Siðbótarafmæli

 

Málþing um konur og siðbótina

Fimmtudaginn 14. apríl nk. kl. 13:30-16:00 verður haldið málþing  á vegum Nefndar um fimm alda minningu siðbótarinnar og Félags prestsvígðra kvenna. Málþingið ber yfirskriftina Konur og siðbótin og verður haldið í Digraneskirkju í beinu framhaldi af prestastefnu. 

Dagskrá:

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands: Siðbótarkonur á sextándu öld.

Dr. Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor við Árnastofnun: „Þó svanurinn betur syngi en hún“. Trúarlegur kveðskapur kvenna fyrr á öldum.

Guðrún Ása Grímsdóttir, cand. mag., rannsóknarprófessor við Árnastofnun: Húsfreyja sóknarherrans.

Karítas Kristjánsdóttir, cand. theol., kennari við Kirkjubæjarskóla á Síðu og Fræðslunet Suðurlands. ,,Verði á mér Guðs vilji!” Um bréfabók Valgerðar Jónsdóttur í Skálholti frá 1796 – 1806.

Málþingsstjóri verður sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir  sóknarprestur í Odda og formaður Félags prestvígðra kenna.

Málþingið er öllum opið.

Ingólfur Hartvigsson, 13/2 2016 kl. 14.05

     

    Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Sími 5284000 · Kerfi RSS