Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

 

Fyrsta fræðslukvöldið í mars: Rúnar Vilhjálmsson

Fyrsta fræðslukvöldið verður á miðvikudaginn 1. mars kl. 20 undir yfirskriftinni Sístæð siðbót í nútímanum. Efni kvöldsins verður Samfélagsþróunin og trúarlífið: Hvað er framundan? Í erindinu mun Rúnar Vilhjálmsson fara yfir stöðu og þróun trúarlífs í samfélaginu í ljósi hugmynda um nútímavæðingu og veraldarhyggju. Þá er fjallað um rannsóknir og niðurstöður um þróun trúarlífs á Íslandi og niðurstöður túlkaðar í ljósi fræðilegrar umræðu. Loks verður fjallað um framtíðarhorfur trúarlífs og trúarstofnana á Íslandi.

Rúnar Vilhjálmsson er prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknarsvið Rúnars innan félagsfræðinnar eru heilsufélagsfræði, félagsfræði unglinga, og félagsfræði vísinda. Rúnar hefur meðal annars fengist við rannsóknir á geðheilbrigði fullorðinna, áhættuhegðun unglinga og árangri háskólamanna í kennslu og rannsóknum. Rúnar er núverandi formaður Félags prófessora við ríkisháskóla og stjórnarmaður í Hinu íslenska biblíufélagi.

Guðmundur Guðmundsson, 27/2 2017

Heimsókn Nicolas Loyara frá Pókot í Afríku

Um næstu helgi fáum við heimsókn frá lútersku systurkirkjunni í Kenía. Það er Nicolas Loyara, prestur og framkvæmdastjóri útbreiðsluverksefnis í Pókot. En þar hafa íslenskir kristniboðar starfað um árabil og vaxið fram söfnuðir og kirkja. Hann er í för með sr. Ragnari Gunnarssyni framkvæmdastjóra SÍK sem mun túlka hann á samkomunum. Hann tekur þátt í guðsþjónustu í Akureyrarkirkju sunnudaginn 26. febrúar kl. 11 og síðar um daginn verður samkoma í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð kl. 17. Það er kristniboðsfélagið á Akureyri sem tekur á móti gestunum. Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 21/2 2017

Fræðslukvöld í Glerárkirkju í mars 2017

Sístæð siðbót í nútímanum. 500 ár frá siðbót 1517-2017

Það verða þrjú erindi á miðvikudagskvöldum 1., 8. og 15. mars kl. 20 þar sem fjallað verður um og rætt um siðbót í nútímanum. Fyrsta kvöldið mun Rúnar Vilhjálmsson fjalla um stöðu trúarlífs í nútímanum. Í því sambandi mun hann kynna nýlegar rannsóknir sem hafa verið gerðar. Annað kvöldið mun María Ágústsdóttir fjalla um samkirkjulega hreyfinguna og deilur og samtal kirkjudeildanna og stöðu þjóðkirkjunnar í fjölhyggjusamfélagi nútímans. Þriðja kvöldið veltir svo Hjalti Hugason upp spurningunni um hvort þjóðkirkjan eigi að tala máli mannréttinda í samtímanum.

Auglýsing á Pdf-formi

Nánari upplýsingar…

 

 

Guðmundur Guðmundsson, 20/2 2017

Siðbótarafmæli 1517-2017 – vefsíða

Það hefur verið sett upp sérstök vefsíða vegna 200 ára síðbótarafmælisins. Milli 29. janúar, afmælisdagur Katrínu af Bóra, og til 18. febrúar, dánardagur Lúters, hafa konur í þjóðkirkjunni tjáð sig um hvað siðbótina er fyrir þeim. Hér er vísun í síðuna en þar er margt áhugavert.

Skoða betur á síðu www.sidbod.is

Guðmundur Guðmundsson, 15/2 2017

Samkirkjulega bænavika 18. – 25. janúar 2017


Á miðvikudaginn 18. janúar hefst samkirkjuleg bænavika. Að vanda er farið á milli safnaðanna og beðið saman. Það eru Aðventistar, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðisherinn, Kaþólska kirkjan og Þjóðkirkjan sem standa fyrir þessum samverum á Akureyri. Að þessu sinni hefst bænavikan miðvikudaginn 18.  janúar kl. 20 með sameiginlegri samkoma þar sem Kór Glerárkirkju og sönghópur frá Hvítasunnukirkjunni syngja og leiða söng. Það verður mikill almennur söngur. Ræðumaður verður Snorri Óskarsson forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri og fulltrúar frá söfnuðunum taka þátt í samkomunni. Eitt af markmiðum vikunnar er að hvetja fólk í söfnuðunum að taka stundir til bæna- og íhugunar. Átta daga bænirnar sem fylgja hér með eru íhugunarefni og bænir fyrir hvern dag þessa átta daga og vilja undirbúningsnefndirnar hvetja alla að nýta þetta efni á bænastundum sínum. Efnið að þessu sinni var undirbúið í Þýskalandi í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar.
Lesa áfram um dagskrána og átta daga bænirnar Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 16/1 2017

Jólaaðstoðin 2016 hefst 28. nóvember

Eins og undanfarið ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Þannig er sótt um að hringt er í síma 570 4090 milli kl. 10:00 og 12:00 alla virka daga frá 28. nóvember til 9. desember. Bókað er viðtal þar sem fyllt er út umsókn og koma þarf með staðgreiðsluyfirlit frá skattinum. Um er að ræða kort sem nota má í verslunum til matarkaupa fyrir þá sem eiga lítið handa á milli.

