Reykhólaprestakall

 

Helgihald um jól í Reykhólaprestakalli

25.des. (Jóladag) kl.11.00 er Hátíðarguðsþjónusta í Reykhólakirkju. 

25.des. (Jóladag) kl.13.00 er Hátíðarguðsþjónusta í Garpsdalskirkju. 

26.des. (Annan dag jóla) kl.14.30 er Hátíðarguðsþjónusta í Staðarhólskirkju. 

26.des.(Annan dag jóla) kl.17.00 er Hátíðarguðsþjónusta í Skarðskirkju. 

Séra Hildur Björk Hörpudóttir þjónar í helgihaldinu, Ingimar Ingimarsson organisti spilar og kór Reykhólaprestakalls leiðir söng. 

Aðventu og kærleikskveðjur til ykkar allra!

Hildur Björk Hörpudóttir, 29/11 2017

Þriðja helgin í aðventu

14.des. kl.18.00 er Aðventukvöld í Staðarhólskirkju og Pálínuboð á eftir.

14.des. kl.20.00 er Aðventukvöld í Garpsdalskirkju.

 17.des. kl.18.00 er Aðventumessa í Gufudalskirkju.

 

Hildur Björk Hörpudóttir, 29/11 2017

Fyrsta helgin í aðventu

Fyrsta helgin í aðventu!

30.nóv er Jólaföndur æskulýðsfélagsins kl.20.00 í Reykhólakirkju.

3.des kl.11. í Tjarnarlundi er Jólaball sameiginlegs sunnudagaskóla Dala- og Reykhólaprestakalla. Söngkonan Helga Möller mætir og syngur með krökkunum, jólasveinar, glens og gleði.

 3.des. kl.14.45 er aðventuhelgistund í Barmahlíð og allir velkomnir.

Hildur Björk Hörpudóttir, 29/11 2017

Helgihald og dagskráin framundan!

Kóræfingar á þriðjudagskvöldum kl.20.30 og barnakórsæfingar á fimmtudögum kl.15.15

Næsta föstudagskvöld kl.20.00 er Ljósamessa í Reykhólakirkju.

Á laugardaginn er sundlaugarpartý æskulýðsfélagsins frá 19.00-21.30 (matur og sund) í Grettislaug.

Á sunnudaginn kl.11 er næstsíðasti sunnudagaskólinn í Tjarnarlundi og verður hann tileinkaður hveiti! Því þurfa allir að mæta í fötum sem þola hveiti…og smá bakstur.

Á sunnudaginn verður einnig helgistund í Barmahlíð kl.14.45 og eru ávallt allir velkomnir í hana.

Hildur Björk Hörpudóttir, 17/11 2017

Aflýst vegna veðurs!

Allri dagskrá sunnudagsins 5.nóv í Reykhólaprestakalli er aflýst vegna veðurs en veðurstofa Íslands hefur sent frá sér stormviðvörun.

Kær kveðja!

Hildur Björk Hörpudóttir, 4/11 2017

Þessi vika!

Í dag er kóræfing kl.20.30 og á fimmtudag er barnakórsæfing kl.15.15. í Reykhólakirkju.

Á föstudag kl.20.00 er æskulýðsfélagsfundur og ætlum við að heimsækja Barmahlíðina okkar, spila og eiga notalega stund saman.

Fermingarfræðsla er í Tjarnarlundi kl.13.00 á laugardaginn.

Á sunnudag er sunnudagaskóli kl.11.00 í Tjarnarlundi og þema þessa dags eru náttföt og bangsar! Léttur hádegismatur í boði.

Einnig er á sunnudag helgistund í Barmahlíð kl.14.30 og svo Ljósamessa kl.20.00 í kirkjunni á Stað.

Hlakka til að sjá ykkur í sem allra flestu!

