Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Sögubrot úr kynnisferð presta til Kenýja

Sr.

Sjö vaskir prestar fóru til Kenýja með opin huga og hjörtu. Sr. Kjartan Jónsson fyrrum kristniboði í Pokot fór fyrir hópnum. Ferð þessi var mikill lærdómur og ferðafélagarnir samstilltir, enda vikulegir sparkfélagar í KR. Höfuðborgin Nairobi heilsaði mönnum eins og nýr heimur og íslensk andlit voru sem eitt spurningamerki.  

Áfram

Eigi stjörnum ofar – sálmar og ljóð Sigurbjörns Einarssonar

Eigi

Skálholtsútgáfan gefur út í nóvembermánuði heildarsafn sálma og ljóða Sigurbjörns Einarssonar, biskups. Sigurbjörn Einarsson er eitt mesta sálmaskáld íslensku þjóðarinnar á síðari tímum. Sálmar hans og bænir eru löngu orðin ómissandi þáttur í helgihaldi og trúarlífi landsmanna og veita leiðsögn og huggun trúar og vonar. Ritstjóri verksins er dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor.

Áfram

Þrjú þúsund börn þramma um götur

Fermingarbörn

Fermingarbörn um allt land sýndu svo sannarlega ábyrgð og náungakærleika þann 3. og 4. nóvember, þegar þau þrömmuðu um göturnar í sínu hverfi með söfnunarbauka fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Nú stendur yfir talning úr baukunum og allir spenntir að vita hve mikið safnaðist, hve mikið verður hægt að gera. Undirtektir voru góðar en vonast var til að þrátt fyrir kreppu á Íslandi, hefði fólk ekki gleymt því að milljónir manna byggju við enn verri kjör og þyrftu liðsinni okkar.

Áfram

Jól í skókassa 2008

Jól

„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki. Það var biblíuleshópurinn „Bleikjan“ sem byrjaði með þetta verkefni en það er hópur 13 ungra einstaklinga innan KFUM.

Áfram

Lífstakturinn

Lífið

Er ég stressaður? Lifi ég lífinu hægt? Hvernig er lífstakturinn minn? Um þetta var ég spurður af fyrirlesaranum í morgun sem fræddi okkur um streitu og hvernig mega lifa lífinu hægar og innihaldsríkar.

Áfram

Trúarstef í kvikmyndum í Grafarvogskirkju

Úr

Trúarstef í kvikmyndum verður viðfangsefni Kirkjubíós í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 6. nóvember næstkomandi kl. 19:30. Þá ætlar sr. Árni Svanur Daníelsson að fjalla um það hvernig trú og trúarstef birtast í kvikmyndum. Þetta verður fyrirlestur í léttum dúr og fullt af sýnidæmum.

Áfram

Kristin íhugun í safnaðarheimili Lágafellssóknar

Krossar

Kristin íhugun – „Centering Prayer“ er orðlaus nálgun við Guð, þar sem biðjandinn leitast við að opna hjarta sitt fyrir nærveru Guðs og verkan í lífi sínu. Miðvikudaginn 5.nóvember kl. 17.30-20.00 verður þessi tegund íhugunar kynnt í safnaðarheimili Lágafellssóknar.

Áfram