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 22/11 2016

Undirritun samstarfssamnings um Jólaaðstoð 10. nóv. sl.

Fimmtudaginn 10. nóvember sl. var undirritaður samstarfssamningur um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu. Athöfnin fór fram í Rauða krossinum Viðjulundi 2 kl. 15. Fjögur samtök hafa unnið að þessu undanfarin fjögur ár og gefið góða raun. Þau eru: Hjálpræðisherinn á Akureyri, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis og Rauði Krossinn við Eyjafjörð.

Hér er nánari umfjöllun og myndbönd af athöfninni og erindi Vilborgar Oddsdóttir þar fyrir neðan:

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 11/11 2016

Karl Jónas Gíslason kristniboði í heimsókn til Akureyrar 13-15. nóv.

Sunnudaginn 13. nóvember er kristniboðsdagurinn. Þá mun Karl Jónas Gíslason heimsækja Akureyri og taka þátt í helgihaldi, samkomum og fundum. Hann var í Eþíópíu í sumar og mun segja frá heimsókn sinni í máli og myndum. Hann verður í Akureyrarkirkju kl. 11 og á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð kl. 14 og Dvalarheimilinu Hlíð á mánudaginn kl. 14. Þá verður samkoma í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri á sunnudeginum kl. 17 þar sem hann mun prédika og segja frá kristniboðinu í Eþíópíu í máli og myndum. Þá verður boðið upp á þjóðarrétt Eþíópíu og rennur ágóði og samskot til kristniboðsins. Það er Kristniboðsfélag Akureyrar sem stendur fyrir þessari heimsókn með SÍK.

Auglýsing á Pdf-formi

Upplýsingar um kristniboðið má lesa hér Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 11/11 2016

Fræðslukvöld í Glerárkirkju 2. nóv. kl. 20 – Stóra púsluspilið

Stóra púsluspilið – Leitin að elstu handritum Biblíunnar eftir Hans Johan Sagrusten í þýðingu sr. Hreins S. Hákonarsonar. Bókin kom út 2015 hjá Skálholtsútgáfan – útgáfufélag þjóðkirkjunnar. Þessi bók verður kynnt og um hana fjallað í Glerárkirkju miðvikudaginn 2. nóvember kl. 20.00. Í bókinni rekur höfundur á einkar læsilegan hátt hina mögnuðu sögu margra handrita Biblíunnar. Þetta er saga sem er flestum ókunn og margt sem kemur í ljós vekur undrun og þá tilfinningu að ekkert sé tilviljun. Í kynningunni verður einkum staldrað við þrennt: hið þrotlausa starf hinna ókunnu ritara; handrit Gamla testamentisins frá hinni frægu borg Aleppó og starf Konstantíns Tischendorfs. Það er þýðandinn sem kynnir bókina. Kaffiveitingar og umræður og spjall.

Auglýsing á Pdf-formi

Guðmundur Guðmundsson, 31/10 2016

Fræðslukvöld í Glerárkirkju miðvikudaginn 26. okt. kl. 20

Dr. Bjarni Guðleifsson kynnir nýja bók sína Öreindir, alheimurinn og lífið – og Guð. Í þessari bók sinni takast náttúrufræðingurinn og trúmaðurinn á við nýjar kenningar og þekkingu um öreindir, alheiminn og lífið. Þetta er framhald af síðasta fræðslukvöldi þar sem fengist var við hvernig talað er um Guð og hvar á að byrja eftir Rob Bell. Í þessari bók kynnir Bjarni hugmyndir manna um öreindirnar og alheiminn og veltir því fyrir sér hvernig samræma má þessar kenningar og þekkingu guðstrú.

Hér má nálgast Auglýsinguna á Pdf-form

Guðmundur Guðmundsson, 24/10 2016

Forsíðumynd: Marteinn Lúther og fleiri siðbótarmenn til borðs með Meistaranum í málverki eftir Lucas Cranach

FRÆÐSLUKVÖLD Í GLERÁRKIRKJU Í MARS
Sístæð siðbót í nútímanum:


Á NÆSTUNNI:

KYRRÐARDAGUR á Möðruvöllum 6. maí 2017:


Fræðsluefni frá fyrri fræðslukvöldum og málþingum:

SAMHYGÐ - UM SORG OG SORGARVIÐBRÖGÐ:


Víðförli er fréttabréf þjóðkirkjunnar. Hann er sendur í tölvupósti til áskrifenda einu sinni í viku. Hægt er að gerast áskrifandi á vefnum.Um Hjálparstarf kirkjunnar (Smella á mynd til að horfa)Skrifstofa: Sigurhæðir, Eyrarlandsvegi 3, 600 Akureyri
Sími 462 6680 og 462 6702

Póstfang: Pósthólf 205, 602 Akureyri

Viðtalstímar eftir samkomulagi:
Guðmundur Guðmundsson
Héraðsprestur
Símatími mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 11-12
462 6680, 897 3302
gudmundur.gudmundsson hjá kirkjan.is

Vinnusvæði starfsfólks

Google+

Miðvikudagur

Kyrrðar- og fyrirbænastund í Glerárkirkju kl. 12
Miðvikudögum í okt. og nóv. fræðslu- og umræðukvöldin í Glerárkirkju kl. 20-22

Dagskrá ...