Hildur Björk Hörpudóttir, 31/10 2017

Á döfinni þessa vikuna

Á döfinni…
Á þriðjudag er kóræfing kl.20.30 eins og alltaf í vetur. Eru allir hvattir til að mæta á aldrinum 13-100 ára sem hafa áhuga á góðum og gefandi félagsskap og söng.
Á miðvikudaginn næsta og föstudag eru í boði sálgæslutímar og er bæði hægt að bóka tíma eða einfaldlega mæta í prestsbústaðinn.
Á fimmtudag er því miður ekki barnakór þar sem organistinn okkar þarf að skella sér út fyrir landssteinana en hann verður á fimmtudaginn eftir viku á sama tíma og auglýst hefur verið kl.15.15.
Á fimmtudaginn er þó æsispennandi gistinótt æskulýðsfélagsins með pompi og prakt. Mæting kl.19.00 í prestsbústað í pizzuát og svo förum við þaðan gangandi til kirkju.
Á laugardaginn er fermingarfræðsla frá kl.12.00-15.00 í prestsbústað.
Á sunnudaginn er virkilega skemmtilegur sunnudagaskóli þar sem allir eru hvattir til að mæta í Tjarnarlund í málarafötum og hungraðir í pulsur!
Á sunnudaginn er einnig helgistund í Barmahlíð kl.14.30 sem allir eru velkomnir í eins og alltaf.
Bestu kveðjur!

Hildur Björk Hörpudóttir, 16/10 2017

Sunnudagaskóli og helgistund

Ég minni á sunnudagaskólann í Tjarnarlundi næstkomandi sunnudag. Allir fá límmiða, bænabók og plakat 
Á boðstólnum eftir stundina verður svo pizza og djús.

Einnig verður helgistund á Barmahlíð kl.14.30 á sunnudaginn og eru allir velkomnir.

Hlakka til að sjá ykkur!

Hildur Björk Hörpudóttir, 6/10 2017

Sunnudagaskólinn!

Sunnudagaskóli Reykhóla- og Dalaprestakalls

Við ákváðum að ýta meira undir samstarfið á milli prestakallana hérna og nýta nú svolítið meira frábæra félagsheimilið í Tjarnarlundi. Auðvitað endurskoða ég þetta allt um áramótin ef ykkur finnst þetta ekki ganga ;)

Eftirfarandi sunnudaga verður stórskemmtilegur sunnudagaskóli í Tjarnarlundi þar sem við ætlum að koma sama og leika okkur, syngja, föndra, hlusta á Biblíusögur, horfa á Nebba og Hafdísi og Klemma og margt margt fleira! Allar stundirnar byrja kl.11.00 og eru til 12.30 með léttum hádegismat.

Sunnudaginn 8.okt byrjar fjörið í Tjarnarlundi!
Sunnudaginn 22.okt.. allir að mæta í málningarfötum!
Sunnudaginn 5.nóv..allir að mæta í náttfötum og með bangsa!
Sunnudaginn19.nóv..allir að mæta í fötum sem má fara hveiti í!
Sunnudaginn 3.des..allir að mæta í dansfötunum sínum!

Kær kveðja!

P.S. Fermingarbörnin eru í skyldumætingu í sunnudagaskólann sem leiðbeinendur :)

Hildur Björk Hörpudóttir, 26/9 2017

Ferð Prestafélags Vestfjarða til Ísraels

Dagana 27. september til 5. október ætlar Prestafélag Vestfjarða að vera í Ísrael og heimsækja söguslóðir Gamla og Nýja testamentisins, skoða helga staði og hlýða á fyrirlestra. Ferðin er farin í samstarfi við sænsku guðfræðistofnunina í Jerúsalem.
Meðan sóknarpresturinn á Reykhólum er í burtu mun sr. Sigríður Óladóttir sóknarprestur á Hólmavík annast alla prestsþjónustu. Síminn hjá sr. Sigríði er 862-3517.

Hildur Björk Hörpudóttir, 26/9 2017

Kirkjan á Reykhólum stendur opin. Þangað er þér velkomið að leita til þess að finna frið og ró í húsi Guðs.

Viðtalstímar eftir samkomulagi

Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, sóknarprestur:
S. 434 7716 - GSM. 699 5779

Sunnudagur

Sunnudagaskóli í Reykhólakirkju annan hvern sunnudag kl. 11:00 yfir vetrartímann.
Barmahlíð - Helgistund kl.15:00 annan hvern sunnudag.

Dagskrá ...