Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

 

Hjálparstarf kirkjunnar – kynning á yfirstandandi starfsári

Ársskýrsla síðasta starfsárs er aðgengileg á heimasíðunni www.help.is .

Aðalfundur Hjálparstarfsins var haldinn í safnaðarheimili Grensáskirkju 24. september 2016. Í stjórn voru kosin: Ingibjörg Pálmadóttir formaður, Lóa Skarphéðinsdóttir og Páll Kr. Pálsson. Varamenn Hörður Jóhannesson og Gunnar Sigurðsson. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, ávörpuðu gestir frá Eþíópíu, Million Shiferaw og Ahmed Nur Abib fundinn, en þau voru komin til að heimsækja fermingarbörn um allt land. Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi Hjálparstarfsins fjallaði um tveggja ára verkefni Hjálparstarfsins, Virkni og vellíðan – taktu ábyrð á eigin lífi sem standa mun yfir til september 2018. Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 17/3 2017

Námskeiðið: Konur eru konum bestar

Mánudaginn 20. mars verður haldið námskeiðið: Konur eru konum bestar. Það var vinsælt hér á árum áður en nú er það haldið í samtarfi samtakanna sem standa að Jólaaðstoðinni og á vegum þeirra, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálræðishersins, Mæðrastsyrksnefndar og Rauða krossins. Þetta er sjálfstyrkingarnámskeið og ætlað konum sem vilja styrkja sig til að takast á við aðstæður sínar með öðrum konum. Það er Sædís Arnarsdóttir sem leiðir námskeiðið. Hún er fjélagsráðgjafi sem starfar hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Ef einhverjar vilja taka þátt í námskeiðinu geta þær haft samband við Guðmund Guðmundsson, héraðsprest. Hér fyrir neðan er ítarlegri upplýsingar um námskeiðið og kynningarbæklingur. Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 17/3 2017

Héraðsfundur 1. apríl í Glerárkirkju

Prófastur boðaði til héraðsfundar Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis í ferbrúar sl. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 1. apríl í Glerárkirkju. Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að ekki er um aprílgabb að ræða. Fundurinn mun hefjast  kl. 11.00 og stefnt á að honum ljúki ekki síðar en um kl.16.00. Á dagskrá eru hefðbundin héraðsfundarstörf, nánari dagskrá verður send út þegar nær dregur. Hér er birt fundargerð síðasta fundar sem einnig má sækja á Pdf-formi. Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 15/3 2017

Síðasta fræðsluerindi í Glerárkirkju í mars – Hjalti Hugason um þjóðkirkju og mannréttindi

Dr. Hjalti Hugason flytur erindi á fræðslukvöldi í Glerárkirkju næskomandi miðvikudag 15. mars kl. 20: Sístæð siðbót og frelsishugsjónir nútímans: Á þjóðkirkjan að berjast fyrir mannréttindum?  Í erindinu eru hugmyndir samtímans um mannréttindi skoðaðar út frá sjónarhorni lúthersku þjóðkirkjunnar. M.a. verður spurt hvort þjóðkirkjan eigi að tala máli mannréttinda og hvernig almenn mannréttindabarátta geti samrýmst kenningum og starfi kirkjunnar? Hjalti Hugason er prófessor í kirkjusögu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Sjá nánar…

Guðmundur Guðmundsson, 12/3 2017

María Ágústsdóttir fjallar um samkirkjumál á fræðslukvöldi

Á næsta fræðslu- og umræðukvöld í Glerárkirkju 8. mars kl. 20 mun dr.  Maríu Ágústsdóttur fjalla um samkirkjuleg málefni: Þjóðkirkjan og aðrar kirkjudeildir og trúarbrögð: Hver er staða hennar í fjölhyggjusamfélagi? (Nánari upplýsingar hér á vefnum). Hún er formaður samstarfsnefndar kristinna trúfélag og lauk nýverið við doktorsritgerð um samkirkjuleg mál á Íslandi.

Nánari upplýsingar…

Guðmundur Guðmundsson, 7/3 2017

Fyrsta fræðslukvöldið í mars: Rúnar Vilhjálmsson

Fyrsta fræðslukvöldið verður á miðvikudaginn 1. mars kl. 20 undir yfirskriftinni Sístæð siðbót í nútímanum. Efni kvöldsins verður Samfélagsþróunin og trúarlífið: Hvað er framundan? Í erindinu mun Rúnar Vilhjálmsson fara yfir stöðu og þróun trúarlífs í samfélaginu í ljósi hugmynda um nútímavæðingu og veraldarhyggju. Þá er fjallað um rannsóknir og niðurstöður um þróun trúarlífs á Íslandi og niðurstöður túlkaðar í ljósi fræðilegrar umræðu. Loks verður fjallað um framtíðarhorfur trúarlífs og trúarstofnana á Íslandi.

Rúnar Vilhjálmsson er prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknarsvið Rúnars innan félagsfræðinnar eru heilsufélagsfræði, félagsfræði unglinga, og félagsfræði vísinda. Rúnar hefur meðal annars fengist við rannsóknir á geðheilbrigði fullorðinna, áhættuhegðun unglinga og árangri háskólamanna í kennslu og rannsóknum. Rúnar er núverandi formaður Félags prófessora við ríkisháskóla og stjórnarmaður í Hinu íslenska biblíufélagi.

