Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

 

Kyrrðardagur á Möðruvöllum laugardaginn 7. maí

 

Næsti kyrrðardagur á vegum prófastsdæmisins verður á Möðruvöllum 7. maí kl. 10-17.

Kyrrðardagar höfða til margra sem vilja stíga út úr skarkala hversdagsins og leita þess að styrkja samband sitt við Guð í kyrrð. Skráning í síðasta lagi fyrir hádegi föstudaginn 6. maí í síma 897 3302 eða gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is. Verð: 2000 kr. fyrir mat og kaffi og notalegt umhverfi.

Nánari upplýsingar

Myndir frá fyrri kyrrðardögum á möðruvöllum Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 2/5 2016

Lífræn kirkja. Fræðslu- og umræðukvöld í Akureyrarkirkju mán. 2. maí kl. 20. Allir velkomnir.

Von er á ágætum gsti dr. Greg Aikins á héraðsfund með kynningu um Lífræna kirkju en á mánudaginn 2. maí hefur verið komið á fræðslu- og umræðukvöldi með honum í Akureyrarkirkju kl 20 þar sem hann flytur erindi um efnið.

Lífræn kirkja. Hver er hún, hvers vegna skiptir hún máli og hvernig ræktum við hana?
Á þessum fræðslufundi mun dr. Greg Aikins starfandi prestur í Bandaríkjunum og Íslandsvinur til margra ára að velta upp framtíð kirkjunnar á 21. öld og kynna þær lífrænu venjur sem við getum iðkað til að stuðla að heilbrigði okkar til líkama og sálar.  Þá skiptir engu hvort áheyrendur eru leikmenn, starfsmenn kirkjunnar eða prestar. Fræðslan er öllum opin án endurgjalds.

Dr. Greg Aikins:
Gregory Aikins vinnur sem kristiboði á vegum þverkirkjulegra samtaka Greater Europe Mission og hefur starfað sem kennari, leiðbeinandi og ráðgjafi. Greg varði doktorsritgerð við Biblical guðfræðiskólann nálægt Philadelphia í BNA árið 2014. Ritgerðin ber heitið Life Transformation Groups in Iceland: A study of the effectiveness of a discipleship system en þar gerði Greg m.a. grein fyrir rannsóknum sínum á virkni lærisveinahópanna Life Transformation Groups á Íslandi.

Guðmundur Guðmundsson, 29/4 2016

Héraðsfundur prófastsdæmisins 30. apríl

Prófastur sr. Jón Ármann Gíslason minnir á héraðsfundinn: Héraðsfundur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis verður haldinn nú á laugardaginn kemur þann 30. apríl. Hann hefst kl. 11.00 með helgistund í Akureyrarkirkju. Á dagskrá verða hefðbundin héraðsfundarstörf. Auk þess verður á fundinum góður gestur, Dr. Greg Aikens, frá Bandaríkjunum. Hann mun flytja,  á íslensku, erindi um nýjar hugmyndir í safnaðaruppbyggingu og hvernig hægt er að virkja fleira fólk til þátttöku í kirkjustarfinu. Greg er mjög virtur guðfræðingur og fyrirlesari. Allt þjóðkirkjufólk er velkomið á fundinn.

Hér má nálgast dagskrá fundarins og gögn:

Guðmundur Guðmundsson, 29/4 2016

Staða trúmála á Íslandi í dag á fræðslukvöldi 2. mars kl. 20

Á fræðslukvöldum í mars verður fjallað um stöðu trúmála á Íslandi í dag. Það verða tvö erindi 2. og 9. mars. Fyrirlesarar eru dr. Gunnar J. Gunnarsson sem hefur rannsakað trúarlíf meðal unglinga á Íslandi en auk þess mun hann fjalla um skoðanakannanir sem gerðar hafa verið um trúarlíf. Þá mun sr. Þórhallur Heimisson fjalla um samræður milli trúarbragða. Hann hefur verið með ágætlega sótt námskeið um trúarbrögðin og gefið út bókina Hin mörgu andlit trúarbragðanna 2005. Fræðslu- og umræðukvöldin eru á miðvikudögum kl. 20-22. Hefjast með erindi, þá er gert kaffihlé áður en umræður um efni kvöldsins hefjast.

