Reynivallaprestakall

 

Íhugunarstundir í Reynivallakirkju alla fimmtudaga kl.19.30

640px-Angelsatmamre-trinity-rublev-1410Íhugunarstundir verða alla fimmtudaga í Reynivallakirkju í október og nóvember. Stundirnar hefjast kl.19.30 og standa til kl.20. Slökun, kyrrð og bæn undir mjúkri og rólegri tónlist. Þau sem vilja geta tekið með sér dýnu og legið á gólfi, annars er setið  í bekkjunum.

Þátttakendur er vinsamlega beðnir um að mæta tímanlega svo ekki verði truflun á meðan á stundinni stendur.

Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur leiðir stundina.

Arna Grétarsdóttir, 4/10 2018

Taize messa í Brautarholtskirkju kl.11

Kross við veggSunnudaginn 7. október verður Taize-messa í Brautarholtskirkju kl.11. Ljúfir íhugunarsálmar sungnir. Fyrirgefningin verður til umfjöllunar í predikuninni spurt verður: Er alltaf hægt að fyrirgefa?

Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur og Guðmundur Ómar Óskarsson organisti leiðir kór og tónlist. Sóknarprestur þjónar.

Sunnudagaskóli á sama tíma í Fólkvangi. Karen Ósk leiðir stundina.

Verið hjartanlega velkomin.

Arna Grétarsdóttir, 4/10 2018

Græn messa í Reynivallakirkju kl.14

UnknownHvað er græn kirkja? Græn messa á sunnudaginn!

Messa verður í Reynivallakirkju 30. september kl.14. Tímabil sköpunarverksins stendur yfir í kirkjunni og verður fjallað um það ásamt því að kynna hvað græn kirkja er.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista. Verið hjartanlega velkomin.

Arna Grétarsdóttir, 24/9 2018

Messa í Brautarholtskirkju kl.11

IMG_1072Hvað er græn kirkja? Græn messa á sunnudaginn!

Messa verður í Brautarholtskirkju 23. september kl.11. Tímabil sköpunarverksins stendur yfir í kirkjunni og verður fjallað um það ásamt því að kynna hvað græn kirkja er.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista. Fermingarbörn aðstoða í messunni. Altarisganga.

Verið hjartanlega velkomin.

 

 

Arna Grétarsdóttir, 20/9 2018

Sunnudagaskóli og fermingarfræðsla í Fólkvangi

IMG_0960Sunnudagaskólinn verður á sínum stað sunnudaginn 9. september kl.11. Bangsablessun og við lærum um Jóhannes skírara. Mikið sungið og gleðin verður við völd. Karen Ósk og sr. Arna hafa umsjón með stundinni.

Fermingarfræðsla á sama stað kl.12.

Verið á velkomin.

Arna Grétarsdóttir, 7/9 2018

Fjölskyldumessa kl.11 í Brautarholtskirkju

facebookauglVetrarstarfið er að fara af stað. Sunnudagaskólinn og fermingarstarfinu verður ýtt úr vör 2. september kl.11 í Brautarholtskirkju með fjölskylduguðsþjónustu. Karen Ósk og sr. Arna hafa umsjón með stundinni. Fermingarbörnin boðin velkomin ásamt sunnudagaskólabörnunum.

Organistinn okkar Guðmundur Ómar Óskarsson verður með okkur ásamt kirkjukórnum.

 

Arna Grétarsdóttir, 28/8 2018

Hesta- og útivistarmessa – Tindatríóið syngur

imagesSunnudaginn 5. ágúst kl.14 verður hin árlega hesta- og útivistarmessa í Reynivallakirkju. Tindatríóið syngur og Atli Guðlaugsson leikur á trompet. Það er upplagt að ríða til kirkju eða taka góðan göngutúr um Kjósina fyrir messu.  Guðmundur Ómar Óskarsson organisti spilar og leiðir kirkjukór Reynivallaprestakalls. Sóknarprestur þjónar.

Kaffi og kleinur á pallinum við prestssetrið að messu lokinni.

ATH! Hestagirðing er neðan við prestssetrið.

Við hlökkum til að sjá ykkur á Reynivöllum!

Arna Grétarsdóttir, 30/7 2018

Kvöldstund í Reynivallakirkju kl.20 – Laugardaginn 23. júní

Unknown-1Laugardagskvöldið 23. júní kl.20 verður íhugunarkvöldstund í Reynivallakirkju. Jónsmessan og náttúran íhuguð í  kyrrð á björtu kvöldi. Sóknarprestur þjónar. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar.

Verið hjartanlega velkomin.

Arna Grétarsdóttir, 19/6 2018

Helgistund við útialtarið við Esjuberg

keltneskur-krossLaugardaginn 23. júní n.k verður helgistund með keltnersku ívafi við Útialtarið við Esjuberg á Kjalarnesi. Stundin hefst kl.12 og tekur svo dagskrá Kjalarnesdaga með fjölbreyttu móti eins og hin síðari ár kl.13.

Kirkjukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar organista. Sóknarprestur sr. Arna Gréatarsdóttir þjónar. Félagar úr sögufélaginu Steina aðstoða við helgihaldið.

Mótun þessa helga staðar er vel á veg komin. Setið verður á fallega hlöðnum veggjum sem mynda hinn ytri hring utan um stóran altarisstein. Gangvegir út úr hringnum eru á fjóra vegu, til höfuðáttanna fjögurra.

Sköpun Guðs, kraftar náttúrunnar og Jónsmessan verður íhuguð í stundinni á laugardaginn.

Komið klædd eftir veðri.

Innkeyrsla að Útialtarinu er til móts við Enni – merkt rauðu skilti.

Verið hjartanlega velkomin.

Arna Grétarsdóttir, 19/6 2018

Sumarmessa í Saurbæjarkirkju við Hvalfjarðargöngin

G19LU8LDSumarmessa verður í Saurbæjarkirkju við Hvalfjarðargöngin sunnudaginnn 10. júní kl.14. Organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson og Kirkjukór Reynivallaprestakalls leiðir söng. Sóknarprestur þjónar. Verið hjartanlega velkomin.

Arna Grétarsdóttir, 7/6 2018

Sóknarprestur
Arna Grétarsdóttir
gsm 865 2105
arna.gretarsdottir@kirkjan.is

Brautarholtssókn
Björn Jónsson er formaður sóknarnefndar í Brautarholtssókn. Netfangið hans er bjorn@brautarholt.is.

Reynivallasókn
Sigríður Klara Árnadóttir er formaður sóknarnefndar í Reynivallasókn. Netfangið hennar
er sigridur@kjos.is.

 

· Kerfi RSS