Seljakirkja

 

Tilkynning

Vegna mikilla anna er opnunartími kirkjunnar mjög takmarkaður, en hægt er að ná í einstaka starfsmenn í farsíma:
Ólafur Jóhann, sóknarprestur, hefur símann 866 99655
Steinunn Anna, æskulýðsfulltrúi, hefur símann 662 2050
Tómas Guðni, tónlistarstjóri, hefur símann 866 1823.

Ólafur Jóhann Borgþórsson, 24/6 2018

Helgihald 1. júlí

Næstkomandi sunnudag, 5. sunnudag verður helgihald með hefðbundnu sniði í Seljakirkju:

Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar og þjónar fyrir altari.
Félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng.
Organisti: Tómas Guðni Eggertsson.

Ólafur Jóhann Borgþórsson, 24/6 2018

Skráning í fermingarfræðslu 2019

Nú er hafin skráning í fermingarfræðslu næsta vetrar.
Skráning fermingarbarna fer fram á vefnum seljakirkja.is/ferming.
Þar er jafnframt í boði að velja fermingardag og ábyrgjumst við að börnin fái umbeðinn dag.
Fermingarfræðslan mun fara fram í vikulegum kennslustundum í safnaðarheimili kirkjunnar jafnframt sem vænst er þátttöku í helgihaldi safnaðarins. Við leggjum mikla áherslu á að hafa kennslustundirnar jákvæðar og uppbyggilegar svo þær geti orðið vettvangur fyrir skemmtilegar og góðar umræður. Auk þess verður farið í einnar nætur ferð í Vatnaskóg, þar sem verður fræðsla, leikir og fjör. Ferðin verður betur kynnt þegar nær dregur.
Í lok ágúst verða sendar í tölvupósti ýmsar mikilvægar upplýsingar til foreldra skráðra fermingarbarna. Þar munu koma fram nánari upplýsingar um kennslutíma og aðrar hagnýtar upplýsingar. Ef það eru einhverjar spurningar, biðjum við ykkur um að hafa samband í síma kirkjunnar 567 0110 eða á netfangið olafur.bo@kirkjan.is.

Ólafur Jóhann Borgþórsson, 12/4 2018

Sumarnámskeið Seljakirkju 2018

Gleðin mun ráða ríkjum í sumarnámskeiðum Seljakkirkju sem boðið verður uppá í júní og ágúst.

Haldin verða þrjú námskeið fyrir börn í 1.-4. bekk (Fædd 2008 – 2011)

Námskeið 1 stendur dagana 11. – 15. júní

Námskeið 2 stendur dagana 18. – 22. júní

Námskeið 3 stendur dagana 13. – 18. ágúst

Öll náskeiðin verða frá 09:00-16:00

Húsið er opið frá 8:45 – 16:30 og er velkomið að nýta þann tíma hjá okkur

Dagsrkárin verður fjölbreytt og skemmtileg þar sem leitast verður við að allir fái notið sín í öruggu umhverfi.

Farið verður m.a. í vettvangsferðir, fjársjóðsleit, inni- og útileiki svo eitthvað sé nefnt.
Einnig verða sagðar sögur úr Biblíunni, kenndar bænir og sungin skemmtileg lög.

Námskeiðin kosta 8.500

Skráning: www.seljakirkja.is/sumar 

Umsjón með námskeiðinu hefur Steinunn Anna Baldvinsdóttir sem gefur allar nánari upplýsingar á steinunn@seljakirkja.is

Steinunn Anna Baldvinsdóttir, 11/4 2018

Kirkjan er opin
mánud. til fimmtud. 10-16
sími: 567 0110
seljakirkja@kirkjan.is

Prestar:
Sr. Bryndís Malla Elídóttir,
(í leyfi til 31. júlí 2018)

Sr. Ólafur J. Borgþórsson,
Viðtalstími mánud.-föstud.
kl. 11-12
olafur.bo@kirkjan.is
(fullbókaður í brúðkaup 2019
- örfáir tímar lausir 2020)

Sunnudagur

Kl. 14:00 Guðsþjónusta
Kl. 20:00 AA - opinn fundur.

Ritningarvers dagsins:
Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning. (Mt. 6:25;34)

Dagskrá ...