Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Myndum öflugan bænahring um landið okkar

Kertaljós

Samkirkjulegri bænaviku fyrir einingu kristninnar lýkur á morgun, sunnudaginn, 25. janúar.  Guðspjall dagsins samkvæmt textaröð Þjóðkirkjunnar er Lúk 17.5-10: „Auk oss trú!“ Ég vil ítreka hvatningu mína til presta að bjóða sérstaklega til fyrirbænar fyrir íslensku þjóðinni í messum þessa dags.  Köllum fólk saman og myndum öflugan bænahring um landið okkar á erfiðum tímum!

Áfram

Orðin tíu í Neskirkju

Neskirkja

Hvaða gildi hafa boðorðin í nútímanum? Frá og með 25. janúar 2009 verða þessar fornu reglur ræddar. Í stað þess að leggja út af texta kirkjuársins verður prédikað út einu boðorði í hvert sinn. Frætt verður um samhengi þeirra, merkingu og hvernig má nýta þau í líf einstaklings og samfélags. Þau eru ekki leiðinleg bönn, heldur jákvæðar lífsreglur, ábendingar um lífshætti sem geta þjónað fólki og samfélagi.

Áfram

Fyrsta Tómasarmessa ársins í Breiðholtskirkju

  Efnt verður til fyrstu Tómasarmessunnar á þessu ári í Breiðholtskirkju sunnudagskvöldið 25. janúar. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í … Áfram

Borgin logar!

Þorvaldur Víðisson

Það þurfti samt engar stympingar eða læti til að koma þeim skilaboðum á framfæri og mótmælendur höfðu sig hæga á meðan á athöfninni stóð. Ekki skorti virðingu fyrir aðstandendum og hinum látna, enda væri nú fokið í flest skjól ef það hefði ekki verið raunin.

Áfram

Páll postuli, sagan og samtíðin

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, flytur fyrirlestur um heilagan Pál í safnaðarheimili kaþólsku kirkjunnar í kvöld. Fyrirlesturinn er hluti af dagskrá samkirkjulegrar bænaviku sem nú stendur yfir. Hann segir frá Páli í stuttu viðtali við kirkjan.is. Fyrirlesturinn hefst kl. 20 í kvöld og er … Áfram

Kjörorð íslenska lýðveldisins

Morgunblaðið

Þegar þessi orð eru skoðuð í ljósi núverandi aðstæðna veltir maður fyrir sér hvort „sjálfskaparvítin“, sem Ólafur minntist á, hafi valdið því gríðarlega tjóni sem við urðum fyrir nú á haustdögum. Ekki er það ólíklegt en blessunarlega hafa þau ekki grandað íslenskri þjóð, þó vissulega standi hún löskuð eftir.

Áfram