Sauðárkrókskirkja

 

Aðstoð í jólamánuðinum

Í desember ár hvert aðstoðar Sauðárkrókskirkja efnalítið fólk svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum sem verða gefin út eigi síðar en 19. desember. Umsóknum skal komið til sóknarprests (í síma 8628293, eða skriflega: sigridur.gunnarsdottir@kirkjan.is) og helst þurfa þær að hafa borist fyrir 6. desember.

 

Sigríður Gunnarsdóttir, 30/11 2016

Helgihald í Sauðárkróksprestakalli á aðventu og jólum

27. nóvember
Hátíðarmessa í Sauðárkrókskirkju kl.14.
Kaffisamsæti í boði Kvenfélags Skarðshrepps á eftir.
4. desember
Aðventuhátíð í Sauðárkrókskirkju kl.20.
Björn Björnsson flytur hugleiðingu. Kirkjukórinn syngur fallega aðventu- og jólasálma. Börn úr barnastarfinu leika helgileik.
9.  desember
Aðventukvöld í Skagaseli, kl.20. (ath að þetta er föstudagur)
24. desember
Aftansöngur jóla í Sauðárkrókskirkju kl.18. Einsöngur Edda Borg Stefánsdóttir.
Miðnæturmessa í Sauðárkrókskikju kl. 23.30. Einsöngur Edda Borg Stefánsdóttir.
25. desember
Fjölskyldumessa í Sauðárkrókskirkju kl. 14. Barnakór kirkjunnar kemur fram.
Hátíðarmessa á Dvalarheimilinu kl.15.30
26. desember
Jólamessa í Hvammskirkju kl. 16
31. desember
Aftansöngur í Sauðárkrókskirkju kl. 17

Sigríður Gunnarsdóttir, 22/11 2016

Sunnudagaskóli og Elvis-messa 30. október

Næsta sunnudag, 30. október, verður sunnudagaskóli kl. 11. Gæðastund fyrir yngri börnin.

Um kvöldið verður hringt til óhefðbundinnar kvöldmessu, kl. 20.

Messan er tileinkuð Elvis Presley og öll lögin sem flutt verða eru þekkt í flutningi konungs rokksins. Kirkjukórinn syngur og fær til liðs við sig gestasöngvara, þau Írisi Olgu Lúðvíksdóttur og Ægi Ásbjörnsson. Undirleik annast Jóhann og Margeir Friðrikssynir, Fúsi Ben og síðast en ekki síst Rögnvaldur Valbergsson organisti.

Verið velkomin!

Sigríður Gunnarsdóttir, 26/10 2016

Kirkjuklukkum hringt til að sýna íbúum Aleppo samkennd og virðingu

Glöggir bæjarbúar hafa tekið eftir að kirkjuklukkunum hefur verið hringt undanfarna daga kl.17.  Ástæðan fyrir því er sú að biskup Íslands hefur beðið presta og sóknarnefndir þjóðkirkjunnar að minnast og biðja sérstaklega fyrir þolendum stríðsátaka í Aleppo. Í bréfi biskups segir m.a:

Eins og fréttir herma er saklaust fólk limlest eða lætur lífið í stríðsátökunum í Aleppo í Sýrlandi þessa dagana. Ráðamenn virðast ekki geta fundið lausn til friðar og uppbyggingar. Það getur ekkert réttlætt þjáningar barna og óbreyttra borgara í Aleppo.
Kirkjuklukka, Skálmanesmúli. Mynd: Sigurður ÆgissonHugmynd finnska prestsins Teemu Laajasalo í Kallio sókn í lútersku finnsku kirkjunni hefur orðið að veruleika. Honum sveið ástandið eins og okkur öllum og ákvað að klukkum í hans kirkju skyldi hringt daglega… Hér með hvet ég presta og sóknarnefndir til að hringja klukkum kirkna sinna frá mánudeginum 24. október kl. 17 í þrjár mínútur og daglega eftir því sem við verður komið til og með 31. október, sem er siðbótardagurinn.

Hugmyndin hefur breiðst út og á vefnum http://bellsforaleppo.org/ má sjá að kirkjurnar í Svíþjóð, Bretlandi og víða í Evrópu hafa gert slíkt hið sama. Einnig má benda á Facebook síðu Bells For Aleppo þar sem hægt er að fylgjast með framgangi verkefnisins. Tilgangurinn er að sýna fólkinu í Aleppo, lífs og liðnu virðingu og samkennd og vekja athygli á ástandinu.

Lúterska heimssambandið, vekur einnig athygli á framtakinu og hvetur fleiri kirkjur til að taka þátt. Um leið mælist biskup til þess að beðið verði sérstaklega fyrir fólki og ástandinu í Aleppo og að endir verði bundinn á þann hrylling er þar á sér stað.

Heimild: www.kirkjan.is

Sigríður Gunnarsdóttir, 26/10 2016

Ástin, drekinn og dauðinn

Í tilefni af bleikum október mánuði taka Sauðárkrókskirkja og Krabbameinsfélag Skagafjarðar höndum saman og bjóða til fyrirlestrar með Vilborgu Davíðsdóttur í safnaðarheimilinu þann 12.október kl.20.

