Sauðárkrókskirkja

 

Á sjómannadaginn, sunnudaginn 3. júní, verður helgistund í Sauðárkrókskirkju kl.17.

Kirkjukórinn leiðir söng við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar organista. Arnar Freyr Guðmundsson (sem er sjómannssonur) leikur á harmonikku og Rannveig Sigrún Stefánsdóttir(komin af sjómönnum að langfeðratali) syngur einsöng.

Verið hjartanlega velkomin, ekki síst sjómenn og fjölskyldur þeirra.

Sigríður Gunnarsdóttir, 2/6 2018

Opnunartími Sauðárkrókskirkju

Nú er sumarið komið og ferðamönnum fjölgar. Kirkjan er opin sem hér segir:

 Mánudag – fimmtudag/ Monday- Thursday       8:00-12 / 13:00-15:30

Föstudag/ Fryday                                                      8:00-12:00

Kirkjuvörður/ Church keeper: Baldvin Kristjánsson s. 8925536

Sóknarprestur/ Local pastor: Sr. Sigríður Gunnarsdóttir, s. 8628293

Sigríður Gunnarsdóttir, 1/6 2018

Helgiganga á Tindastól

Helgiganga á Tindastól

Sunnudaginn 2. júlí, klukkan 9 árdegis verður helgiganga á Tindastól, ef veður leyfir. Hist við námuna sunnan við Skarð og gengið á Stólinn eftir stikaðri leið. Á leiðinni upp verður áð og fjallræða lesin. Reiknað er með ferðin taki 4-5 klukkustundir. Farið verður hægt yfir og gott að hafa með sér vatn á brúsa og smá nesti.

Verið velkomin!

 

Sigríður Gunnarsdóttir, 23/6 2017

Aðalsafnaðarfundur

Aðalfundur Sauðárkrókssafnaðar verður haldinn mánudagskvöldið 8. maí, kl.20, í safnaðarheimilinu.

Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Verið velkomin.

Sigríður Gunnarsdóttir, 3/5 2017

Viltu taka þátt í lestri Passíusálmanna?

Passíusálmar  Hallgríms Péturssonar teljast til höfuðverka íslensks kveðskapar og eru einhver mögnuðustu trúarljóð sem saman hafa verið. Hallgrímur orti Passíusálmana á árunum 1656-59. Sálmarnir eru 50 talsins og í þeim er píslarsaga Jesú Krists rakin af mikilli innlifun. Þeir hafa verið gefnir út á íslensku oftar en 80 sinnum og hafa verið þýddir á fjöldamörg önnur tungumál. Sálmarnir hafa lifað með þjóðinni kynslóð fram af kynslóð og eru fluttir á Rás 1 á föstunni ár hvert, og hafa einnig verið fluttir að hluta eða heild í kirkjum víða um land á föstudaginn langa. Eins og undanfarin ár verða sálmarnir lestnir í Sauðárkrókskirkju á föstudaginn langa, 14. apríl og hefst lesturinn kl.10 og lýkur væntanlega á þriðja tímanum. Hér með er auglýst eftir fólki sem vill lesa, einn sálm eða fleiri og áhugasöm beðin að hafa setja sig í samband við Sr. Sigríði (s.8628293). Ekki síður er fólk hvatt til að kíkja við og hlusta en hver getur komið og farið að vild.

