Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Sú þjóð sem í myrkri gengur sér mikið ljós

Kertaljós

Sú þjóð sem í myrkri gengur sér mikið ljós. Við verðum að halda fast við það. Við sleppum ekki undan myrkrinu í bókstaflegum skilningi en heldur ekki í yfirfærðri merkingu. Það að ganga í gegnum erfiðleika, missi og sorg er hluti af því að vera manneskja.

Áfram

Heilög Lúsía

Jólaljós

Sögurnar um heilaga Lúsíu eru þekktar allt frá 5. öld og hún var í miklum metum í kirkjunni. Til marks um það þá er hún ein fárra kvenna sem nefndar eru í dýrlingatali kirkjunnar þegar á 7. öld. Messudagur hennar er 13. desember – á myrkasta tíma ársins.

Áfram

Hvað er í pakkanum?

Á bernskuárum sínum áttu börnin mín það til að teikna og lita á pappír, brjóta hann saman, líma og gefa mér. Gjöfin var umbúðirnar einar, ekkert var í pakkanum. Getur verið að við hin eldri förum stundum svipað að?

Áfram

Safnaðarsalur Lindakirkju vígður

Lindakirkja

Safnaðarsalur Lindakirkju verður vígður af Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands, á þriðja sunnudegi í aðventu, þann 14. desember. Kór Lindakirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Keith Reed organista. Helga Magnúsdóttir syngur einsöng.  Prestar safnaðarins þjóna ásamt biskupi við vígsluna.

Áfram

Tuttugu og fimm ára vígsluafmæli Áskirkju

Komið

Tuttugu og fimm ára vígsluafmæli Áskirkju í Reykjavík verður fagnað á sunnudaginn kemur, 3. sunnudag í aðventu. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson prédikar við hátíðarmessu kl. 13 og helgar nýjan, steindan glugga í kór kirkjunnar í upphafi athafnar.

Áfram

Prestsvígsla í Hóladómkirkju

Hóladómkirkja

Prestvígsla verður í Hóladómkirkju, sunnudaginn 14. desember kl. 17.00. Vígslubiskup, sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígir Ursulu Árnadóttur sem skipuð hefur verið sóknarprestur í Skagastrandarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi.

Áfram