Á síðustu þremur árum hefur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur kvatt eiginmann sinn, tengdamóður, föður og litla dótturdóttur. Bók hennar, Ástin, drekinn og dauðinn, sem kom út í fyrra, hefur vakið mikla athygli og hlotið lof fyrir að fjalla um ástvinamissi og sorg á áhrifamikinn en um leið jarðbundinn hátt. Þar lýsir hún vegferð sinni og hennar heittelskaða með sjúkdómi sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Hún veitir þar í senn innsýn í veröld krabbameinsins og djúpa sorg þess sem hefur elskað og misst. En bókin er ekki síður óður til kærleikans, hvatning til að lifa í árvekni og sættast við að dauðinn er órjúfanlegur hluti af lífinu.

Miðvikudagskvöldið 12. október mun Vilborg flytja erindi í Sauðárkrókskirkju um hvernig dauðinn breytir tilveru þeirra sem eftir lifa og hvernig þetta ferðalag hefur kennt henni að það eru einmitt þrautirnar í lífinu sem gera það að ævintýri.

Erindi Vilborgar í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju hefst kl. 20:00 og eru allir velkomnir.

Sigríður Gunnarsdóttir, 6/10 2016

Heimsókn frá Eþíópíu

Í gær komu gestir langt að komnir og heimsóttu fermingarbörnin í Sauðárkrókskirkju. Þau Million og Ahmed Nur eru frá Eþíópíu. Þau vinna að verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar þar í landi. Þau sögðu frá landinu sínu og hvað það er dýrmætt að fá aðstoð frá okkur til að aðstoða fólk við að byggja brunna og fá betri aðgang að hreinu vatni. Sú hjálp bætir heilsufar og hjálpar ekki síst börnum og konum sem þurfa annars að ganga langar leiðir til að nálgast vatn og það getur tekið nánast allan daginn. Með Million og Ahmed Nur var túlkurinn Birna, takk fyrir komuna :)

Sigríður Gunnarsdóttir, 5/10 2016

Opið hús fyrir foreldra ungra barna á þriðjudögum

Á hverjum þriðjudagsmorgni er opið hús fyrir foreldra ungra barna í safnaðarheimiliu frá kl.10-12. Oftast köllum við þetta mömmumorgna því mömmurnar eru í algjörum meirihluta. Þar er gott að koma saman með krílin, spjalla og fá sér kaffi og með því. Öðru hvoru koma góðir gestir sem flytja erindi sem tengjast ungum börnum og/eða foreldrum þeirra. Næsta þriðjudag þann, 4. október kemur Jenný ljósmóðir og fræðir um brjóstagjöf og næringu barna á fyrsta ári.

Verið velkomin með litlu börnin!

Sigríður Gunnarsdóttir, 28/9 2016

Messa og sunnudagaskóli 2. október

Næsta sunnudag verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl.11. Umsjón hefur Sigrún Fossberg ásamt aðstoðarkonunni Halldóru Hebu og Rögnvaldur er við píanóið. Síðasta sunnudag komu litlir hvolpar í heimsókn enda var Biblíusagan Örkin hans Nóa. Alltaf eitthvað skemmtilegt og fræðandi á hverjum sunnudegi.

Eftir hádegið verður messa kl.14. Fermingarbörn lesa ritningarlestra, kirkjukórinn leiðir sönginn undir stjórn Rögnvaldar organista. Prestur er sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Verið velkomin til kirkju!

Sigríður Gunnarsdóttir, 28/9 2016

Stubbarnir snúa aftur

Stubbarnir, kirkjustarf fyrir 10-12 ára börn verður á fimmtudögum kl.17.15-18.30. Fjölbreytt dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og lagt er upp úr að allir séu með. Ekki þarf að skrá sig, bara mæta stundvíslega í góða skapinu. Umsjón hafa Sigga prestur,  Hildur Ýr og Sylvía, ásamt aðstoðarleiðtogum.

Sigríður Gunnarsdóttir, 14/9 2016

Sunnudagaskóli og messa 18. september

Næsta sunnudag, kl.11 hefur sunnudagaskólinn göngu sína að nýju eftir sumarfrí.

Umsjón hafa Sigrún Fossberg og Rögnvaldur Valbergsson sem er við píanóið og þeim til aðstoðar er Halldóra Heba Magnúsdóttir. Gæðastund fyrir yngstu börnin, þar sem blandað sem saman söng, fræðslu, biblíusögum og bænum.

Messa kl.14. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Rögnvaldar organista. Fermingarbörn lesa ritningarlestra og eftir messu er boðið upp á kaffi, djús og kleinur í safnaðarheimilinu.

Verið velkomin til kirkjunnar!

Sigríður Gunnarsdóttir, 14/9 2016

Kirkjan er opin samkvæmt samkomulagi.
Kirkjuvörður Baldvin Kristjánsson, s:8925536.
Organisti Rögnvaldur Valbergsson s. 8635871.
Sóknarprestur Sigríður Gunnarsdóttir, s. 8628293

Sunnudagur

10:00 AA
11:00 Sunnudagaskóli
14:00 Messa

Dagskrá ...