Sigríður Gunnarsdóttir, 31/3 2017

Páskar og dymbilvika handan við hornið

Sunnudagur 2. apríl                               Sunnudagaskóli kl.11
Miðvikudagur 5. apríl                            Hádegisbænir kl.12.05-12.30
Pálmasunnudagur 9. apríl                    Fermingarmessa kl. 11
Skírdagur 13. apríl                                  Skírdagstónleikar með KK. Óhefðbundin altarisganga í hléi. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Föstudagurinn langi 14. apríl               Passíusálmarnir lesnir kl.10-15
Messa kl.17. Píslarsagan lesin og litanían sungin.
Laugardagur 15. apríl                             Fermingarmessa kl.11.
Páskadagur                                               Hátíðarmessa kl. 8. Boðið upp á morgunverð í safnaðarheimilinu á eftir.
Hátíðarmessa á Dvalarheimilinu kl. 11
Páskamessa í Ketukirkju kl. 14
Laugardagur  22. apríl                           Fermingarmessa kl. 11
Sunnudagur 30. apríl                             Fermingarmessa í Silfrastaðakirkju kl.13

Mánudagur 1. maí                                   Kirkjukvöld kl. 20

Sigríður Gunnarsdóttir, 31/3 2017

Hádegisbænir á föstunni

Næstu fjóra miðvikudaga (15. mars-5. apríl) verður íhugunar- og bænastund kl.12.05-12.30 í Sauðárkrókskirkju. Orgeltónlist, einfaldir sálmar, lestrar úr ritiningunni og bænir. Tekið við bænaefnum á staðnum. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu á eftir. Góð stund í amstri dagsins. Verið velkomin!

Sigríður Gunnarsdóttir, 14/3 2017

Helgihald í kirkjunni í marsmánuði

Nú er fastan að byrja og þá breytum við aðeins um takt í kirkjunni og höfum hádegisbænir á miðvikudögum frá og með 15. mars.

5. mars     Sunnudagaskóli kl. 11

12. mars  Sunnudagaskóli kl. 11

15. mars  Hádegisbænir kl. 12.05-12.30

Tekið við bænaefnum á staðnum. Súpa á eftir í safnaðarheimilinu.

19. mars Sunnudagaskóli kl. 11

Messa kl. 14

Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir.

22. mars  Hádegisbænir kl. 12.05-12.30

Tekið við bænaefnum á staðnum. Súpa á eftir í safnaðarheimilinu.

26. mars  Sunnudagaskóli kl. 11

Kyrrðarstund kl. 20.

Einfaldir sálmar, ritningarlestur, bænir og altarisganga.

29. mars       Hádegisbænir kl. 12.05-12.30

Tekið við bænaefnum á staðnum. Súpa á eftir í safnaðarheimilinu.

 

Sigríður Gunnarsdóttir, 28/2 2017

Sunnudagaskóli 19. febrúar

Ung-messan um síðustu helgi lukkaðist heldur betur vel og unglingarnir sem sungu, lásu og fluttu bænir stóðu sig öll með prýði. Tæplega eitthundrað manns mættu til kirkju. Sunnudaginn 19. febrúar er messufrí á konudegi. Sunnudagaskólinn er þó á sínum stað kl. 11 og taka Sigga og Sigrún á móti öllum með bros á vör. Verið velkomin til kirkjunnar með yngri kynslóðina.

Sigríður Gunnarsdóttir, 17/2 2017

Ung-messa og sunnudagaskóli 12. febrúar

Næsta sunnudag, 12. febrúar er sunnudagaskóli kl.11. Umsjón hafa Sigga og Sigrrún og Rögnvaldur er við píanóið. Söngur, biblíusaga, brúðuleikrit og fleira skemmtilegt. Gæðastund fyrir yngri kynslóðina, foreldra, ömmur og afa.

Um kvöldið verður blásið til stórskemmtilegrar kvöldmessu kl. 20 þar sem ungmenni verða í öllum aðalhlutverkum. Verið velkomin til kirkjunnar!

Sigríður Gunnarsdóttir, 9/2 2017

Kirkjan er opin samkvæmt samkomulagi.
Kirkjuvörður Baldvin Kristjánsson, s:8925536.
Organisti Rögnvaldur Valbergsson s. 8635871.
Sóknarprestur Sigríður Gunnarsdóttir, s. 8628293

Sunnudagur

10:00 AA
11:00 Sunnudagaskóli
14:00 Messa

Dagskrá ...