Siðbótarafmæli

 

Ný heimasíða opnuð 29. janúar: www.sidbot.is

images-1Ný heimasíða verður opnuð þar sem upplýsingar um alla viðburði afmælisársins víða um land verður aðgengilegt. Þar verður að finna fróðleik um Lúther og siðbótina ásamt efni sem tengist sibótarafmælisárinu.

www.sidbot.is

Við erum líka á facebook/ siðbótarafmæli.

Fylgist með!

Anna Grétarsdóttir, 19/1 2017

Hátíðarmessa og Tónleikhús ReykjavíkBarokk 29. janúar

Lucas_Cranach_d.Ä._-_Doppelporträt_Martin_Luther_u._Katharina_Bora_(Hessisches_Landesmuseum)Hátíðarmessa og Tónleikhús

Hátíðarmessa í Hallgrímskirkju 29. janúar kl.11 á fæðingardegi Katrínar af Bóra. Messunni verður útvarpað á Rás 1. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Biskup Íslands Sr. Agnes M. Sigurðardóttir predikar. Björn Steinar Sólbergsson organist. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur ásamt barna- og unglingakór kirkjunnar. Vígslubiskupar,  Nefnd um fimm alda minningu siðbótar og messuþjónar Hallgrímskirkju þjóna.

Tónleikhús um tvær siðbótarkonur verður svo flutt strax að lokinni messu eða kl.12.15.

 

Tónleikhús um tvær siðbótarkonur

Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk stendur fyrir flutningi á tónleikhúsinu “Elísabet og Halldóra, Bach og Grallarinn” þann 29. janúar 2017 í Hallgrímskirkju kl.12.15 í kjölfar hátíðarmessu sem haldin verður sama dag kl. 11.

Hópurinn samanstendur af 12 hljóðfæraleikurum en auk þeirra koma fram á sýningunni fjórir söngvarar og leikkona. Aðalhlutverkin í sýningunni verða í höndum Maríu Ellingsen leikkonu og söngvaranna Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur og  Jóhönnu Halldórsdóttur. Konsertmeistari ReykjavíkBarokk á sýningunni verður Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðluleikari og listrænir stjórnendur verkefnisins eru Diljá Sigursveinsdóttir, fiðluleikari og Guðný Einarsdóttir, organisti.

 

Tónleikhúsið varpar ljósi á sögu tveggja kvenna frá siðbótartímanum og byggir á heimildum um líf þeirra og störf. Konurnar tvær eru þær Halldóra Guðbrandsdóttir (1574 – 1658) sem m.a. var fóstra Hallgríms Péturssonar og bústýra á Hólum með leyfi konungs í forföllum föður síns, Guðbrands Þorlákssonar og hin þýska Elisabeth Cruciger (1500-1535) sem gerðist nunna en snerist seinna til hins nýja siðar. Elisabeth var eitt af fyrstu sálmaskáldum siðbótarinnar og samstarfskona Marteins Lúthers. Sálmur Elisabethar var með í allra fyrstu útgáfu sálmabókar Lúthers og barst til Íslands og var prentaður í fyrstu útgáfu Grallarans, messubók Guðbrands  Þorlákssonar. Tónefniviður tónleikhússins verður kantatan “Herr Christ, der einge Gottes Sohn” BWV 96 sem Johann Sebastian Bach (1685-1750) samdi yfir sálm Elisabethar Cruciger og messa skv. messubók Guðbrands (Grallaranum) þar sem stuðst er við 1. sunnudag í aðventu, en þar er sálmur Elisabethar upphafssálmur messunnar.  Tónlistin verður leikin á upprunahljóðfæri og fléttuð saman við söng og textabrot sem listakonur úr hópnum spinna og móta í samvinnu við leikstjórann og leikkonuna Maríu Ellingsen. Verkefnið varpar ljósi á marga áhrifaþætti siðbótarinnar t.d. trúar-, menningar- og tónlistarsögu.

 

Tónleikhúsið verður flutt aftur að kvöldi 29. janúar í Hjallakirkju kl.21 og stefnt er að endurflutningi síðar á árinu.

