unnið hefur verið við miðlun kirkjunnar á veraldarvefnum og hvetur til áframhalds á þessari braut. Jafnframt er fólk hvatt til þess að kynna sér það efni sem þar er í boði. Ályktun 223. Leikmannastefna þjóðkirkjunnar lýsir yfir velþóknun sinni á starfi nefndar sem vinnur að heildarskipan á þjónustu kirkjunnar og óskar þess að henni takist að skila heilsteyptum tillögum, fyrir kirkjuþing 2009.  Jafnframt er Leikmannaráði falið að fylgja þessu máli eftir í anda þeirrar umræðu sem hér hefur átt sér stað. Rætt var um skiptingu fjármagns til kirkna og kirkjugarða. Hvort kirkjugarðakerfið myndi henta sóknum.  Kirkjugarðakerfið hentar ekki stærri görðum.  Nokkrir vildu gera tillögu um róttækar breytingar á störfum sókna, kirkna varðandi heildarskipan sókna.  Varðandi starfsstöðvar ætti að setja upp 2 til 3 stöðvar og sjá árangurinn. Það sem hentar einni stöð þarf ekki að henta annarri. Starfstöðvarnar yrðu fyrir fleiri en presta t.d. sóknarnefndir og starfsfólk sókna. Erfitt að fá sjálfboðaliða til starfa við kirkjur.  Allt verður vitlaust ef það á að leggja niður sóknir niður Að lokum þakkaði Marinó Þorsteinsson fyrir góðar umræðu og sagði að ferðin væri rétta að byrja en við ættum að ná saman á áfangastað. 

8. Móttaka í Biskupsgarði.  Slit Leikmannastefnu 2009

Biskup Íslands Herra

Karl Sigurbjörnsson bauð síðan Leikmannastefnufulltrúum í móttöku að Bergstaðastræti 75, Biskupsgarði. Hann þakkaði Leikmannstefnufulltrúum fyrir gott starf innan kirkjunnar og sleit síðan stefnunni. Marinó Þorsteinsson þakkaði fyrir gott boð biskups.