Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Ljós, steinar og rósir

Rósir

Múrsteinar eru tákn fyrir götuna eða götulífið. Öll reynsla lífsins, hversdagurinn, allur vanmáttur, gleði og sorg, fær sinn stað í kirkjunni. Gatan sem við reikum um, hlaupum á eða ökum um þekkir hvert okkar spor. Það líf sem við lifum er tekið með inn í helgidóminn og þar er lífið í öllum sínum myndum helgað og hreinsað.

Áfram

Alþjóðleg bænavika KFUM og KFUK

Alþjóðleg

Dagana 9. – 15. nóvember verður alþjóðleg bænavika KFUM og KFUK. Yfirskrift vikunnar er „Borin frjáls – borin jöfn: Réttlæti og friður kyssast.“ Þann 10. desember næst komandi eru liðin 60 ár frá því að alþjóðasamfélagið samþykkti Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og vilja alþjóðasambönd KFUM og KFUK tileinka bænavikuna þeim tímamótum. 

Áfram

Æskan fyrir Krist

Norrænt

Æskan fyrir Krist“, er kjörorð Kristilegra skólasamtaka (KSS) sem hafa starfað meðal ungs fólks á aldrinum 15– 20 ára í rúm 60 ár. Systurhreyfing KSS er Kristilegt stúdentafélag (KSF) sem er félagsskapur kristinna stúdenta við háskólana.

Áfram

Söngleikurinn Litla Ljót sýndur í Fella- og Hólakirkju

Listasmiðjan

„Litróf“ er listasmiðja fyrir börn á aldrinum 8- 15 ára. Þátttakendur eru íslensk börn og börn innflytjenda. Helstu áhersluatriði listasmiðjunnar eru á sviði tónlistar, dans, listrænnar hreyfingar og annarrar listsköpunar. Áhersla er á að kynna börnunum íslenska list og list frá öðrum löndum til að kenna þeim að meta ólíka menningarheima.   Lögð er áhersla á að þessi vettvangur verði til að laða fólk á öllum aldri, af ólíkum menningarheimum, saman til uppbyggilegs starfs og viðburða. 

Áfram

Fjölmennt norrænt stúdentamót í Vatnaskógi

Þátttakendur

Norrænt stúdentamót var haldið í Vatnaskógi dagana 16. – 19. október og komu þar saman 104 háskólastúdentar af öllum Norðurlöndunum. Stúdentamótið er haldið á hverju ári af NOSA (Nordisk samarbejdsorganet), sem er samstarfsvettvangur kristilegra skólahreyfinga á Norðurlöndunum. Að þessu sinni var mótið á ábyrgð Íslendinga og sáu stúdentar í KSF (Kristilegu stúdentafélagi) um skipulagningu mótsins.

Áfram

Íslenski söfnuðurinn í Lundúnum fagnar 25 ára afmæli

Frá

 Íslenski söfnuðurinn í Lundúnum fagnaði 25 ára starfsafmæli síðastliðinn sunnudag að viðstöddu fjölmenni sem kom víða að frá Bretlandi.  Sr. Sigurður Arnarson, prestur Íslendinga í Lundúnum prédikaði og þjónaði fyrirr altari ásamt sr. Jóni Aðalsteini Baldvinssyni, vígslubiskupi á Hólum og fyrsta presti safnaðarins.  

Áfram