Sauðárkrókskirkja

 

Messa 10. júlí, kl.14

Sunnudaginn 10. júlí, kl. 14 er messa í Sauðárkrókskirkju. Kirkjukórinn leiðir sönginn undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar. Í messunni verður fermd Margrét Kristjánsdóttir. Verið velkomin!

Sigríður Gunnarsdóttir, 6/7 2016

Hafdís og Klemmi koma á Lummudaga

Um næstu helgi eru Lummudagar og af þvi tilefni býður Sauðárkrókskirkja til leiksýningar á laugardaginn 25. júni,  kl. 13:00. Sýningin heitir Hafdís og Klemmi – og leyndardómar háaloftsins. Þetta er skemmtileg sýning fyrir börn á öllum aldri. Persónur eru Hafdís og Klemmi sem eru jafnframt aðalpersónur þáttaseríunnar Daginn í dag en sýningin er sjálfstætt framhald þáttanna.

Sýningin fjallar um ævintýri vinanna tveggja sem finna dularfullt tæki uppi á háalofti heima hjá ömmu Hafdísar. Umfjöllunarefni sýningarinnar eru hæfileikar. Hverjir hafa hæfileika og hvernig getur maður nýtt hæfileika sína til góðs? Mikið er gert uppúr þátttöku barnanna í áhorfendasalnum.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!

Sigríður Gunnarsdóttir, 24/6 2016

Messa á 17. júní

Messa verður kl.11 á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní.

Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Rögnvaldar organista. Þau sem eiga þjóðbúninga eru hvött til skarta þeim jí tilefni dagsins og koma til kirkju. Verið velkomin! Sr. Sigríður Gunnarsdóttir

Sigríður Gunnarsdóttir, 9/6 2016

Skráning í fermingarfræðslu 2016/2017

Í dag fengu börn fædd árið 2003 heim með sér skráningarblað í fermingarfræðslu fyrir næsta vetur. Fermingarstörfin hefjast með fermingarbúðum í Vatnaskóg dagana 15.-19. ágúst. Skráningarblaðinu á að skila útfylltu fyrir 27. maí til ritara skólans eða undirritaðrar. Athugið að öll börn eru velkomin í fermingarferðalagið, hvort sem þau ætla að fermast eða ekki.

Fermingardagar næsta vor eru:

Pálmasunnudagur 9. apríl, kl.11

Laugardagur eftir páska 22. apríl, kl. 11

Hvítasunnudagur 4. júní, kl.11.

Bestu kveðjur,

Sigríður Gunnarsdóttir

 

Sigríður Gunnarsdóttir, 19/5 2016

Sr. Karl Sigurbjörnsson prédikar á uppstingingardag

Fimmtudaginn 5. maí sem er uppstingningardagur verður messa kl.11 í Sauðárkrókskirkju.

Við fáum góðan gest til að prédika, sr. Karl Sigurbjörnsson biskup og sr. Sigríður Gunnarsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn leiðir söng og Rögnvaldur Valbergsson verður við orgelið. Eftir messuna verður boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu.

Uppstingingardagur er tileinkaður öldruðum í kirkjunni og því eru eldri borgarar sérstaklega boðnir velkomnir.

Hlökkum til að sjá ykkur!

.

Sigríður Gunnarsdóttir, 4/5 2016

Kirkjukvöld kirkjukórs Sauðárkróks

Sæluvikan, árleg menningarhátíð Skagfirðinga, hefst næsta sunnudag. Í áratugi hefur kirkjukór Sauðárkróks haldið kirkjukvöld á mánudagskvöldi í sæluviku, sem ber upp á 25. apríl og verður kl. 20.

Kórinn syngur lög úr ýmsum áttum undir stjórn orgnistans Rögnvaldar Valbergssonar og gítarleikarinn Fúsi Ben mun einnig spila undir. Gestasöngvari með kórnum er söngkonan góðkunna Kristjana Arngrímsdóttir. Ræðumaður kvöldins er Eyþór Árnason skáld og listamaður frá Uppsölum og kynnir er Pétur Pétursson, formaður sóknarnefndar og Álftagerðisbróðir.

Aðgangseyrir er aðeins krónur 2000 og athugið að ekki er tekið við kortum.

Verið velkomin!

Sigríður Gunnarsdóttir, 19/4 2016

Messa sunnudaginn 24. apríl

Næsta sunnudag, 24. apríl, verður messa kl.11 í Sauðárkrókskirkju. Fermd verða þrjú frændsystkin. Kirkjukórinn leiðir söng, organisti er Rögnvaldur Valbergsson. Prestar eru tveir sr. Gísli Gunnarsson og sr. Sigríður Gunnarsdóttir.

Verið velkomin til kirkjunnar!

Sigríður Gunnarsdóttir, 19/4 2016

Fermingarmessa 2. apríl 2016

Laugardaginn 2. apríl, kl.11 verða sex börn fermd í Sauðárkrókskirkju. Verið velkomin til kirkjunnar, nóg pláss fyrir alla!

Sigríður Gunnarsdóttir, 1/4 2016

Hrafnhildur Ýr syngur á skírdagskvöld í Sauðárkrókskirkju

Að kvöldi skírdags, þann 24. mars, kl.20 býður Sauðárkrókskirkja til tónleika með Hrafnhildi Ýr Víglundsdóttur.

Hrafnhildur Ýr vakti fyrst athygli í söngkeppni framhaldsskólanna fyrir margt löngu. Síðast söng hún sig inn í hug og hjörtu landsmanna í Vocie þáttunum s.l vetur.
Í hléi, verður atburða skírdagskvöld minnst eins og greint er frá þeim í guðspjöllunum. Óhefðbundin altarisganga þar sem við brjótum brauð frá Sauðárkróksbakaríi og bergjum á ávexti vínviðarins með.

Tónleikar og gæðastund fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

Sigríður Gunnarsdóttir, 21/3 2016

Helgihald í dymbilviku og á páskum

Mikið verður um að vera í kirkjunni á næstunni og fjölbreytt helgihald yfir bænadaga og páska:

Pálmasunnudagur, 20. mars: Fermingarmessa kl.11

Skírdagur, 24. mars: Tónleikar með Hrafnhildi Ýr Víglundsdóttur kl.20. Óhefðbundin altarisganga í hléi, aðgangur ókeypis.

Föstudagurinn langi, 25. mars: Passíusálmarnir lesnir í heild sinni, byrjað kl. 10 f.h. Fólk getur komið og farið að vild. Þau sem vilja lesa setji sig í samband við sóknarprest fyrir miðvikudag 23. mars.

Messa kl. 17. Píslarsagan lesin og litanían sungin.

Páskadagur 27. mars: Hátíðarmessa kl. 8. Vaknað í bítið og upprisunni fagnað. Boðið upp á morgunverðarhlaðborð eftir messu.

Hátíðarmessa á dvalarheimilinu kl. 13.

Páskamessa í Hvammskirkju kl. 16.

Sigríður Gunnarsdóttir, 17/3 2016

Kirkjan er opin samkvæmt samkomulagi.
Kirkjuvörður Baldvin Kristjánsson, s:8925536.
Organisti Rögnvaldur Valbergsson s. 8635871.
Sóknarprestur Sigríður Gunnarsdóttir, s. 8628293

 

Aðalgötu 1, 550 Sauðárkróki. Sími 453 5930 · Kerfi RSS