Reykhólaprestakall

 

Héraðsfundur 3.sept

Sunnudaginn 3. september 2017 verður héraðsfundur Vestfjarðaprófastsdæmis haldinn.  Dagskráin hefst með messu í Sauðlauksdalskirkju við sunnanverðan Patreksfjörð.  Síðan verður snæddur hádegisverður á Patreksfirði.  Sjálfur héraðsfundurinn verður svo haldinn í safnaðarheimilinu á Patreksfirði.  Nánari dagskrá hefur verið send á sóknarnefndir og kirkjuþingsfulltrúa.

 

Hildur Björk Hörpudóttir, 8/8 2017

Messuhald í ágúst í Reykhólaprestakalli

Hátíðarmessa verður í Flatey laugardaginn 12.ágúst og er hún hluti af dagskrá Flateyjardaga.

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir annast helgihaldið og Ingimar Ingimarsson organisti leiðir kór Reykhólaprestakalls og söfnuð í söng.

 

Sumarmessa verður í Skálmarnesmúlakirkju, laugardaginn 19. ágúst kl.14.00.

Eftir messu verður messukaffi þar sem allir setja eitthvað á borðið hjá henni Þuríði í Skálmarnesmúla og við njótum og eigum skemmtilega og nærandi stund saman.

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir sóknarprestur annast helgihaldið og Steinþór Arnarsson organisti mætir með harmóníkuna og leiðir safnaðarsöng.

 

Góðar stundir!

Hildur Björk Hörpudóttir, 1/8 2017

Sumarfrí sóknarprests

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir er í sumarfríi erlendis dagana 13.-27.júlí. Sr. Sigríður Óladóttir á Hólmavík leysir af á meðan og er hún með síma:862-3517.

Sumarkveðjur!

Hildur Björk Hörpudóttir, 9/7 2017

Léttmessa á Reykhóladögum

Sunnudaginn 30.júlí verður léttmessa í Reykhólakirkju. Er þetta skemmtilegur liður á Reykhóladögum þar sem ungir og aldnir koma saman á Reykhólum og eiga góðar og ljúfar stundir.

Messan hefst kl.13.00 og munum við syngja saman létt lög sem flestir kunna og hlusta á hugleiðingu um von og æðruleysi sem fylgir oft sumri.

Góða stundir!

Hildur Björk Hörpudóttir, 3/7 2017

Aðalsafnaðarfundur Gufudals og Reykhólasóknar

Aðalsafnaðarfundur Gufudals og Reykhólasóknar verður sunnudaginn 11.júní kl.16.00 í Reykhólakirkju.

Dagskrá:

 1. Gert grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
 2. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir s.l. ár.
 3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
 4. Ákvarðanir um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
 5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til 4ra ára.
 6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs ásamt varamönnum þeirra til árs í senn.
 7. Kosning í aðrar nefndir og ráð þ.m.t. kjörnefnd fyrir vígslubiskupskjör.
 8. Önnur mál.

Hildur Björk Hörpudóttir, 4/6 2017

Fermingarmessa og helgistund í Barmahlíð

Laugardaginn 10.júní er fermingarmessa í Reykhólakirkju kl.13.00. en þá verður Tindur Ólafur Guðmundsson fermdur.

Sunnudaginn 11.júní kl.15.00 er helgistund á Barmahlíð, verið innilega velkomin.

Sumarkveðjur!

Hildur Björk Hörpudóttir, 3/6 2017

Fermingarmessa og helgistund í Barmahlíð

Fermingarmessa verður laugardaginn 20.maí kl.14.00 í Reykhólakirkju en þá mun Valdimar Ólafur Arngrímsson fermast.

Sunnudaginn 21.maí verður helgistund í Barmahlíð kl.15.00 og aðalsafnaðarfundur Skarðssóknar kl.20.00 á Skarði.

Ljúfar stundir!

Hildur Björk Hörpudóttir, 15/5 2017

Aðalsafnaðarfundur Skarðssóknar

Aðalsafnaðarfundur Skarðssóknar verður sunnudaginn 21.maí kl.20.00 á Skarði.

Dagskrá:

 1. Gert grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
 2. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir s.l. ár.
 3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
 4. Ákvarðanir um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
 5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til 4ra ára.
 6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs ásamt varamönnum þeirra til árs í senn.
 7. Kosning í aðrar nefndir og ráð.
 8. Önnur mál.

Hildur Björk Hörpudóttir, 8/5 2017

Sunnudagaskólahátíð og helgistund í Barmahlíð

Sunnudagaskólahátíð!

Verið innilega velkomin á Sunnudagaskólahátíð Dala-, Hólmavíkur- og Reykhólaprestakalls í Tjarnarlundi sunnudaginn 30.apríl kl.12.00

Stoppleikhópurinn ætlar að sýna okkur leikritið “Ósýnilegi vinurinn” og við ætlum að leika og syngja saman. Eftir stundina er öllum boðið upp á pylsur og svala.

Helgistund verður svo í Barmahlíð kl.15.00.

Góðar stundir

 

Hildur Björk Hörpudóttir, 27/4 2017

Aðalsafnaðarfundur Staðarhólssóknar

Aðalsafnaðarfundur Staðarhólsskónar verður haldinn fimmtudaginn 27.apríl kl. 20:00 í Tjarnalundi.

Dagskrá:

 1. Gert grein fyrir starfsemi og rekstri sóknanna á liðnu starfsári.
 2. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga sókna og kirkjugarða fyrir s.l. ár.
 3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
 4. Ákvarðanir um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
 5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til 4ra ára.
 6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs ásamt varamönnum þeirra til árs í senn.
 7. Kosning í aðrar nefndir og ráð.
 8. Önnur mál (meðal annars um kirkjugarðinn).

Hildur Björk Hörpudóttir, 17/4 2017

Kirkjan á Reykhólum stendur opin. Þangað er þér velkomið að leita til þess að finna frið og ró í húsi Guðs.

Viðtalstímar eftir samkomulagi

Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, sóknarprestur:
S. 434 7716 - GSM. 699 5779

 

Reykhólaprestakall, Hellisbraut 4, 380 Reykhólum. Sími 434 7716 , fax 434 7716 · Kerfi RSS