Reykhólaprestakall

 

Aðalsafnaðarfundur Gufudals og Reykhólasóknar

Aðalsafnaðarfundur Gufudals og Reykhólasóknar verður sunnudaginn 11.júní kl.16.00 í Reykhólakirkju.

Dagskrá:

 1. Gert grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
 2. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir s.l. ár.
 3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
 4. Ákvarðanir um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
 5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til 4ra ára.
 6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs ásamt varamönnum þeirra til árs í senn.
 7. Kosning í aðrar nefndir og ráð þ.m.t. kjörnefnd fyrir vígslubiskupskjör.
 8. Önnur mál.

Hildur Björk Hörpudóttir, 4/6 2017

Fermingarmessa og helgistund í Barmahlíð

Laugardaginn 10.júní er fermingarmessa í Reykhólakirkju kl.13.00. en þá verður Tindur Ólafur Guðmundsson fermdur.

Sunnudaginn 11.júní kl.15.00 er helgistund á Barmahlíð, verið innilega velkomin.

Sumarkveðjur!

Hildur Björk Hörpudóttir, 3/6 2017

Fermingarmessa og helgistund í Barmahlíð

Fermingarmessa verður laugardaginn 20.maí kl.14.00 í Reykhólakirkju en þá mun Valdimar Ólafur Arngrímsson fermast.

Sunnudaginn 21.maí verður helgistund í Barmahlíð kl.15.00 og aðalsafnaðarfundur Skarðssóknar kl.20.00 á Skarði.

Ljúfar stundir!

Hildur Björk Hörpudóttir, 15/5 2017

Aðalsafnaðarfundur Skarðssóknar

Aðalsafnaðarfundur Skarðssóknar verður sunnudaginn 21.maí kl.20.00 á Skarði.

Dagskrá:

 1. Gert grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
 2. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir s.l. ár.
 3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
 4. Ákvarðanir um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
 5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til 4ra ára.
 6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs ásamt varamönnum þeirra til árs í senn.
 7. Kosning í aðrar nefndir og ráð.
 8. Önnur mál.

Hildur Björk Hörpudóttir, 8/5 2017

Sunnudagaskólahátíð og helgistund í Barmahlíð

Sunnudagaskólahátíð!

Verið innilega velkomin á Sunnudagaskólahátíð Dala-, Hólmavíkur- og Reykhólaprestakalls í Tjarnarlundi sunnudaginn 30.apríl kl.12.00

Stoppleikhópurinn ætlar að sýna okkur leikritið “Ósýnilegi vinurinn” og við ætlum að leika og syngja saman. Eftir stundina er öllum boðið upp á pylsur og svala.

Helgistund verður svo í Barmahlíð kl.15.00.

Góðar stundir

 

Hildur Björk Hörpudóttir, 27/4 2017

Aðalsafnaðarfundur Staðarhólssóknar

Aðalsafnaðarfundur Staðarhólsskónar verður haldinn fimmtudaginn 27.apríl kl. 20:00 í Tjarnalundi.

Dagskrá:

 1. Gert grein fyrir starfsemi og rekstri sóknanna á liðnu starfsári.
 2. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga sókna og kirkjugarða fyrir s.l. ár.
 3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
 4. Ákvarðanir um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
 5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til 4ra ára.
 6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs ásamt varamönnum þeirra til árs í senn.
 7. Kosning í aðrar nefndir og ráð.
 8. Önnur mál (meðal annars um kirkjugarðinn).

Hildur Björk Hörpudóttir, 17/4 2017

Helgihald um Páska

Kæri söfnuður,

Hátíðarmessa verður í Reykhólakirkju kl.11.00 á Páskadag.

Hátíðarmessa verður í Staðarhólskirkju kl.11.00 á annan í Páskum.

Organisti er Steinþór Logi Arnarsson, kór prestakallsins syngur með okkur og sóknarprestur þjónar.

Ég óska ykkur friðar og gleði á þessum páskum og hlakka til að sjá ykkur í messum.

Gleðilega hátíð!

Hildur Björk Hörpudóttir, 13/4 2017

Dansnótt, páskaeggjasunnudagaskóli og helgistund

Næstu helgi verður líf og fjör í kirkjunni okkar.

Dansnótt verður hjá æskulýðsfélaginu frá föstudegi til laugardags og eru þau að safna sér fyrir menningarferð til Reykjavíkur í maí.

Páskaeggja-og föndur sunnudagaskóli með miklu fjöri!! Hann hefst kl.11.00 í Reykhólakirkju.

Helgistund verður í Barmahlíð kl.15.00 og er öllum opin.

Góðar stundir.

Hildur Björk Hörpudóttir, 5/4 2017

Sund-æskulýðsmessa og helgistund í Barmahlíð næsta sunnudag :)

Kæra dásamlega fólk!

Þessir síðustu mánuðir hafa verið frekar erfiðir og áföll og erfiðleikar sett mark sitt á samfélagið okkar. Því fengu krakkarnir í æskulýðsfélaginu þá stórgóðu hugmynd að við myndum öll koma saman og eiga góða og skemmtilega stund þar sem náungakærleikur og gleði væri í fyrirrúmi.

Börnin og unglingarnir í prestakallinu hafa lagt heilmikla vinnu á sig til þess að búa til sína eigin sund-æskulýðsmessu sem verður næsta sunnudag kl.11 í Grettislaug sem þau vona innilega að þið mætið í. Þau hafa samið hluta af predikun, allar bænirnar sem verða fluttar, valið lögin, búið til persónulega hrósmiða, æft altarisgöngu o.s.frv.

Þema dagsins verður “Jesús gengur á vatni” og ætlum við að gá hvort við getum eitthvað slíkt og svo ætlum við að syngja sama og eiga virkilega góða stund. Hann Steinþór Logi organistinn okkar verður á sundlaugarbakkanum með harmonikkuna og góða skapið og eftir stundina verða grillaðar pulsur og safar.

Við hvetjum alla, unga sem aldna, til að mæta og það er alls ekki nauðsynlegt að fara ofan í laugina, það má líka bara hafa það gaman á bakkanum eða í heita pottinum :)

Einnig verður helgistund í Barmahlíð kl.15.00 þar sem Steinþór Logi mun spila fallega sálma og lög. Stundin er opin öllum.

 

Hildur Björk Hörpudóttir, 9/3 2017

Aðalsafnaðarfundur Gufudals og Reykhólasóknar

Aðalsafnaðarfundur hinnar nýju Gufudals og Reykhólasóknar verður haldinn föstudaginn 10.mars kl. 17:00 í Reykhólakirkju.

Dagskrá:

 1. Gert grein fyrir starfsemi og rekstri sóknanna á liðnu starfsári.
 2. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga sókna og kirkjugarða fyrir s.l. ár.
 3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
 4. Ákvarðanir um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
 5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til 4ra ára.
 6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs ásamt varamönnum þeirra til árs í senn.
 7. Kosning í aðrar nefndir og ráð.
 8. Önnur mál.

Hildur Björk Hörpudóttir, 6/3 2017

Kirkjan á Reykhólum stendur opin. Þangað er þér velkomið að leita til þess að finna frið og ró í húsi Guðs.

Viðtalstímar eftir samkomulagi

Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, sóknarprestur:
S. 434 7716 - GSM. 699 5779

 

Reykhólaprestakall, Hellisbraut 4, 380 Reykhólum. Sími 434 7716 , fax 434 7716 · Kerfi RSS