Skagastrandarprestakall

 

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir vísiterar Skagastrandarprestakall

Dagana 25. – 26. september 2018 heimsækir biskup Íslands allar kirkjur prestakallsins. Í sveitakirkjunum verður helgistund með hugleiðingu sem frú Agnes M. Sigurðardóttir flytur og í Hólaneskirkju mun hún prédika við messu. Verið öll velkomin að eiga notalega stund saman í kirkjunum.

Þriðjudagur 25. sept.

Kl. 11.30 BERGSSTAÐAKIRKJA

Kl. 12.30 BÓLSTAÐARHLÍÐAKIRKJA

Kl. 15.00 HOLTASTAÐAKIRKJA

kl. 20.30 HÓLANESKIRKJA

Miðvikudagur 26. sept.

kl. 10.30 HÖSKULDSSTAÐAKIRKJA

kl. 10.45 HÖSKULDSSTAÐAKIRKJA – Biskup Íslands vígir sögutorg í Höskuldsstaðakirkjugarði.

kl. 12.00 HOFSKIRKJA

Bryndís Valbjarnardóttir, sóknarprestur

Bryndís Valbjarnardóttir, 19/9 2018

Hólaneskirkja 9. júní kl. 13.00

Messa verður í Hólaneskirkju laugardaginn 9. júní kl. 13.00
Fermdir verða:

Almar Atli Ólafsson, Litla-Felli,  Skagströnd

Ólafur Guðni Helgason, Gufudal, Reykhólahreppi

Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir altari. Kór Hólaneskirkju undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur syngur. Meðhjálpari er Jón Ólafur Sigurjónsson. Verið öll hjartanlega velkomin.

Bryndís Valbjarnardóttir, 5/6 2018

Sjómannamessa 2. júní 2018 kl. 11.00 í Hólaneskirkju

Skrúðganga verður frá hátíðarsvæði við höfnina að Hólaneskirkju kl. 10.30.

Prestur er séra Bryndís Valbjarnardóttir, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir leikur á flygil og stjórnar kór sjómanna við undirleik dyggra hljóðfæraleikara þeirra Guðmundar Egils Erlendssonar, gítarleikara, Jón Ólafs Sigurjónssonar, bassaleikari og Valtýrs Sigurðssonar, trommuleikari. Meðhjálpari er Steindór Runiberg Haraldsson. Ræðukonan í ár er Jensína Lýðsdóttir, sjómannsdóttir og sjómannskona. Að messu lokinni verður lagður blómsveigur að minnisvarða um drukknaða sjómenn. Fögnum deginum – fögnum hetjum hafsins.

Bryndís Valbjarnardóttir, 1/6 2018

Ferming í Hólaneskirkju á hvítasunnudag 20. maí kl. 13.00

Fermd verð ungmennin:

Andri Már Gunnarsson, Sunnuvegi 2, Skagaströnd.

Brynjar Daði Finnbogason, Suðurvegi 30, Skagaströnd.

Einar Hjálmtýr Gunnarsson, Hólabraut 22, Skagaströnd.

María Gret Gunnarsdóttir, Suðurvegi 1, Skagaströnd.,

Mikael Garðar Hólmgeirsson, Ægisgrund 3, Skagaströnd.

Nadía Heiðrún Arthursdóttir, Marargötu 7, Grindavík.

Kór Hólaneskirkju syngur við undirleik Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur, Séra Bryndís Valbjarnardóttir og Kristín Leifs Árnadóttir þjóna fyrir altari.

Bryndís Valbjarnardóttir, 14/5 2018

Ferming í Hofskirkju 19. apríl kl. 13.00

Á sumardaginn fyrsta 19. apríl kl. 13.00 verður ferming í Hofskirkju

Fermdir verða Jón Árni Baldvinsson frá Tjörn og Sindri Freyr Björnsson frá Skagaströnd.

Kór Hólaneskirkju syngur við undirleik Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur, Sólveig Erla Baldvinsdóttir leikur á þverflautu. Séra Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir altari. Gleðilegt sumar.

Bryndís Valbjarnardóttir, 16/4 2018

Bíósunnudagur 8.4.2018 í Hólaneskirkju kl. 11.00

Við ætlum að sjá hvað Nebbi og Tófa hafa verið að gera í vetur, við syngjum og biðjum bæna og fáum okkur ljúfa hressingu á eftir. Þetta verður síðasti sunnudagaskólinn á þessu misseri. Komið fagnandi í sunnudagaskólann í Hólaneskirkju. kveðja Bryndís og Helga.

Bryndís Valbjarnardóttir, 7/4 2018

Bryndís Valbjarnardóttir, 28/3 2018

Hólaneskirkja sunnudagur 25. mars kl. 11.00

Á Pálmasunnudag verður Æskulýðsmessa og páskastund fyrir allar kynslóðir. Börn í sunnudagskólanum, TTT-starfi og fermingarbörn ásamt nemendum úr Tónlistarskóla A-Húnvavatnssýslu leiða stundina ásamt séra Bryndísi Valbjarnardóttur og Hugrúnu Sif Halgrímsdóttur tónlistarstjóra. Boðið er upp á djús meðlæti eftir stundina.

Bryndís Valbjarnardóttir, 22/3 2018

Hólaneskirkja

Við verðum í öllum regnbogans litum í sunnudagaskólanum 25. feb. kl. 11.00, eins og alla sunnudaga.

Bryndís Valbjarnardóttir, 12/3 2018

Leiksýning í Blönduóskirkju laug. 24. feb. kl. 11.00

“Hér stend ég”

Stoppleikhópurinn sýnir leikrit um Martein Lúther í Blönduóskirkju laugardaginn 24. feb. n.k. kl. 11.00. Valgeir Skagfjörð er höfundur og leikstýrir verkinu, munu ásamt honum þau Eggert A. Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir fara með hlutverk í sýningunni. Leikritið tekur um 70 mín. í flutningi og er ætlað fullorðnum og eldri börnum. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega hvött til að sjá þessa sýningu.

Aðgangur ókeypis

Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi standa að sýningunni í tilefni af 500 ára siðbótarafmæli Lúthers.

 

Bryndís Valbjarnardóttir, 20/2 2018

Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir
S: 860 8845 / 452 2695
bryndis.valbjarnardottir@gmail.com

Fimmtudagur

TTT starf barna tíu til tólf ára kl. 16.00 - 17.00

Dagskrá ...