Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Þrjú sækja um Skagastrandarprestakall

Hólaneskirkja"

Þrír umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Skagastrandarprestakalli, Húnavatnsprófastsdæmi. Frestur til að skila inn umsóknum rann út 14. nóvember síðastliðinn. Embættið veitist frá 1. desember næstkomandi.

Áfram

Myrkrið umlykur mig

Friðarganga

Þegar augun venjast dimmunni sjáum við eitt og annað nýtt. Kanski eitthvað sem vekur réttlætiskend okkar og gildismat. Sjáum lífsmáta okkar eða samskipti við annað fólk. Í myrkrinu höfum við möguleika á hvíld og möguleika til að sjá hvað þar leynist ef við hrekjum ekki allt myrkur á brott með ljósadýrð.

Áfram

Sú þjóð sem í myrkri gengur

Gangur

Löngum hef ég staðið sjálfan mig að því að efast um þær mögnuðu og oft og tíðum hörmulegu frásagnir sem finna má í ritum spámanna Gamla testamentisins og lúta að örlögum Ísraels. Hefur mér fundist sem lýsingarnar gangi of langt og lýsi öðru en raunveruleikanum.

Áfram

Barðskirkja í Fljótum 120 ára.

Sálmasöngur - mynd: Árni Svanur Daníelsson

Þann 18. nóvember á Barðskirkja í Fljótum 120 ára vígsluafmæli og verður þeirra tímamóta minnst með hátíðlegum hætti. Í tilefni afmælisins verður efnt til hátíðarguðsþjónustu í Barðskirkju kl. 14 sunnudaginn 23. nóvember. 

Áfram

Fjallað um sorg og áföll í Háteigskirkju

Liljur

Sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur  fjallar um sorg og sorgarviðbrögð á samveru í safnaðarheimili Háteigskirkju á morgun þriðjudag kl. 20. Er þetta fyrsta af slíkum samverum sem verða um þetta efni nú á næstunni.

Áfram

María Magdalena – vegastjarna eða vændiskona?

María

Um þessar mundir er að koma út bókin María Magdalena- vegastjarna eða vændiskona eftir undirritaðann. Salka gefur bókina út. Í þessari bók er farinn rannsóknarleiðangur aftur í aldir til að öðlast gleggri mynd af einni dularfyllstu persónu fornaldar, Maríu Magdalenu.

Áfram