Seljakirkja

 

Uppstigningardagur, 10 maí – dagur eldri borgara

Næsti fimmtudagur er uppstigningardagur haldinn hátíðlegur í kirkjum landsins.

Af því tilefni verður guðsþjónusta í Seljakirkju sem hefst kl. 14.
Sr. Jón Ómar Gunnarsson, prestur í Fella- og Hólakirkju, prédikar og sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson þjónar fyrir altari.
Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgel og Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsönginn.

Soroptimistaklúbbur Bakka og Selja býður öllum upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkjunnar guðsþjónustu lokinni.

Boðið verður upp á akstur til kirkju og eru þau sem vilja nýta sér það beðin að hringja í síma 567 0110.

Guðsþjónustan er í samstarfi við Fella- og Hólakirkju og er von okkar að sem flestir sjái sér fært að eiga með okkur góða stund á helgum degi. Með blessunaróskum Prestar og starfsfólk Seljakirkju

Ólafur Jóhann Borgþórsson, 7/5 2018 kl. 20.28

     

    Seljakirkja, Hagaseli 40, 109 Reykjavík. Sími 567 0110 · Kerfi RSS