Reykhólaprestakall

 

Á döfinni þessa vikuna

Á döfinni…
Á þriðjudag er kóræfing kl.20.30 eins og alltaf í vetur. Eru allir hvattir til að mæta á aldrinum 13-100 ára sem hafa áhuga á góðum og gefandi félagsskap og söng.
Á miðvikudaginn næsta og föstudag eru í boði sálgæslutímar og er bæði hægt að bóka tíma eða einfaldlega mæta í prestsbústaðinn.
Á fimmtudag er því miður ekki barnakór þar sem organistinn okkar þarf að skella sér út fyrir landssteinana en hann verður á fimmtudaginn eftir viku á sama tíma og auglýst hefur verið kl.15.15.
Á fimmtudaginn er þó æsispennandi gistinótt æskulýðsfélagsins með pompi og prakt. Mæting kl.19.00 í prestsbústað í pizzuát og svo förum við þaðan gangandi til kirkju.
Á laugardaginn er fermingarfræðsla frá kl.12.00-15.00 í prestsbústað.
Á sunnudaginn er virkilega skemmtilegur sunnudagaskóli þar sem allir eru hvattir til að mæta í Tjarnarlund í málarafötum og hungraðir í pulsur!
Á sunnudaginn er einnig helgistund í Barmahlíð kl.14.30 sem allir eru velkomnir í eins og alltaf.
Bestu kveðjur!

Hildur Björk Hörpudóttir, 16/10 2017

Sunnudagaskóli og helgistund

Ég minni á sunnudagaskólann í Tjarnarlundi næstkomandi sunnudag. Allir fá límmiða, bænabók og plakat 
Á boðstólnum eftir stundina verður svo pizza og djús.

Einnig verður helgistund á Barmahlíð kl.14.30 á sunnudaginn og eru allir velkomnir.

Hlakka til að sjá ykkur!

Hildur Björk Hörpudóttir, 6/10 2017

Sunnudagaskólinn!

Sunnudagaskóli Reykhóla- og Dalaprestakalls

Við ákváðum að ýta meira undir samstarfið á milli prestakallana hérna og nýta nú svolítið meira frábæra félagsheimilið í Tjarnarlundi. Auðvitað endurskoða ég þetta allt um áramótin ef ykkur finnst þetta ekki ganga ;)

Eftirfarandi sunnudaga verður stórskemmtilegur sunnudagaskóli í Tjarnarlundi þar sem við ætlum að koma sama og leika okkur, syngja, föndra, hlusta á Biblíusögur, horfa á Nebba og Hafdísi og Klemma og margt margt fleira! Allar stundirnar byrja kl.11.00 og eru til 12.30 með léttum hádegismat.

Sunnudaginn 8.okt byrjar fjörið í Tjarnarlundi!
Sunnudaginn 22.okt.. allir að mæta í málningarfötum!
Sunnudaginn 5.nóv..allir að mæta í náttfötum og með bangsa!
Sunnudaginn19.nóv..allir að mæta í fötum sem má fara hveiti í!
Sunnudaginn 3.des..allir að mæta í dansfötunum sínum!

Kær kveðja!

P.S. Fermingarbörnin eru í skyldumætingu í sunnudagaskólann sem leiðbeinendur :)

Hildur Björk Hörpudóttir, 26/9 2017

Ferð Prestafélags Vestfjarða til Ísraels

Dagana 27. september til 5. október ætlar Prestafélag Vestfjarða að vera í Ísrael og heimsækja söguslóðir Gamla og Nýja testamentisins, skoða helga staði og hlýða á fyrirlestra. Ferðin er farin í samstarfi við sænsku guðfræðistofnunina í Jerúsalem.
Meðan sóknarpresturinn á Reykhólum er í burtu mun sr. Sigríður Óladóttir sóknarprestur á Hólmavík annast alla prestsþjónustu. Síminn hjá sr. Sigríði er 862-3517.

Hildur Björk Hörpudóttir, 26/9 2017

Helgistund á Barmahlíð

Helgistund verður á hjúkrunarheimilinu Barmahlíð á morgun kl.14.30.

Allir velkomnir, gleði og söngur!

Hildur Björk Hörpudóttir, 23/9 2017

Æskulýðsfélagið Kirkjulubbar!

Æskulýðsfélagið Kirkjulubbar

Æskulýðsfélagið Kirkjulubbar fór vel af stað síðastliðinn fimmtudag en þá vorum við svo heppin að fá hana Önnu Arnardóttur, starfsmann Spilavina, til að kenna okkur ný spil og hópleiki.

