Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Safnaðarsalur Lindakirkju vígður

Lindakirkja

Safnaðarsalur Lindakirkju verður vígður af Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands, á þriðja sunnudegi í aðventu, þann 14. desember. Kór Lindakirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Keith Reed organista. Helga Magnúsdóttir syngur einsöng.  Prestar safnaðarins þjóna ásamt biskupi við vígsluna.

Áfram

Tuttugu og fimm ára vígsluafmæli Áskirkju

Komið

Tuttugu og fimm ára vígsluafmæli Áskirkju í Reykjavík verður fagnað á sunnudaginn kemur, 3. sunnudag í aðventu. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson prédikar við hátíðarmessu kl. 13 og helgar nýjan, steindan glugga í kór kirkjunnar í upphafi athafnar.

Áfram

Prestsvígsla í Hóladómkirkju

Hóladómkirkja

Prestvígsla verður í Hóladómkirkju, sunnudaginn 14. desember kl. 17.00. Vígslubiskup, sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígir Ursulu Árnadóttur sem skipuð hefur verið sóknarprestur í Skagastrandarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi.

Áfram

Samvera á aðventu fyrir syrgjendur

Tvö

Samvera á aðventu fyrir syrgjendur verður haldin í Grensáskirkju 11. desember kl. 20. Jólin eru oft erfið þegar einn vantar í hópinn. Þessi samvera er sérstaklega ætluð þeim sem hafa misst ástvin og vilja staldra við á aðventunni.  Samveran er fyrir alla fjölskylduna og opin öllum.

Áfram

Mannréttindayfirlýsing SÞ í sextíu ár

biglogo.gif

Í tilefni af því að í dag, 10. desember, eru sextíu ár liðin frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt hefur Kirknaráð Evrópu sent frá sér bænir fyrir því að mannréttindi séu virt.  Sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur hefur þýtt nokkrar þeirra. 

Áfram

Ljós í myrkri

Æskulýðsfélag

Í ,,svörtu vikunni” í október þegar landið okkar lagðist á hliðina og bankarnir hrundu, var æskulýðsfundur eins og venjulega. Þau voru búin að heyra fréttir af ástandinu í fjölmiðlum, í skólanum og heima hjá sér. Ég bjóst við að mæta tættum og óttaslegnum unglingum sem væru hræddir um framtíð sína og sinna nánustu. Hræddir eins og allt hitt fullorðna fólkið sem ég hafði hitt í þeirri viku.

Áfram