 

Anna Grétarsdóttir, 19/1 2017

Erindi flutt á Málþingi í Háteigskirkju 31.október 2016

IMG_1183

Nú er hægt að hlusta á hljóðfæla frá Málþingi sem haldið var í Háteigskirkju þann 31. október s.l. Ævar Kjartansson sá um upptöku.

 

 

 

 

 

Anna Grétarsdóttir, 21/11 2016

Málþing á Siðbótardaginn: Lúthersk arfleifð í nútíma samfélagi

Marteinn LutherMánudaginn 31.október n.k verður haldið málþing í safnaðarheimili Háteigskirkju kl.15.30 – 18.30 undir yfirskriftinni Lúthersk arfleifð í nútíma samfélagi.

Fjögur erindi verða flutt á málþinginu:

  •  Egill Arnarson heimspekingur: Kreppa kennivalds í samtímanum.
  •  Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor í guðfræðilegri siðfræði við HÍ: “Köllun mannsins í syndugum heimi. Orðræða Lútherska heimssambandsins um loftslagsmál í aðdraganda Parísarráðstefnunnar (COP21) 2015”.
  •  Haraldur Hreinsson guðfræðingur: Er nútíminn lútherskur? „Simul iustus et peccator“ og hversdagsmenningin.
  • Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og framkvæmdastýra Jafnréttisstofu: „Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu.“ Konur, kvennabaráttan og siðbótin.

Þetta er fimmta málþingið sem Nefnd um fimm alda minningu siðbótarinnar stendur fyrir.

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson stýrir umræðum.

Verið hjartanlega velkomin.

Anna Grétarsdóttir, 29/9 2016

Lúthers – Ráðstefna í Skálholti

Prof. Dr.Phil. Hartmut Rosenau og Prof. Dr. Johannes Schilling  koma í heimsókn í september frá Háskólanum í Kiel í Þýskalandi. Heimsókn þeirra er samstarfsverkefni Háskólans í Kiel, Háskóla Íslands, Guðfræðistofnunar og Nefndar um fimm alda minningu siðbótarinnar.

Fyrirlestrar verða í Hásóla Íslands þann 12. september kl.11.40-13.10 og í Hallgrímskirkju þann 13.september kl.19.30. Tveggja daga ráðstefna verður svo haldin í Skálholti daganna 14.-15. september. Skráning á heimasíðu Skálholts.

Marteinn Lúther og fleiri siðbótarmenn í málverki eftir Lucas Cranach

Marteinn Lúther og fleiri siðbótarmenn í málverki eftir Lucas Cranach

Dr. Schilling er kirkjusagnfræðingur með sérþekkingu á kirkjusögu miðalda, Lúther og siðbótartímanum. Dr. Rosenau er sérfræðingur í samstæðilegri guðfræði og hefur greint stöðu trúarinnar í siðnútímanum og leitast við að nýta spekihefðina í greiningum sínum. Rætur hans liggja í lútherskri guðfræði og útfærslu hennar innan frjálslyndu guðfræðinnar, auk þess sækir hann mikið í arfleifð þýskrar heimspeki, þá sér í lagi samtíðarheimspeki.

Fyrirlestrarnir tengjast nútíma lúthersrannsóknum og mun tónlist, sálmahefð, náðin, biðin og blessunin verða til umfjöllunar og sett í samhengi við mannfræðilega guðfræði.

Dr. Schilling og Dr. Rosenau eru eftirsóttir víða um lönd og eru framarlega á sínu sviði enda miðla þeir spennandi sjónarhorni á guðfræði Lúthers.  Þeir koma báðir að skipulagningu mikilla hátíðarhalda í Þýskalandi í tilefni af 500 ára minningu síðbótarinnar á næsta ári og á Dr. Schilling sæti í nefnd sem stýrir hátíðarhöldunum þar í landi.

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson stýrir umræðum og spjalli milli fyrirlestranna.

Vakin er athygli presta og djákna á því að ráðstefnan í Skálholti er ætluð sem undirbúningur fyrir prestastefnu í Wittenberg í júní á næsta ári og prestar og djáknar eru kvött til að taka frá tíma og mæta í Skálholt. Að sjálfsögðu eru öll áhugsöm velkomin í Skálholt!