Guðmundur Guðmundsson, 27/2 2017

Heimsókn Nicolas Loyara frá Pókot í Afríku

Um næstu helgi fáum við heimsókn frá lútersku systurkirkjunni í Kenía. Það er Nicolas Loyara, prestur og framkvæmdastjóri útbreiðsluverksefnis í Pókot. En þar hafa íslenskir kristniboðar starfað um árabil og vaxið fram söfnuðir og kirkja. Hann er í för með sr. Ragnari Gunnarssyni framkvæmdastjóra SÍK sem mun túlka hann á samkomunum. Hann tekur þátt í guðsþjónustu í Akureyrarkirkju sunnudaginn 26. febrúar kl. 11 og síðar um daginn verður samkoma í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð kl. 17. Það er kristniboðsfélagið á Akureyri sem tekur á móti gestunum. Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 21/2 2017

Fræðslukvöld í Glerárkirkju í mars 2017

Sístæð siðbót í nútímanum. 500 ár frá siðbót 1517-2017

Það verða þrjú erindi á miðvikudagskvöldum 1., 8. og 15. mars kl. 20 þar sem fjallað verður um og rætt um siðbót í nútímanum. Fyrsta kvöldið mun Rúnar Vilhjálmsson fjalla um stöðu trúarlífs í nútímanum. Í því sambandi mun hann kynna nýlegar rannsóknir sem hafa verið gerðar. Annað kvöldið mun María Ágústsdóttir fjalla um samkirkjulega hreyfinguna og deilur og samtal kirkjudeildanna og stöðu þjóðkirkjunnar í fjölhyggjusamfélagi nútímans. Þriðja kvöldið veltir svo Hjalti Hugason upp spurningunni um hvort þjóðkirkjan eigi að tala máli mannréttinda í samtímanum.

Auglýsing á Pdf-formi

Nánari upplýsingar…

 

 

Guðmundur Guðmundsson, 20/2 2017

Siðbótarafmæli 1517-2017 – vefsíða

Það hefur verið sett upp sérstök vefsíða vegna 200 ára síðbótarafmælisins. Milli 29. janúar, afmælisdagur Katrínu af Bóra, og til 18. febrúar, dánardagur Lúters, hafa konur í þjóðkirkjunni tjáð sig um hvað siðbótina er fyrir þeim. Hér er vísun í síðuna en þar er margt áhugavert.

Skoða betur á síðu www.sidbod.is

Guðmundur Guðmundsson, 15/2 2017

Samkirkjulega bænavika 18. – 25. janúar 2017


Á miðvikudaginn 18. janúar hefst samkirkjuleg bænavika. Að vanda er farið á milli safnaðanna og beðið saman. Það eru Aðventistar, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðisherinn, Kaþólska kirkjan og Þjóðkirkjan sem standa fyrir þessum samverum á Akureyri. Að þessu sinni hefst bænavikan miðvikudaginn 18.  janúar kl. 20 með sameiginlegri samkoma þar sem Kór Glerárkirkju og sönghópur frá Hvítasunnukirkjunni syngja og leiða söng. Það verður mikill almennur söngur. Ræðumaður verður Snorri Óskarsson forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri og fulltrúar frá söfnuðunum taka þátt í samkomunni. Eitt af markmiðum vikunnar er að hvetja fólk í söfnuðunum að taka stundir til bæna- og íhugunar. Átta daga bænirnar sem fylgja hér með eru íhugunarefni og bænir fyrir hvern dag þessa átta daga og vilja undirbúningsnefndirnar hvetja alla að nýta þetta efni á bænastundum sínum. Efnið að þessu sinni var undirbúið í Þýskalandi í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar.
Lesa áfram um dagskrána og átta daga bænirnar Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 16/1 2017

Forsíðumynd: Marteinn Lúther og fleiri siðbótarmenn til borðs með Meistaranum í málverki eftir Lucas Cranach

FRÆÐSLUKVÖLD Í GLERÁRKIRKJU Í MARS
Sístæð siðbót í nútímanum:


Á NÆSTUNNI:

KYRRÐARDAGUR á Möðruvöllum 6. maí 2017:


Fræðsluefni frá fyrri fræðslukvöldum og málþingum:

SAMHYGÐ - UM SORG OG SORGARVIÐBRÖGÐ:


Víðförli er fréttabréf þjóðkirkjunnar. Hann er sendur í tölvupósti til áskrifenda einu sinni í viku. Hægt er að gerast áskrifandi á vefnum.Um Hjálparstarf kirkjunnar (Smella á mynd til að horfa)Skrifstofa: Sigurhæðir, Eyrarlandsvegi 3, 600 Akureyri
Sími 462 6680 og 462 6702

Póstfang: Pósthólf 205, 602 Akureyri

Viðtalstímar eftir samkomulagi:
Guðmundur Guðmundsson
Héraðsprestur
Símatími mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 11-12
462 6680, 897 3302
gudmundur.gudmundsson hjá kirkjan.is

Vinnusvæði starfsfólks

Google+

Miðvikudagur

Kyrrðar- og fyrirbænastund í Glerárkirkju kl. 12
Miðvikudögum í okt. og nóv. fræðslu- og umræðukvöldin í Glerárkirkju kl. 20-22

Dagskrá ...