Skagastrandarprestakall

 

Hólaneskirkja

Sunnudaginn 23. apríl kl. 11.00 verðum við  í sjöunda himni í sunnudagaskólanum. Það verður uppskeruhátíð hjá okkur vegna þess að nú er sunnudagaskólanum lokið á þessu misseri fram á næsta haust er við hittumst eftir gott sumar.

Bryndís Valbjarnardóttir, 22/4 2017

Helgihald og fermingar um páska og sumardaginn fyrsta 2017

Hólaneskirkja

Á fösturdaginn langa 14. april kl. 17.00 verður lágstemmd stund í kirkjunni með lestri Passíusálma og ljúfum tónum leiknum af Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur.

Á páskadag 16. apríl kl. 9.00 verður hátíðarmessa þar sem kór Hólaneskirkju syngur hátíðartón séra Bjarna Þorsteinssonar og leiðir söng undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista. Magnús Sólberg Baldursson verður fermdur í athöfninni. Meðhjálpari er Steindór Runiberg Haraldsson. Eftir messuna er boðið upp á brauð og heitt súkkulaði.

Hofskirkja

Á páskadag kl. 11.00 verður Hátíðarguðsþjónusta, þar sem kór Hólaneskirkju syngur hátíðartón séra Bjarna Þorsteinssonar og leiðir söng undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista. Freydís Ósk Kristjánsdóttir og Sólveig Erla Baldvinsdóttir leika á hljóðfæri, en þær eru nemendur í Tónlistarskóla A-Hún.  Meðhjálpari er María Hjaltadóttir.

Holtastaðakirkja

Á sumardaginn fyrsta 20. apríl kl. 13.00 verður fermingarmessa í kirkjunni. Kór Bergsstaða-, Bólstaðarhlíðar– og Holtastaðakirkju leiðir söng undir stjórn Sveins Árnasonar organista. Hugrún Lilja Pétursdóttir frá Hólabæ verður fermd í athöfninni. Meðhjálpari er Kristín Jónsdóttir.

Séra Bryndís Valbjarnardóttir, prédikar og þjónar fyrir altari í messunum og guðsþjónustunni.

 

 

Bryndís Valbjarnardóttir, 10/4 2017

Bólstaðarhlíðakirkja – Hólaneskirkja

Messa í Bólstaðarhlíðakirkju, laugardaginn 1. apríl kl. 13.00.
Í messunni verður fermdur Guðmundur Sævar Þórsson Brúarhlíð, 541 Blönduósi. Kór Bergsstaða- Bólstaðarhlíða- og Holtastaðakirkju syngur við undirleik Sveins Árnasonar organista. Séra Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir altari. Verið velkomin

Sunnudaginn 2. apríl kl. 11.00, verðum við í sjöunda himni í sunnudagaskólanum í Hólaneskirkju.

Bryndís Valbjarnardóttir, 29/3 2017

Hólaneskirkja

Sameiginleg messa hjá Blönduós- og Hólaneskirkju sunnudaginn 19. mars kl. 11.00.

Kórar kirknana syngja fallega sálma, organistar og kórstjórar eru Eyþór Franzson Wechner og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson prédikar og sr. Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir altari. Verið velkomin, fermingarbörn, sunnudagaskólabörn og aðrar kynslóðir.

Hefðbundinn sunnudagaskóli fellur niður. Börnin geta litað upp á lofti meðan á messu stendur og fá límmiða.

Bryndís Valbjarnardóttir, 16/3 2017

Æskulýðsmessa í Hólaneskirkju 5. mars 2017, kl. 14.00

Fermingarbörn og nemendur úr Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu standa fyrir æskulýðsmessu. Börnin og unglingarnir leiða stundina í samvinnu við Sr. Bryndísi Valbjarnardóttur og Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur tónlistarstjóra. Hefðbundinn sunnudagaskóli sem vera ætti kl. 11.00 fellur niður. En foreldrar eru hvattir til að koma með yngstu börnin í æskulýðsmessuna til að taka þátt í henni ásamt TTT-börnunum.

Það verður yndisstund í Hólaneskirkju.

Bryndís Valbjarnardóttir, 28/2 2017

Hólaneskirkja 19. febrúar 2017

Við verðum í sjöunda himni í sunnudagaskólanum kl. 11.00.

Konudagsmessa verður síðan kl. 18.00. Sungnir verða sálmar eftir konur. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Hólaneskirkju syngur undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista og kórstjóra. Ritningarlestrar eru í höndum Örnu Rúnar Arnarsdóttur og Ingólfs Eðvalds Björnssonar.

Verið öll hjartanlega velkomin

Bryndís Valbjarnardóttir, 16/2 2017

Hólaneskirkja 29. janúar 2017

Við erum í sjöunda himni á hverjum sunnudagsmorgni í Hólaneskirkju kl. 11.00. Hlustum á biblíusögu, syngjum, biðjum og leikum okkur.

Guðsþjónusta verður kl. 18.00. Það er ljúft að fá andlega næringu áður en kvölverðar er neytt. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Hólaneskirkju syngur undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista og kórstjóra. Fermingarbörn og forráðamenn eru sérstaklega hvött til að koma til kirkju.

Bryndís Valbjarnardóttir, 26/1 2017

Sunnudagaskóli í Hólaneskirkju 22. jan. kl. 11.00

Við verðum í sjöunda himni í sunnudagaskólanum. Syngjum, biðjum og hlustum á sögur. Síðan fáum við okkur kex og djús meðan við litum fallegar myndir.

Bryndís Valbjarnardóttir, 20/1 2017

Hátíðarguðsþjónustur um jólin 2016

Hólaneskirkja 24. desember – aðfangadagur jóla

Hátíðarguðsþjónusta kl. 23.00

Kór Hólaneskirkju flytur hátíðarsöngva séra Bjarna Þorsteinssonar við undirleik Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista. Guðrún Anna Halldórsdóttir spilar á saxofón.

Höskuldsstaðakirkja 25. desember – jóladagur

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Kór Hólaneskirkju flytur hátíðarsöngva séra Bjarna Þorsteinssonar við undirleik Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista. Guðrún Anna Halldórsdóttir spilar á saxofón

Bergsstaðakirkja í Svartárdal 26. desember – annar dagur jóla

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Kór Bergsstaða-, Bólstaðarhlíðar– og Holtastaðakirkju syngur við undirleik Sigrúnar Grímsdóttir organista.

Guð gefi  þér gleðiríka jólahátíð og blessunarríkt nýtt ár.

 Bryndís Valbjarnardóttir, sóknarprestur.

  Fésbók: Skagastrandarprestakall

 

 

Bryndís Valbjarnardóttir, 17/12 2016

Hólaneskirkja – sunnudagaskóli 11. des. kl. 11.00

Við verðum í sjöunda himni í sunnudagaskólanum í Hólaneskirkju 3. sunnudag í aðventu kl. 11.00

Bryndís Valbjarnardóttir, 9/12 2016

Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir
S: 860 8845 / 452 2695
bryndis.valbjarnardottir@gmail.com

Sunnudagur

Hólaneskirkja: Sunnudagaskóli kl. 11.00

Dagskrá ...