 

Guðmundur Guðmundsson, 1/3 2016

Æskulýðsmót: “Lifum heil!”

bolli-petur-bollason-og-sunna-dora-mollerSunna Dóra Möller og Bolli Pétur Bollason, Laufási skrifa

Um árabil hefur verið haldið æskulýðsmót  í febrúar, samstarf safnaða á Norðausturlandi og Austurlandi og er komin góð reynsla á mótshaldið. Það eru æskulýðssamtök Eyjafjarðar- og Þingeygjarprófastdæmis, ÆSKEY og æskulýðssamtökin á Austurlandi, ÆSKA sem vinna saman að þessu góða verkefni. Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 24/2 2016

Kynning á kyrrðarbæn og kyrrðardagur í Glerárkirkju

Næstu tvö fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju munu snúast um kyrrðarbænina. Sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur, mun kenna iðkun á kyrrðarbæninni 17. og 24. febrúar kl. 20-22. Það verður samfella þessi tvö kvöld svo heppilegast er að sækja bæði kvöldin. Laugardaginn 27. febrúar verður svo kyrrðardagur í bæ í Glerárkirkju kl 10-17. Það þarf að skrá sig á hann hjá gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is eða í síma 897 3302 og kostar 2.000 kr. fyrir mat í hádeginu og kaffi.

Nánari upplýsingar

 

Guðmundur Guðmundsson, 15/2 2016

Fréttir af Hjálparstarfi kirkjunnar

Í desember og janúar síðastliðnum studdu almenningur, samtök og fyrirtæki verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar með 61 milljón króna framlagi. Kærar þakkir fyrir frábæran stuðning við starfið!

Nánar hér: http://www.help.is/)

Guðmundur Guðmundsson, 10/2 2016

Erindi um föstu á öskudaginn 10. febrúar

Á öskudaginn miðvikudaginn 10. febrúar verður sr. Þorgrímur Daníelsson, sóknarprestur á Grenjaðarstað, með erindi um föstu. Hann mun fjalla um það hvað það er að ganga í föstu og skoða það í ljósi líkamlegrar og andlegrar heilsuræktar. Kvöldin eru öllum opinn. Þau byrja kl. 20 með erindi, svo er kaffi og umræður í framhaldi af þeim. Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 9/2 2016

Erindi á fræðslukvöldi 3. febrúar sl: Sálmar og bænalíf

Hér má skoða erindi Guðmundar Guðmundssonar, héraðsprests, á YouTube sem flutt var í Glerárkirkju 3. febrúar 2016 á fræðslu- og umræðukvöldi. Í febrúar er viðfangsefnið íhugun, bæn og fasta. Hann byrjaði með umfjöllun um Sálma og bænalíf. Tilfinningar og stef Davíðssálma og sálma kirkjunnar. Hugmyndin var með þessari fyrirlestraröð að draga fram andlega iðkun í kristnum anda sem mótvægi við allskona ræktun líkama og sálar. Bænalíf eða bænaiðja á djúpar rætur í kristninni og rekja sig aftur til Davíðssálma Gamla testamentisins. Bænalíf eins og Jesús kenndi einkennist af innileika. Sálmar kristinna manna endurspegla þennan trúararf og fela í sér iðkun trúarinnar sem er heilsusamleg. Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 8/2 2016

Námskeiðið: Konur eru konum bestar

Konur eru konum bestar er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur á öllum aldri. Markmiðið er að gefa konum vettvang til að kynnast sjálfum sér betur í góðu samfélagi við aðrar konur, deila reynslu sinni hver með annarri og benda á leiðir til uppbyggingar. Áhersla er lögð á virkni þátttakenda. Á námskeiðinu eru notaðar dæmisögur um konur í Nýja testamentinu sem varpa ljósi á daglegan veruleika kvenna. Leiðbeinandi er Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni.  Námskeiðið  er ókeypis.

Skráning er hjá Birnu Vilbergsdóttur birna@herinn.is og í síma 848 4247 seinasta lagi fimmtudaginn 11. febrúar.

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 4/2 2016

Forsíðumynd: Steindir gluggar í Glerárkirkju eftir Leif Breiðfjörð

BREGÐUMST VIÐ NÚNA:


Á NÆSTUNNI:

HÉRAÐSFUNDUR 30. Apríl kl. 11-16:
Dagskrá og fundargögn

KYRRÐARDAGUR á Möðruvöllum 7. maí:


Fræðsluefni frá fyrri fræðslukvöldum og málþingum:

SAMHYGÐ - UM SORG OG SORGARVIÐBRÖGÐ:


Víðförli er fréttabréf þjóðkirkjunnar. Hann er sendur í tölvupósti til áskrifenda einu sinni í viku. Hægt er að gerast áskrifandi á vefnum.Um Hjálparstarf kirkjunnar (Smella á mynd til að horfa)Skrifstofa: Sigurhæðir, Eyrarlandsvegi 3, 600 Akureyri
Sími 462 6680 og 462 6702

Póstfang: Pósthólf 205, 602 Akureyri

Viðtalstímar eftir samkomulagi:
Guðmundur Guðmundsson
Héraðsprestur
Símatími mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 11-12
462 6680, 897 3302
gudmundur.gudmundsson hjá kirkjan.is

Vinnusvæði starfsfólks

Google+

 

Sigurhæðir, Eyrarlandsvegi 3, 600 Akureyri. Sími 462 6680 · Kerfi RSS