Oddaprestakall

 

Sunnudagaskólinn 12. mars verður í menningarsalnum

Sunnudagaskólinn á næsta sunnudag verður í menningarsalnum.

Hlakka til að sjá ykkur :)

Elína Hrund Kristjánsdóttir, 9/3 2017

Æskulýðsmessa í Þykkvabænum

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar í Oddaprestakalli 05.mars 2017

Trúum af hjarta

Við höldum æskulýðsdaginn hátíðlegan með æskulýðsmessu í kirkjunni í Þykkvabænum sunnudaginn 5. mars kl. 11:00. (Enginn sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu).

Kristín spilar, kór Odda-og Þykkvabæjarkirkna leiðir sönginn.

Fermingarbörnin láta ljós sín skína.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest.

Sr. Elína

Fylgist sem safnaðarstarfinu í prestakallinu á heimasíðunni: http://kirkjan.is/oddaprestakall/
og á Facebooksíðum kirknanna.

Elína Hrund Kristjánsdóttir, 1/3 2017

Konudagsmessa í Oddakirkju

Konudagsmessa í Oddakirkju sunnudaginn 19. febrúar.

Hvað er rómantískara en að bjóða elskunni sinni til kirkju á Konudaginn og bjóða henni svo í kaffi á eftir ?

Messan hefst kl. 14:00 í Oddakirkju. Kristín spilar og kórinn syngur og svo bjóðum við hvert öðru upp á kaffi í litla safnaðarheimilinu á eftir. Þau sem sjá sér fært að koma með veitingar fá alúðarþakkir.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 11:00 í safnaðarsalnum á Hellu.

Sr. Elína

Elína Hrund Kristjánsdóttir, 14/2 2017

Viðtalstímar falla niður í dag 09. febrúar

Viðtalstímar sóknarprests falla niður í dag fimmtudaginn 9. febrúar.

Alltaf er hægt að ná í mig í síma 8609987.

sr. Elína

 

Elína Hrund Kristjánsdóttir, 9/2 2017

Sunnudagaskólinn hefst á ný 05. febrúar :)

Sunnudagaskólinn er í safnaðarsalnum á Hellu og verður á hverjum sunnudegi í febrúar og mars kl. 11:00.

Fylgist með fréttum af starfi prestakallsins á heimasíðunni:

http://kirkjan.is/oddaprestakall/

og á Facebooksíðum kirknanna í prestakallinu.

Kristín organisti og Edda Hlíf guðfræðinemi verða með okkur flesta sunnudaga.

Hlakka til að sjá ykkur.

Sr. Elína

Elína Hrund Kristjánsdóttir, 31/1 2017

Taizemessa í Oddakirkju

Taizemessa í Oddakirkju sunnudagskvöldið 29. janúar kl. 20.00

Form Taizémessunnar er einfalt , kyrrð,kertaljós og ljúfir sálmar.

Kristín spilar, kirkjukór Odda- og Þykkvabæjarkirkna leiðir sönginn.

Fermingarbörn lesa ritningalestra.

Bjóðum hvert öðru upp á kaffi í litla safnaðarheimilinu að athöfn lokinni .

Þau sem sjá sér fært að koma með veitingar fá alúðarþakkir.

Elína Hrund Kristjánsdóttir, 25/1 2017

Helgihald yfir jól og áramót

Jólasunnudagaskóli í safnaðarsalnum á Hellu sunnudaginn 18. Desember kl. 11:00

Aðfangadagur jóla

Þykkvabæjarkirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 18:00

Oddakirkja

Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:00

Jóladagur

Lundur

Hátíðarguðsþjónusta kl.14:00 í kapellunni

Barn borið til skírnar.

Allir hjartanlega velkomnir

Annar jóladagur

Keldnakirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Kristján Arason guðfræðinemi prédikar

Gamlársdagur

Oddakirkja kl. 11:00

Edda Hlíf Hlífarsdóttir guðfræðinemi prédikar

Guð gefi öllum gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár.

 

Elína Hrund Kristjánsdóttir, 17/12 2016

Aðventustundir í Oddaprestakalli

Fimmtudaginn 8. desember kl. 20:00 höldum við aðventustund í kirkjunni okkar í Þykkvabæ.

Sunnudaginn 11. desember kl. 20:00 höldum við aðventustund í Oddakirkju.

Kristín spilar, kórinn , barnkórinn og við syngjum. Fram koma nemendur úr tónlistarskólanum sem bæði spila og syngja fyrir okkur.

Væntanleg fermingarbörn vetrarins aðstoða.

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir hjúkrunarforstjóri flytur hugleiðingu Í Þykkvabænum.

Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri flytur hugleiðingu í Oddakirkju.

Við bjóðum svo hvert öðru upp á smákökur og súkkulaði að athöfnum loknum. Þau sem sjá sér fært að koma með smakk af sínum smákökum fá alúðarþakkir fyrir.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Sr. Elína Hrund

Elína Hrund Kristjánsdóttir, 6/12 2016

Sunnudagaskóli 04.desember í safnaðarsalnum á Hellu

Við kveikum á kertunum tveimur á aðventukransinum og föndrum syngjum og fáum okkur popp og horfum á Hafdísi og Klemma.

Hlakka til að sjá ykkur  :)

Elína

 

 

Elína Hrund Kristjánsdóttir, 29/11 2016

Frá Oddakirkjugarði

Kveikt hefur verið á tenglum fyrir leiðisljós (24W) í kirkjugarðinum á jólaföstu og fram yfir þrettánda og er fólki velkomið að setja upp ljós sín við upphaf aðventu.

Gjald fyrir hvert ljós er kr. 1500 sem óskast greitt inn á bankareikning Oddakirkjugarðs nr. 0308 13 250988, kennitala 420693-2149

Sóknarnefnd Oddasóknar

Elína Hrund Kristjánsdóttir, 26/11 2016

Sóknarprestur er með skrifstofu í safnaðarheimili Oddasóknar, Dynskálum 8 Hellu. Viðtalstímar á fimmtudögum frá kl.12:00-14:00 eða eftir samkomulagi. s. 487 5502/860 9987

Miðvikudagur

Foreldrasamvera

Dagskrá ...