Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

 

Fræðslukvöld í Glerárkirkju miðvikudaginn 26. okt. kl. 20

Dr. Bjarni Guðleifsson kynnir nýja bók sína Öreindir, alheimurinn og lífið – og Guð. Í þessari bók sinni takast náttúrufræðingurinn og trúmaðurinn á við nýjar kenningar og þekkingu um öreindir, alheiminn og lífið. Þetta er framhald af síðasta fræðslukvöldi þar sem fengist var við hvernig talað er um Guð og hvar á að byrja eftir Rob Bell. Í þessari bók kynnir Bjarni hugmyndir manna um öreindirnar og alheiminn og veltir því fyrir sér hvernig samræma má þessar kenningar og þekkingu guðstrú.

Hér má nálgast Auglýsinguna á Pdf-form

Guðmundur Guðmundsson, 24/10 2016

Fræðslukvöld í Glerárkirkju 19. okt. kl. 20

Fræðslukvöldin í Glerárkirkju hefjast 19. október kl. 20. Þá mun dr. Grétar Halldór Gunnarsson fjalla um spurningarnar: Er hægt að tala um Guð í nútímanum? Hvernig ættum við þá að tala um Guð og hvar ættum við að byrja? Nýverið kom út bókinn Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð eftir Rob Bell í hans þýðingu. Rob Bell var með ráðstefnu í haust í Langholtskirkju um sama efni. Hér fyrir neðan er auglýsing og upplýsingar. Allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffiveitingar á vægu verði.

Auglýsing á Pdf-formi til útprentunar og dreifingar

Guðmundur Guðmundsson, 13/10 2016

Kyrrðardagur á Möðruvöllum laugardaginn 22. október

Næsti kyrrðardagur á vegum prófastsdæmisins verður á Möðruvöllum 22. okt. kl. 10-17. Kyrrðardagar höfða til margra sem vilja stíga út úr skarkala hversdagsins og leita þess að styrkja samband sitt við Guð í kyrrð. Skráning í síðasta lagi fyrir hádegi föstudaginn 20. október í síma 897 3302 eða gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is. Verð: 2000 kr. fyrir mat og kaffi og notalegt umhverfi.

Nánari upplýsingar

Myndir frá fyrri kyrrðardögum á möðruvöllum Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 10/10 2016

Landsmót ÆSKÞ 21.-23. okt. á Akureyri

Landsmót æskulýðssambands þjóðkirkjunnar verður haldið helgina 21-23. október 2016 á Akureyri. Þátttaka í landsmóti er skemmtileg reynsla fyrir bæði æskulýðsbörn og leiðtoga en mótið er hugsað fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára. Ferð á landsmót getur þjappað fermingarhópnum og æskulýðsfélögunum betur saman sem og verið liður í því að fá fermingarbörn síðasta árs til þess að halda áfram að taka þátt í starfi kirkjunnar. Þátttaka í landsmóti er góð leið til eflingar og uppbyggingar æskulýðsstarfs.

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 13/9 2016

Barnastarfsnámskeið í Glerárkirkju frestað til 12. sept. kl. 17-21

Á barnastarfsnámskeiðinu í Glerárkirkju 12. september munu þau Elín Elísabet Jóhannsdóttir æskulýðsfrömuður kirkjunnar og Guðmundur Karl Brynjarsson prestur í Lindakirkju kynna, fræða og ræða um barnastarfið og aðra starfsþætti.

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 1/9 2016

Lífræn kirkja. Fræðslu- og umræðukvöld í Akureyrarkirkju mán. 2. maí kl. 20. Allir velkomnir.

Von er á ágætum gsti dr. Greg Aikins á héraðsfund með kynningu um Lífræna kirkju en á mánudaginn 2. maí hefur verið komið á fræðslu- og umræðukvöldi með honum í Akureyrarkirkju kl 20 þar sem hann flytur erindi um efnið.

