Oddaprestakall

 

Menningarheimilið Oddasel

Styrktartónleikar

Styrktartónleikar verða haldnir í Menningarsal Oddasóknar á Hellu fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20:00.  Fram koma Karlakór Rangæinga, Kvennakórinn Ljósbrá og Harmonikufélag Rangæinga.  Aðgangseyrir er 2.000 frítt fyrir 16 ára og yngri, innifalið er kaffi og kleinur sem Kvenfélagið Unnur hefur veg og vanda af.  Allur ágóði rennur til reksturs og viðhalds á Menningaheimilinu.

 

 

Kynslóðabrúin

Tónleikar á sumardaginn fyrsta 24. apríl kl. 20:00

Fram koma:  Ómar Diðriks ásamt þremur kórum; Hring kór eldri borgara í Rangárvallasýslu, Hekluraddir og Kirkjukór Odda- og Þykkvabæjarkirkna.  Miðaverð 1.500, frítt fyrir Grunnskólabörn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Styrktartónleikar fyrir Menningarsal Oddasóknar á Hellu

Laugardaginn 26. október kl. 16:00

Fram koma: Kirkjukór Odda- og Þykkvabæjarkirkna, Hringur, kór eldri borgara, Karlakór Rangæinga, Leikfélag Rangæinga, Kvennakórinn Ljósbrá, Harmonikufélag Rangæinga.

Miðaverð 2000, frítt fyrir 16 ára og yngri.  Innifalið í miðaverði er kaffiveitingar í boði Kvenfélagsins Unnar.

Allur ágóði af tónleikunum rennur til Menningarsalarins.

 

 

Nú er starfsemi hafin á ný í Menningarsalnum.

Bjóðum öll sem hingað koma velkomin til starfa á ný eftir sumarið og megið veturinn verða okkur öllum gefandi

 

Tónleikar sunnudaginn 12. maí kl. 16:00

Eldri borgarar og yngri syngja við raust.

Hringur, kór eldri borgara í Rangárþingi halda vortónleika sína.  Með kórnum kemur fram kór miðstigs Grunnskólans á Hellu og Herdís Rútsdóttir syngur einsöng.  Kórstjórnandi er Kristín Sigfúsdóttir og undirleikari er Stefán Þorleifsson.

Miðaverð 1.000.- (engin posi) ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára.

 

Handverkssýning eldri borgara

Félag eldir borgara í Rangárvallasýslu sýnir handverk sitt í Menningarheimilinu helgina 4.-5. maí.

Opið er milli 13-17 báða dagana.

Kaffiveitingar til sölu.

 

Styrktartónleikar

Styrktartónleikarnari sl. laugardag tókust afar vel til og var mikil ánægja með þá.  Þeir þóttu bæði fjölbreyttir og skemmtilegir.  Talið er að um 150 manns hafi sótt tónleikana.  Erum öllum þeim sem komu sem og þeim sem gáfu vinnu sínu og styrktu menningarhúsið færðar hjartans þakkir fyrir samveruna og stuðninginn.

 

Styrktartónleikar

Laugardaginn 16. mars 2013 kl. 14:00 verða styrktartónleikar í Menningarsalnum.

Fram koma:  Harmonikufélag Rangæinga, Hringur kór eldri borgara, Karlakór Rangæinga, Kirkjukór Odda- og Þykkvabæjarkirkna, Kvennakórinn Ljósbrá, Barnakórinn, miðstig og  Leikfélag Rangæinga.

Kvenfélagið Unnur sér um veitingar.

Aðgangseyrir er 2.000, frítt fyrir 16 ára og yngri.  Innifalið í aðgangseyri er kaffi og meðlæti.

Allur ágóði rennur til Menningarheimilisins.

 

Oddaprestakall, Oddi. Sími 4875502 · Kerfi RSS