 

 

Anna Grétarsdóttir, 24/8 2016

Ferð á söguslóðir Lúthers í ágúst

Undanfarin ár hafa hjónin Gunnar Kristjánsson, dr. theol. og Anna Margrét Höskuldsdóttir farið með hópa á slóðir Lúthers í Þýskalandi. Margir hafa óskað eftir því að efnt yrði til slíkrar ferðar á þessu ári (2016) og hafa þau orðið við þeim óskum. Farið verður 23. ágúst 2016 og komið aftur 3. sept.  Lesa áfram …

Ingólfur Hartvigsson, 21/3 2016

Málþing um konur og siðbótina

Fimmtudaginn 14. apríl nk. kl. 13:30-16:00 verður haldið málþing  á vegum Nefndar um fimm alda minningu siðbótarinnar og Félags prestsvígðra kvenna. Málþingið ber yfirskriftina Konur og siðbótin og verður haldið í Digraneskirkju í beinu framhaldi af prestastefnu.  Lesa áfram …

Ingólfur Hartvigsson, 13/2 2016

Málþing á Siðbótardaginn: Lúther og Biblían

Laugardaginn 31. október nk. verður haldið málþing í safnaðarheimili Grensáskirkju í Reykjavík kl. 13:30 – 16.00 undir yfirskriftinni Lúther og Biblían. 

Þetta er þriðja málþingið sem nefnd um fimm alda minningu siðbótarinnar stendur að. Að þessu sinni er málþingið haldið í samstarfi við Biblíufélagið í tilefni af 200 ára afmæli þess.

Á málþinginu verða flutt þrjú erindi:

Dr. Gunnar Kristjánsson: Reynslan og Ritningin. Um Biblíutúlkun Lúthers.

Sr. Dalla Þórðardóttir: Að lesa Biblíuna með Lúther.

Sr. Árni Svanur Daníelsson: Lesandinn athugi það. Um formála Lúthers að ritum Biblíunnar.


Dr. Gunnar J. Gunnarsson stýrir umræðum.

Boðið verður upp á kaffi og er málþingið öllum opið.

Ingólfur Hartvigsson, 21/9 2015

Málþing 11. apríl: Upprisan í sálmum og prédikun Lúthers

Laugardaginn 11. apríl kl. 13:30-16:00 verður haldið málþing í Neskirkju, undir yfirskriftinniUpprisan í sálmum og prédikun Lúthers. 

Málþingið er einn af mörgum viðburðusem nefnd um fimm alda minningu siðbótarinnar stendur fyrir í tilefni af því að árið 2017 verða  liðin 500 ár frá því að Marteinn Lúther hengdi greinarnar 95 á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg. Sá atburður er talinn marka upphaf siðbótarinnar. 

Á málþinginu verða flutt eftirtalin erindi: 

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson: „Sáð er forgengilegu, en upp rís óforgengilegt“ – Um dauða og upprisu í guðfræði Lúthers.

Dr. Einar Sigurbjörnsson: Á hólm við dauðann Guðs son gekk“  Um páskasálma Lúthers. 

Dr. Margrét Eggertsdóttir: ,,Hveitikorn þekktu þitt” – Upprisan í verkum Hallgríms Péturssonar.

Auk þess mun Margrét Bóasdóttir leiða söng þar sem sálmar Lúthers verða kynntir. 

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup, stýrir umræðum.


Boðið verður upp á kaffi og er málþingið öllum opið.

Ingólfur Hartvigsson, 2/4 2015

Skemmtileg frétt á ruv.is

Á vefsíðunni ruv.is er hægt að lesa um vinsældir Marteins Lúthers hjá playmobil aðdáendum. Sjá www.ruv.is/frett/playmo-marteinn-luther-seldist-upp

Ingólfur Hartvigsson, 15/2 2015

Skyldir vefir

2017.is er vefur um þverfaglegt rannsóknarverkefni um siðbótina.

Lúther.is er vefbók um Martein Lúther og siðbótina.

Guðfræði.is er vefur með fræðigreinum um siðbótina.

Vísindavefurinn geymir greinar um siðbótina.

 

Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Sími 5284000 · Kerfi RSS