Einnig var ákveðin dagkrá vetursins og að fara í vorferð til Akureyrar!

Hildur Björk Hörpudóttir, 23/9 2017

Vetrardagskrá Reykhólaprestakalls

 Kæru íbúar Reykhólaprestakalls!

Nú hefst veturinn okkar af krafti og er ætlunin að leiða öflugt og gefandi helgihald og safnaðarstarf.

 

Kóræfingar verða öll þriðjudagskvöld kl.20.30

Barnakórsæfingar verða alla fimmtudaga kl.15.10-16.00

AA fundir verða á miðvikudagskvöldum kl.20.00

Æskulýðsfélagið verður annað hvert fimmtudagskvöld kl.20.00

Fermingarfræðsla fer fram einu sinni í mánuði á laugardögum.

Sunnudagaskólinn verður annan hvern sunnudag kl.11.00

Kirkjubrall, verkefnamiðuð helgistund fyrir alla, verður í des.

Helgistundir á Barmahlíð verða annan hvern sunnudag kl.14.30

Sálgæsluviðtöl verða í boði í prestbústað aðra hverja viku en ávallt má leita til sóknarprests í síma utan hefðbundins viðtalstíma.

Aðventukvöldin verða þrjú talsins og öll á aðventunni.

Messur og helgihald verður á sínum stað og reynt að messa í öllum kirkjunum okkar í vetur.

Verið innilega velkomin í kirkjurnar ykkar og safnaðarstarfið í vetur og megi trú, von og kærleikur ríkja!

 

Með okkar allra bestu kveðjum!

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir, Ingimar Ingimarsson organisti og starfsfólk Reykhólaprestakalls.

Heimasíða prestakallsins: http://kirkjan.is/reykholar/

Facebooksíða prestakallsins: https://www.facebook.com/groups/275273329642758/?fref=ts

Hildur Björk Hörpudóttir, 14/9 2017

Fermingarfræðsluvika í Vatnaskógi fyrir fermingarbörn Reykhólaprestakalls

 

Nú hafa fermingarbörn Reykhólaprestakalls og sr.Hildur Björk Hörpudóttir lokið við skemmtilega og fræðandi fermingarfræðsluviku í Vatnaskógi. Fengu fermingarbörnin að kynnast ólíkum messum, bænarstundum og fræðslu ásamt því að skemmta sér á kvöldvökum, balli og nýta sér allt sem Vatnaskógur hefur upp á að bjóða.

 

Hildur Björk Hörpudóttir, 26/8 2017

Héraðsfundur 3.sept

Sunnudaginn 3. september 2017 verður héraðsfundur Vestfjarðaprófastsdæmis haldinn.  Dagskráin hefst með messu í Sauðlauksdalskirkju við sunnanverðan Patreksfjörð.  Síðan verður snæddur hádegisverður á Patreksfirði.  Sjálfur héraðsfundurinn verður svo haldinn í safnaðarheimilinu á Patreksfirði.  Nánari dagskrá hefur verið send á sóknarnefndir og kirkjuþingsfulltrúa.

 

Hildur Björk Hörpudóttir, 8/8 2017

Messuhald í ágúst í Reykhólaprestakalli

Hátíðarmessa verður í Flatey laugardaginn 12.ágúst og er hún hluti af dagskrá Flateyjardaga.

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir annast helgihaldið og Ingimar Ingimarsson organisti leiðir kór Reykhólaprestakalls og söfnuð í söng.

 

Sumarmessa verður í Skálmarnesmúlakirkju, laugardaginn 19. ágúst kl.14.00.

Eftir messu verður messukaffi þar sem allir setja eitthvað á borðið hjá henni Þuríði í Skálmarnesmúla og við njótum og eigum skemmtilega og nærandi stund saman.

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir sóknarprestur annast helgihaldið og Steinþór Arnarsson organisti mætir með harmóníkuna og leiðir safnaðarsöng.

 

Góðar stundir!

Hildur Björk Hörpudóttir, 1/8 2017

Kirkjan á Reykhólum stendur opin. Þangað er þér velkomið að leita til þess að finna frið og ró í húsi Guðs.

Viðtalstímar eftir samkomulagi

Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, sóknarprestur:
S. 434 7716 - GSM. 699 5779

 

Reykhólaprestakall, Hellisbraut 4, 380 Reykhólum. Sími 434 7716 , fax 434 7716 · Kerfi RSS