Reynivallaprestakall

 

“Nú árið er liðið” í Brautarholtskirkju á gamlársdag kl.17

Kerti í kirkju

Kerti í kirkju

Árið verður kvatt í Brautarholtskirkju með aftansöng kl.17 á gamlársdag. Guðmundur Ómar Óskarsson organisti leiðir kirkjukór Reynivallaprestakalls og kirkjugesti í fallegum áramóta sálmum. Sunginn verður sálmurinn Nú árið er liðið og Þjóðsöngurinn.  Sr. Arna Grétarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari.

Verið hjartanlega velkomin til kirkju á gamlárskvöld.

Arna Grétarsdóttir, 23/12 2017

Hátíðarmessa á jóladag kl.14 í Reynivallakirkju

Jólastjarna

Jólastjarna

Jóladagur í Reynivallakirkju kl.14.

Hátíðarmessa verður á jóladag kl.14 í Reynivallakirkju. Margrét Grétarsdóttir syngur einsöng við undirleik Guðmundar Ómars Óskarssonar. Kirkjukór Reynivallaprestakalls leiðir sálmasöng og hátíðartón. Ásdís Ólafsdóttir og Sigríður Klara Árnadóttir lesa ritningarlestra. Hreiðar Grímsson hringir inn jólin. Sr. Arna Grétarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari.

Guð gefi ykkur gleði og frið á heilagri jólahátíð!

Arna Grétarsdóttir, 23/12 2017

Aðfangadagur jóla í Brautarholtskirkju kl. 17 og Saurbæjarkirkju kl. 22

Unknown-3Aðfangadagskvöld í Reynivallaprestakalli.

Aftansöngur verður í Brautarholtskirkju á aðfangadag kl.17. María Qing leikur á selló við undirleik Guðmundar Ómars Óskarssonar organista. Kirkjukór Reynivallaprestakalls leiðir sálmasöng og hátíðartón. Sr. Arna Grétarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari.

Aðfangadagskvöld í Saurbæjarkirkju kl.22. Félagar úr kirkjukór Reynivallaprestakalls leiðir söng og hátíðartón. Guðmundur Ómar Óskarsson leikur á orgel. Sr. Arna Grétarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari.

Guð gefi ykkur öllum gleði og frið á heilagri jólahátíð!

Arna Grétarsdóttir, 23/12 2017

Kyrrð og slökun í Brautarholtskirkju

images-3Miðvikudagskvöldið 13. desember kl.20 – 20.30 er boðið til slökunar og kyrrðar í Brautarholtskirkju. Íhugunartónlist, slökun og bæn. Kirkjukórinn syngur inn kyrrðina undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista. Sóknarprestur leiðir slökun og íhugun. Taktu þér 30 mínútur í andlegan jólaundirbúning. Verið hjartanlega velkomin.

Arna Grétarsdóttir, 11/12 2017

Aðventuhátíð í Reynivallakirkju

Unknown-1Aðventuhátíð verður í Reynivallakirkju fyrsta sunnudag í aðventu þann 3. desember kl.20. Formaður sóknarnefndar Sigríður Klara Árnadóttir setur hátíðina og hátíðarræðu flytur Sigurður Guðmundsson Flekkudal. Börnin syngja. Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur leiðir bæn. Kakó og piparkökur í kirkjunni eftir stundina.

Verið hjartanlega velkomin.

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Arna Grétarsdóttir, 27/11 2017

“Opinn eldur” og aðventuhátíð á Kjalarnesi

images-3Gjörningurinn “Opinn eldur” verður fluttur við útialtarið við Esjuberg á Kjalarnesi kl. 17 þann 10. desember n.k og aðventuhátíð í Fólkvangi kl.18 þar sem Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir mun halda hátíðarræðu.

Í ár er haldið upp á það að 500 ár eru síðan Marteinn Lúther, sem kirkjudeild okkar er kennd við, hengdi upp 95 mótmæli til siðbótar á hurð hallarkirkjunnar í Wittenberg. Fyrir réttlætinu barðist Lúther og var bannfærður af páfa fyrir vikið.

Hinn 10. desember árið 1520 brenndi Lúther bannfæringarbréf páfa (Exurge Domine) ásamt nokkrum lagabókum rómversk-kaþólsku kirkjunnar og fleiri ritum sem hann taldi að stangaðist á við boðskap Biblíunnar. Eftir þennan atburð gaf páfi frá sér endanlega bannfæringarskipun eða hinn 3. janúar 1521. Á þeim stað er brennan fór fram í Wittenberg stendur nú Lúthers – eikin.

Mannréttindadagur Sameinuðu þjóðanna er einnig 10. desember og mun Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands flytja stutt ávarp við brennuna. Fulltrúar barna og unglinga, útlendinga, kvenna og fleiri hópa munu á táknrænan hátt brenna það óréttlæti sem fólk hefur orðið fyrir. Samveran “Opinn eldur” er gjörningur þar sem öllum er velkomið að brenna óréttlæti heimsins. Blöð og skriffæri verða á staðnum.

