Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Tvöfalt fleiri biðja um aðstoð

Vatn

 Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er hafin. „Undanfarin ár hefur jólasöfnunin runnið til vatnsverkefna okkar í Afríku,” segir Jónas Þórir Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins og bætir við: „Við höfðum búið okkur undir að gera það sama í ár en þegar þessar efnahagsþrengingar dundu yfir þjóðina ákvað stjórn Hjálparstarfs kirkjunnar að nú yrði safnað til hjálpar innanlands líka.”

Áfram

Kyrrð á aðventu

Skálholtsdómkirkja

Helgina 12.-14. desember verða haldnir kyrrðardagar á aðventu. Hjónin Kristinn Ólason rektor og Harpa Hallgrímsdóttir munu annast dagskrá þar sem áhersla verður lögð á erindi aðventunnar, aðventu- og jólasálma. Því má segja að þessi helgi muni m.a. einkennast af jólasöng. Mikil eftirspurn hefur verið eftir kyrrðardögum að undanförnu og var þess vegna ákveðið að bjóða þessa aukadaga.

Áfram

Óðurinn til kærleikans á aðventu

 Trifolia - mynd: Sigurður Árni Þórðarson

Kærleikurinn verður ekki önugur yfir því að börnin þvælist fyrir í jólaönnunum, heldur gleðst yfir því að þau séu þátttakendur. Kærleikurinn ryðst ekki fram í búðinni á Þorláksmessu þó aðeins sé eitt eintak eftir af nýjasta símanum af réttri tegund.

Áfram

Guðríðarkirkja heimsótt fyrir vígslu

Guðríðarkirkja

Á öðrum sunnudegi í aðventu verður hin nýja Guðríðarkirkja í Grafarholti í Reykjavík vígð af biskupi Íslands. Aðeins eru liðnir fjórtán mánuðir síðan fyrsta skóflustungan var tekin og verkið hefur gengið. Biskupafundur heimsótti kirkjuna í dag og kynntu fulltrúar sóknarinnar hina nýju kirkju. 

Áfram