Seljakirkja

 

Helgihald 18. febrúar

Næstkomandi sunnudag verður helgihald með hefðbundnu sniði í Seljakirkju.

Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Bára og Perla leiða samveruna. Söngur, saga, líf og fjör!

Almenn guðsþjónusta kl 14.
Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson predikar.
Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng.
Organisti: Tómas Guðni Eggertsson.

Ólafur Jóhann Borgþórsson, 12/2 2018

Menningarvaka eldri borgara – 30. janúar

Næstkomandi þriðjudag, 30. janúar verður fyrsta menningarvaka eldri borgara á þessu ári.

Að þessu sinni mun Ævar Kjartansson, guðfræðingur og dagkrárgerðarmaður á Rás 1 flytja okkur erindi. Þá mun Svanhildur Jakobsdóttir leiða tónlistina ásamt þeim Vilhjálmi Guðjónssyni, gítarleikara og Hilmari Sverrissyni, píanóleikara.

Að dagskrá lokinni verður gengið í safnaðarheimilið þar sem neytt verður máltíðar að hætti Lárusar Loftssonar matreiðslumeistara.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 567 0110.

Ólafur Jóhann Borgþórsson, 23/1 2018

Tilkynning

Vegna veikinda í starfsmannahóp Seljakirkju verður opnunartími kirkjunnar  ekki alveg eins og auglýstur er næstu vikur. Ef erindið þolir ekki bið er hægt að hafa samband í farsíma prestanna: Sr. Ólafur hefur símann 866 9955 og sr. Kristinn Ágúst hefur símann: 869 1166. Jafnframt er hægt að senda kirkjuverði og æskulýðsfulltrúa tölvupóst á netfangið: steinunn@seljakirkja.is

Ólafur Jóhann Borgþórsson, 13/1 2018

Bænastundir í hádeginu á fimmtudögum

Alla fimmtudaga, kl. 12 eru fyrirbænastundir í Seljakirkju. Þar eigum við bæna- og helgistund og að henni lokinni er boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu. Þetta eru ljúfar stundir þar sem allir velkomnir til þátttöku.

Ólafur Jóhann Borgþórsson, 1/10 2017

Kirkjan er opin
mánud. til fimmtud. 10-16
sími: 567 0110
seljakirkja@kirkjan.is

Prestar:
Sr. Bryndís Malla Elídóttir,
(í leyfi til 31. júlí 2018)

Sr. Ólafur J. Borgþórsson,
Viðtalstími þriðjud.-föstud.
kl. 11-12
olafur.bo@kirkjan.is

Sr. Kristinn Á. Friðfinnsson.
Viðtalstími: þriðjud -föstud.11-12.
kristinnf@mac.com

Sunnudagur

Kl. 11:00 Barnaguðsþjónusta
Kl. 14:00 Guðsþjónusta
Kl. 20:00 AA - opinn fundur.

Ritningarvers dagsins:
Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning. (Mt. 6:25;34)

Dagskrá ...