Reynivallaprestakall

 

Messa í Brautarholtskirkju á sumardaginn fyrsta kl.14 – Ferming

641882_bibel_korsÁ sumardaginn fyrsta verður messa í Brautarholtskirkju kl.14. Fermt verður í messunni.

Organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson sem leiðir einnig Kirkjukór Reynivallaprestakalls í messusvörum og söng. Sóknarprestur þjónar.

Verið hjartanlega velkomin.

Arna Grétarsdóttir, 18/4 2018

Sunnudagaskóli verður í gamla Kátakoti 15. apríl kl.11

IMG_0960Karen Ósk sunnudagaskólaleiðtogi leiðir sunnudagaskólann í gamla Kátakoti 15. apríl kl.11.  Sögur, söngur, bænir og föndur.

Verið hjartanlega velkomin.

Arna Grétarsdóttir, 13/4 2018

Kvöldguðsþjónusta í Brautarholtskirkju 15. apríl kl.20

G19LU8LDVerið velkomin til notalegrar stundar í Brautarholtskirkju 15. apríl kl.20. Blessun með ilmolíu og íhugunartónlist mynda andrúmsloft hugleiðslu og kyrrðar. Organisti leiðir tónlist ásamt kirkjukór Reynivallaprestakalls. Sóknarprestur þjónar.

Taktu frá litla stund fyrir þína andlegu velferð!

Arna Grétarsdóttir, 13/4 2018

Helgihald um páskana

images-1Pálmasunnudagur kl.11: Fermingarmessa í Brautarholtskirkju.

Skírdagur kl.11: Fermingarmessa í Brautarholtskirkju.

Skírdagur kl.20: Altarisganga og Getsemanestund í Brautarholtskirkju. Brauðhleifur er brotinn og vín blessað eins og Jesús gerði með lærisveinum sínum á skírdagskvöldi. Altarið er þá afskrýtt og svartur dúkur settur á altarið ásamt 5 rauðum rósum er tákna svöðusár Krists. Lesinn verður Davíðssálmur nr. 22. Falleg, einföld og áhrifarík stund í Brautarholtskirkju.

Páskadagur kl.11: Hátíðarmessa í Brautarholtskirkju. Bollastaðahjónin Unnur og Ragnar syngja og leika á gítar í messunni. Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.

Páskadagur kl.14: Hátíðarmessa í Reynivallakirkju. Bollastaðahjónin Unnur og Ragnar syngja og leika á gítar í messunni. Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.

Verið velkomin til kirkju um páskana!

Arna Grétarsdóttir, 26/3 2018

Pálmasunnudagur – Ferming í Brautarholtskirkju kl.11

641882_bibel_korsÁ Pálmasunnudag 25. mars verður ferming í Brautarholtskirkju kl.11. Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn organistans Guðmundar Ómars Óskarssonar.

Fermd verða:

Gabríel Smári Hermannsson

Sigrún María Steingrímsdóttir

Valborg Elísabet Guðnadóttir

Við óskum fermingarbörnum blessunar um alla framtíð.

Arna Grétarsdóttir, 24/3 2018

Leikmannaguðsþjónusta á konudaginn í Brautarholtskirkju kl.11

Unknown-1Á sunnudaginn 18. febrúar er konudagurinn sem jafnframt er fyrsti dagur Góu. Þá verður leikmannaguðsþjónusta í Brautarholtskirkju kl. 11. Þá mun Björn Jónsson sóknarnefndarformaður leiða stundina ásamt Guðmundi Ómari Óskarssyni organista. Kór Reynivallaprestakalls syngur undir styrkri stjórn Ómars organista. Verið velkomin til kirkju.

Arna Grétarsdóttir, 16/2 2018

Kvöldmessa í Reynivallakirkju kl.20

3623287670_f51172f07d_mSunnudaginn 4. febrúar verður kvöldmessa í Reynivallakirkju kl.20. Verið velkomin til kyrrðar og íhugunar við kertaljós og góðan félagsskap. Þessi sunnudagur er biblíudagurinn og hugleitt verður Guðspjallið um sáðmanninn sem fór út að sá (Lúk 8.4-15) og þorrablótsgrínið sett í áhugavert samhengi. Kaffisopi og spjall eftir stundina. Organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson. Kirkjukórinn syngur. Sóknarprestur þjónar.

Verið hjartanlega velkomin.

Arna Grétarsdóttir, 1/2 2018

Messa og sunnudagaskóli í Brautarholtskirkju kl.11

kvinn_bonnedag_2012_373Messa og sunnudagaskóli verður í Brautarholtskirkju kl.11 sunnudaginn 28. janúar. Predikað verður um launakjör og guðspjallið er dæmisaga Jesú um víngarðseigandann (Matt 20.1-16). Sóknarprestur þjónar ásamt kirkjukór og organista. Fermingarbarn les ritningarlestur. Sunnudagaskóli er í umsjón Karenar Óskar og fara þau í ævintýraferð í kring um kirkjuna á meðan á messu stendur.

Verið hjartanlega velkomin til kirkju.

Arna Grétarsdóttir, 26/1 2018

“Nú árið er liðið” í Brautarholtskirkju á gamlársdag kl.17

Kerti í kirkju

Kerti í kirkju

Árið verður kvatt í Brautarholtskirkju með aftansöng kl.17 á gamlársdag. Guðmundur Ómar Óskarsson organisti leiðir kirkjukór Reynivallaprestakalls og kirkjugesti í fallegum áramóta sálmum. Sunginn verður sálmurinn Nú árið er liðið og Þjóðsöngurinn.  Sr. Arna Grétarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari.

Verið hjartanlega velkomin til kirkju á gamlárskvöld.

Arna Grétarsdóttir, 23/12 2017

Hátíðarmessa á jóladag kl.14 í Reynivallakirkju

Jólastjarna

Jólastjarna

Jóladagur í Reynivallakirkju kl.14.

Hátíðarmessa verður á jóladag kl.14 í Reynivallakirkju. Margrét Grétarsdóttir syngur einsöng við undirleik Guðmundar Ómars Óskarssonar. Kirkjukór Reynivallaprestakalls leiðir sálmasöng og hátíðartón. Ásdís Ólafsdóttir og Sigríður Klara Árnadóttir lesa ritningarlestra. Hreiðar Grímsson hringir inn jólin. Sr. Arna Grétarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari.

Guð gefi ykkur gleði og frið á heilagri jólahátíð!

Arna Grétarsdóttir, 23/12 2017

Sóknarprestur
Arna Grétarsdóttir
gsm 865 2105
arna.gretarsdottir@kirkjan.is

Brautarholtssókn
Björn Jónsson er formaður sóknarnefndar í Brautarholtssókn. Netfangið hans er bjorn@brautarholt.is.

Reynivallasókn
Sigríður Klara Árnadóttir er formaður sóknarnefndar í Reynivallasókn. Netfangið hennar
er sigridur@kjos.is.

 

· Kerfi RSS