Sauðárkrókskirkja

 

Hádegisbænir á föstunni

Næstu fjóra miðvikudaga (15. mars-5. apríl) verður íhugunar- og bænastund kl.12.05-12.30 í Sauðárkrókskirkju. Orgeltónlist, einfaldir sálmar, lestrar úr ritiningunni og bænir. Tekið við bænaefnum á staðnum. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu á eftir. Góð stund í amstri dagsins. Verið velkomin!

Sigríður Gunnarsdóttir, 14/3 2017

Helgihald í kirkjunni í marsmánuði

Nú er fastan að byrja og þá breytum við aðeins um takt í kirkjunni og höfum hádegisbænir á miðvikudögum frá og með 15. mars.

5. mars     Sunnudagaskóli kl. 11

12. mars  Sunnudagaskóli kl. 11

15. mars  Hádegisbænir kl. 12.05-12.30

Tekið við bænaefnum á staðnum. Súpa á eftir í safnaðarheimilinu.

19. mars Sunnudagaskóli kl. 11

Messa kl. 14

Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir.

22. mars  Hádegisbænir kl. 12.05-12.30

Tekið við bænaefnum á staðnum. Súpa á eftir í safnaðarheimilinu.

26. mars  Sunnudagaskóli kl. 11

Kyrrðarstund kl. 20.

Einfaldir sálmar, ritningarlestur, bænir og altarisganga.

29. mars       Hádegisbænir kl. 12.05-12.30

Tekið við bænaefnum á staðnum. Súpa á eftir í safnaðarheimilinu.

 

Sigríður Gunnarsdóttir, 28/2 2017

Sunnudagaskóli 19. febrúar

Ung-messan um síðustu helgi lukkaðist heldur betur vel og unglingarnir sem sungu, lásu og fluttu bænir stóðu sig öll með prýði. Tæplega eitthundrað manns mættu til kirkju. Sunnudaginn 19. febrúar er messufrí á konudegi. Sunnudagaskólinn er þó á sínum stað kl. 11 og taka Sigga og Sigrún á móti öllum með bros á vör. Verið velkomin til kirkjunnar með yngri kynslóðina.

Sigríður Gunnarsdóttir, 17/2 2017

Ung-messa og sunnudagaskóli 12. febrúar

Næsta sunnudag, 12. febrúar er sunnudagaskóli kl.11. Umsjón hafa Sigga og Sigrrún og Rögnvaldur er við píanóið. Söngur, biblíusaga, brúðuleikrit og fleira skemmtilegt. Gæðastund fyrir yngri kynslóðina, foreldra, ömmur og afa.

Um kvöldið verður blásið til stórskemmtilegrar kvöldmessu kl. 20 þar sem ungmenni verða í öllum aðalhlutverkum. Verið velkomin til kirkjunnar!

Sigríður Gunnarsdóttir, 9/2 2017

Sunnudagaskóli og messa 5. febrúar

Næsta sunnudag sem er 5. febrúar verður sunnudagaskóli kl.11. Góð og uppbyggileg stund fyrir yngri börnin, mömmur og pabba, ömmur og afa.

Messa kl. 14. Kirkjukórin leiðir safnaðarsöng við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar. Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og kleinur í safnaðarheimilnu eftir messuna.

Verið velkomin til kirkju!

Sigríður Gunnarsdóttir, 3/2 2017

Sunnudagaskóli og kyrrðarstund 29. janúar

Næsta sunnudag, 29. janúar verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl.11. Frábær stund fyrir yngri börnin að fræðast um trúna, heyra Biblíusögur og læra að biðja. Sigga og Sr.Sigga sjá um stundina.

Kyrrðarstund að kvöldi sama dags, kl.20. Einföld stund án prédikunar. Tekið við fyrirbænum á staðnum og gengið að borði Drottins.

Verið hjartanlega velkomin til kirkjunnar!