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 29/4 2016

Héraðsfundur prófastsdæmisins 30. apríl

Prófastur sr. Jón Ármann Gíslason minnir á héraðsfundinn: Héraðsfundur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis verður haldinn nú á laugardaginn kemur þann 30. apríl. Hann hefst kl. 11.00 með helgistund í Akureyrarkirkju. Á dagskrá verða hefðbundin héraðsfundarstörf. Auk þess verður á fundinum góður gestur, Dr. Greg Aikens, frá Bandaríkjunum. Hann mun flytja,  á íslensku, erindi um nýjar hugmyndir í safnaðaruppbyggingu og hvernig hægt er að virkja fleira fólk til þátttöku í kirkjustarfinu. Greg er mjög virtur guðfræðingur og fyrirlesari. Allt þjóðkirkjufólk er velkomið á fundinn.

Hér má nálgast dagskrá fundarins og gögn:

Guðmundur Guðmundsson, 29/4 2016

Staða trúmála á Íslandi í dag á fræðslukvöldi 2. mars kl. 20

Á fræðslukvöldum í mars verður fjallað um stöðu trúmála á Íslandi í dag. Það verða tvö erindi 2. og 9. mars. Fyrirlesarar eru dr. Gunnar J. Gunnarsson sem hefur rannsakað trúarlíf meðal unglinga á Íslandi en auk þess mun hann fjalla um skoðanakannanir sem gerðar hafa verið um trúarlíf. Þá mun sr. Þórhallur Heimisson fjalla um samræður milli trúarbragða. Hann hefur verið með ágætlega sótt námskeið um trúarbrögðin og gefið út bókina Hin mörgu andlit trúarbragðanna 2005. Fræðslu- og umræðukvöldin eru á miðvikudögum kl. 20-22. Hefjast með erindi, þá er gert kaffihlé áður en umræður um efni kvöldsins hefjast.

 

Guðmundur Guðmundsson, 1/3 2016

Æskulýðsmót: “Lifum heil!”

bolli-petur-bollason-og-sunna-dora-mollerSunna Dóra Möller og Bolli Pétur Bollason, Laufási skrifa

Um árabil hefur verið haldið æskulýðsmót  í febrúar, samstarf safnaða á Norðausturlandi og Austurlandi og er komin góð reynsla á mótshaldið. Það eru æskulýðssamtök Eyjafjarðar- og Þingeygjarprófastdæmis, ÆSKEY og æskulýðssamtökin á Austurlandi, ÆSKA sem vinna saman að þessu góða verkefni. Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 24/2 2016

Kynning á kyrrðarbæn og kyrrðardagur í Glerárkirkju

Næstu tvö fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju munu snúast um kyrrðarbænina. Sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur, mun kenna iðkun á kyrrðarbæninni 17. og 24. febrúar kl. 20-22. Það verður samfella þessi tvö kvöld svo heppilegast er að sækja bæði kvöldin. Laugardaginn 27. febrúar verður svo kyrrðardagur í bæ í Glerárkirkju kl 10-17. Það þarf að skrá sig á hann hjá gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is eða í síma 897 3302 og kostar 2.000 kr. fyrir mat í hádeginu og kaffi. Nánari upplýsingar

 

Guðmundur Guðmundsson, 15/2 2016

Forsíðumynd: Steindir gluggar í Glerárkirkju eftir Leif Breiðfjörð

BREGÐUMST VIÐ NÚNA:


Á NÆSTUNNI:

BARNASTARFSNÁMSKEIÐ 8. sept. kl. 17-21


KYRRÐARDAGUR á Möðruvöllum 22. okt.:


Fræðsluefni frá fyrri fræðslukvöldum og málþingum:

SAMHYGÐ - UM SORG OG SORGARVIÐBRÖGÐ:


Víðförli er fréttabréf þjóðkirkjunnar. Hann er sendur í tölvupósti til áskrifenda einu sinni í viku. Hægt er að gerast áskrifandi á vefnum.Um Hjálparstarf kirkjunnar (Smella á mynd til að horfa)Skrifstofa: Sigurhæðir, Eyrarlandsvegi 3, 600 Akureyri
Sími 462 6680 og 462 6702

Póstfang: Pósthólf 205, 602 Akureyri

Viðtalstímar eftir samkomulagi:
Guðmundur Guðmundsson
Héraðsprestur
Símatími mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 11-12
462 6680, 897 3302
gudmundur.gudmundsson hjá kirkjan.is

Vinnusvæði starfsfólks

Google+

 

Sigurhæðir, Eyrarlandsvegi 3, 600 Akureyri. Sími 462 6680 · Kerfi RSS