Seljakirkja

 

Sunnudagur til sælu 23. september

Sunnudagaskóli kl. 11

Bára og Malla leiða stundina
Rebbi kemur í heimsókn og
kíkt verður í fjársjóðskistuna
ávaxtahressing í lokin og mynd til að lita.

Guðsþjónusta kl. 14
Bryndís Malla Elídóttir þjónar
Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgel
Kór Seljakirkju syngur
Kaffisopi að messu lokinni.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Bryndís Malla Elídóttir, 18/9 2018

Helgihald 16. september

Næstkomandi sunnudag verður helgihald með hefðbundnu sniði í Seljakirkju.

Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Óli, Bára og Tómas leiða stundina. Það verður líflegur söngur, skemmtileg saga, auk þess sem brúður mæta í heimsókn og allir fá nýja mynd í Jesúbókina sína.
Við lofum sannkallaðir gæðastund fyrir fjölskylduna all.

Almenn guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar og þjónar fyrir altari:
Kór Seljakirkju syngur og Tómas Guðni leikur á orgel og píanó.
Í guðsþjónustunni verður barn borið til skírnar.

Komum til kirkju og njótum þar gleði og heilagrar stundar!

Ólafur Jóhann Borgþórsson, 10/9 2018

Vetrarstarfið farið af stað

Vetrarstarf Seljakirkju er að fara af stað í þessari viku

Nánari upplýsingar um starfið er að finna hér

Barnakór

STN barnastarf fyrir 1. – 4. bekk 

TTT kirkjustarf KFUM og KFUK fyrir 5. – 7. bekk

Sela Æskulýðsfélag fyrir 8. – 10. bekk

Verið með frá upphafi og takið þátt í öflgu starfi kirkjunnar

Steinunn Anna Baldvinsdóttir, 3/9 2018

Helgihald 2. september

Næstkomandi sunnudag hefst vetrarstarfið í Seljasókn, þegar fyrsta barnaguðsþjónustua vetrarins verður haldin og guðsþjónusturnar færast yfir á vetrartímann. Helgihaldið verður með eftirfarandi sniði:

Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Óli og Tómas leiða stundina. Það verður að venju líf og fjör –  gæðastund fyrir alla fjölskylduna

Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar og þjónar fyrir altari.
Félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng.
Organisti: Tómas Guðni Eggertsson.

Komum til kirkjunnar og njótum þess að eiga þar helga stund í bæn og þökk.

Ólafur Jóhann Borgþórsson, 27/8 2018

Skráning í fermingarfræðslu 2019

Nú er hafin skráning í fermingarfræðslu næsta vetrar.
Skráning fermingarbarna fer fram á vefnum seljakirkja.is/ferming.
Þar er jafnframt í boði að velja fermingardag og ábyrgjumst við að börnin fái umbeðinn dag.
Fermingarfræðslan mun fara fram í vikulegum kennslustundum í safnaðarheimili kirkjunnar jafnframt sem vænst er þátttöku í helgihaldi safnaðarins. Við leggjum mikla áherslu á að hafa kennslustundirnar jákvæðar og uppbyggilegar svo þær geti orðið vettvangur fyrir skemmtilegar og góðar umræður. Auk þess verður farið í einnar nætur ferð í Vatnaskóg, þar sem verður fræðsla, leikir og fjör. Ferðin verður betur kynnt þegar nær dregur.
Í lok ágúst verða sendar í tölvupósti ýmsar mikilvægar upplýsingar til foreldra skráðra fermingarbarna. Þar munu koma fram nánari upplýsingar um kennslutíma og aðrar hagnýtar upplýsingar. Ef það eru einhverjar spurningar, biðjum við ykkur um að hafa samband í síma kirkjunnar 567 0110 eða á netfangið olafur.bo@kirkjan.is.

Ólafur Jóhann Borgþórsson, 12/4 2018

Kirkjan er opin
mánud. til fimmtud. 10-16
sími: 567 0110
seljakirkja@kirkjan.is

Prestar:
Sr. Bryndís Malla Elídóttir.
bryndis.malla.elidottir@kirkjan.is

Sr. Ólafur J. Borgþórsson
olafur.bo@kirkjan.is

Sunnudagur

Kl. 11:00 Barnaguðsjónusta
Kl. 14:00 Guðsþjónusta
Kl. 20:00 AA - opinn fundur.

Ritningarvers dagsins:
Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning. (Mt. 6:25;34)

Dagskrá ...