Sóknarprestur

Sigríður Gunnarsdóttir, 27/1 2017

Sunnudagaskóli byrjar aftur næsta sunnudag

Næsta sunnudag, þann 22. janúar byrjar sunnudagaskólinn að nýju kl.11 og verður eftirleiðis á sunnudögum fram að pálmasunnudegi.

Umsjón með stundinni hafa Sigrún Fossberg og Sigríður Elísabet Snorradóttir og Rögnvaldur Valbergsson verður við píanóið. Sunnudagaskólinn er ætlaður yngri börnum og er blandað saman söng, biblíusögum, bænum, brúður heilsa upp á börnin svo eitthvað sé nefnt.

Verið velkomin!

Sigríður Gunnarsdóttir, 17/1 2017

Kirkjan opin á ljósadegi

Í tilefni af ljósadegi, 12. janúar verður kirkjan opin fyrir þau sem vilja koma og eiga þar stund og tendra ljós í minningu látinna ástvina.

http://www.feykir.is/is/skagafjordur/ljosadagur-i-skagafirdi-12-januar

Sigríður Gunnarsdóttir, 11/1 2017

Helgihald í janúar

Næsta sunnudag, þann 15. janúar, verður fyrsta messa ársins kl.14.

Kirkjukórinn leiðir söng að venju, Rögnvaldur verður við orgelið og sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar. Fermingarbörn lesa lestrana. Eftir messu er boðið upp á kaffisopa, djús og kleinur í safnaðarheimilinu.

Sunnudagaskóinn hefur göngu sína að nýju sunnudaginn 22. janúar, kl.11.

Sunnudagaskólinn hefst 22. janúar og verður framvegis alla sunnudaga fram til pálmasunnudags. Umsjón hafa Sigrún Fossberg og Sigríður Elísabet Snorradóttir, ásamt Rögnvaldi organista. Eru foreldarar, svo ekki sé minnst á skírnarvottar ungra barna, eindregið hvött til að koma með börnin og eiga með þeim gæðastund í kirkjunni þar sem þau heyra sögur af Jesú og læra að biðja.

Sunnudaginn 29. janúar verður kyrrðarstund kl.20.

Einfaldir sálmar sungnir, lesið úr heilgari ritningu, bænir og altarisganga. Tekið við bænaefnum á staðnum og í síma 8628293.

Verið velkomin til kirkju!

Sigríður Gunnarsdóttir, 11/1 2017

Starfið í kirkjunni

Gleðilegt nýtt ár! Nú fer kirkjustarfið að rúlla af stað aftur á nýju ári.

Opið hús fyrir foreldra ungra barna (mömmumorgnar)  verða alla þriðjudaga kl.10-12 í safnaðarheimilinu. Gott að hittas aðra foreldra, drekka kaffi saman og fá fræðslu öðru hvoru.

Stubbarnir, 10-12 ára börn hafa sína fundi á fimmtudögum kl.17.15-18.30. Allir krakkar í 5.-7. bekk boðin velkomin. Stubbastarfið byrjar með óvenjulega miklu trukki því að um helgina, 14.-15. janúar verður farið á TTT-mót á Löngumýri og gist eina nótt. Athugið að það þarf að skrá börnin fyrir föstudaginn 13. janúar en þau fengu skráningarblað með sér heim í síðustu viku.

Fermingarfræðslan byrjar 24. janúar og verður á sömu tímum og fyrir áramót, stúlkur strax eftir skóla kl.14 og drengirnir koma svo kl. 15.

 

 

Sigríður Gunnarsdóttir, 11/1 2017

Kirkjan er opin samkvæmt samkomulagi.
Kirkjuvörður Baldvin Kristjánsson, s:8925536.
Organisti Rögnvaldur Valbergsson s. 8635871.
Sóknarprestur Sigríður Gunnarsdóttir, s. 8628293

 

Aðalgötu 1, 550 Sauðárkróki. Sími 453 5930 · Kerfi RSS