Nefnd um fimm alda minningu siðbótar býður til þessa gjörnings og er Sögufélagið Steini á Kjalarnesi samstarfsaðili ásamt sóknarpresti og sóknarnefnd Brautarholtssóknar. Sögufélagið Steini hefur haft veg og vanda að því að reisa útialtarið við Esjuberg.

Sóknarnefnd Brautarholtssóknar býður til aðventuhátíðar í Fólkvangi að lokinni brennu eða kl.18 og býður gestum upp á heitt kakó og léttar veitingar. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir flytur hátíðarræðu, sunnudagaskólabörnin syngja, Hulda Björnsdóttir leikur á píanó og Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur leiðir bæn.

Verið hartanlega velkomin.

Arna Grétarsdóttir, 27/11 2017

Léttmessa kl.20 í Brautarholtskirkju

facebookauglLéttmessa verður í Brautarholtskirkju sunnudaginn 19. nóvember kl.20. Fermingarbörnin aðstoða sérstaklega við helgihaldið. Kór Reynivallaprestakalls syngur á léttum nótum undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista. Verið velkomin til kvöldstundar í kirkjunni.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í Fólkvangi kl.11. Umsjón hefur Karen Ósk Sigþórsdóttir og sr. Arna Grétarsdóttir. Kaffi og kex eftir stundina.

Arna Grétarsdóttir, 18/11 2017

Ljósamessa í Brautarholtskirkju kl.17

Kerti í kirkju

Kerti í kirkju

Ljósamessa verður í Brautarholtskirkju sunnudaginn 5. nóvember kl.17. Í messunni verður látinna ástvina minnst.

Fólki er boðið að tendra ljós til minningar um látna ástvini. Lesin verða sérstaklega upp þau nöfn sem látist hafa s.l ár og skráð eru í kirkjubækur Reynivallaprestakalls og ljós tendrað þeim til minningar. Athöfnin endar við sálnahlið Brautarholtskirkjugarðs.

Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur og stjórnandi og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.

Verið hjartanlega velkomin!

Sóknarprestur og sóknarnefnd.

Arna Grétarsdóttir, 2/11 2017

Ljósamessa í Reynivallakirkju kl.14

Kerti í kirkju

Kerti í kirkju

Ljósamessa í Reynivallakirkju sunnudaginn 5. nóvember kl.14. Látinna ástvina minnst.

Fólki er boðið að tendra ljós til minningar um látna ástvini. Lesin verða sérstaklega upp þau nöfn sem látist hafa s.l ár og skráð eru í kirkjubækur Reynivallaprestakalls og ljós tendrað þeim til minningar. Athöfnin endar við sálnahlið Reynivallakirkjugarðs.

Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur og stjórnandi og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.

Verið hjartanlega velkomin!

Sóknarprestur og sóknarnefnd.

Arna Grétarsdóttir, 2/11 2017

Leiksýning í Klébergsskóla

IMG_1874

Þann 25. október býður kirkjan íbúum upp á leiksýninguna “Um manninn Lúther” kl.19.30. Í ár eru 500 ár síðan Marteinn Lúther gerði uppreisn gegn valdakerfi síns tíma og negldi 95 mótmæli á hurð Hallarkirkjunnar í Wittenberg. Ekki var aftur snúið fyrir munkinn og prestinn Lúther sem giftist síðar nunnunni Katarínu. Hann var bannfærður og eftir honum eru höfð þessi frægu orð: “Hér stend ég og get ekki annað”. Siðbót átti sér stað, kirkjan klofnaði í kaþólska og lútherska kirkjudeild. Siðbótin hafði gríðarleg áhrif á menningar- og lýðræðislega þróun í Evrópu og hér á Íslandi.

Stoppleikhópurinn hefur sett upp þessa frábæru og húmorísku sýningu um manninn Lúther.

Handritsgerð var í höndum Valgeirs Skagfjörð. Ásamt honum leika Eggert Kaaber og Katrín Þorkellsdóttir.

Sýningin er ætluð fullorðnum og eldri börnum eða frá 14 ára aldri.

Verið hjartanlega velkomin til leikhúss á Kjalarnesi.

Aðgangur frír meðan húsrúm leyfir!

Sóknir Reynivallaprestakalls bjóða til sýningarinnar.

Arna Grétarsdóttir, 10/10 2017

Sóknarprestur
Arna Grétarsdóttir
gsm 865 2105
arna.gretarsdottir@kirkjan.is

Brautarholtssókn
Björn Jónsson er formaður sóknarnefndar í Brautarholtssókn. Netfangið hans er bjorn@brautarholt.is.

Reynivallasókn
Sigríður Klara Árnadóttir er formaður sóknarnefndar í Reynivallasókn. Netfangið hennar
er sigridur@kjos.is.

 

· Kerfi RSS