Skagastrandarprestakall

 

Hólaneskirkja sunnudagur 25. mars kl. 11.00

Á Pálmasunnudag verður Æskulýðsmessa og páskastund fyrir allar kynslóðir. Börn í sunnudagskólanum, TTT-starfi og fermingarbörn ásamt nemendum úr Tónlistarskóla A-Húnvavatnssýslu leiða stundina ásamt séra Bryndísi Valbjarnardóttur og Hugrúnu Sif Halgrímsdóttur tónlistarstjóra. Boðið er upp á djús meðlæti eftir stundina.

Bryndís Valbjarnardóttir, 22/3 2018

Hólaneskirkja

Við verðum í öllum regnbogans litum í sunnudagaskólanum 25. feb. kl. 11.00, eins og alla sunnudaga.

Bryndís Valbjarnardóttir, 12/3 2018

Leiksýning í Blönduóskirkju laug. 24. feb. kl. 11.00

“Hér stend ég”

Stoppleikhópurinn sýnir leikrit um Martein Lúther í Blönduóskirkju laugardaginn 24. feb. n.k. kl. 11.00. Valgeir Skagfjörð er höfundur og leikstýrir verkinu, munu ásamt honum þau Eggert A. Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir fara með hlutverk í sýningunni. Leikritið tekur um 70 mín. í flutningi og er ætlað fullorðnum og eldri börnum. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega hvött til að sjá þessa sýningu.

Aðgangur ókeypis

Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi standa að sýningunni í tilefni af 500 ára siðbótarafmæli Lúthers.

 

Bryndís Valbjarnardóttir, 20/2 2018

Sunnudagaskóli í Hólaneskirkju 18. feb. kl. 11.00

Við verðum í öllum regnbogans litum, hlustum á Biblíusögu, syngjum, horfum á skemmtilegar myndir og biðjum fallegra bæna. Eftir stundina fáum við okkur djús og kex meðan við litum og spjöllum saman. Verið öll hjartanlega velkomin.

 

Bryndís Valbjarnardóttir, 17/2 2018

Hólaneskirkja 28. janúar 2018

Kvöldguðsþjónusta í tengslum við alþjóðlega samkirkjulega bænaviku fyrir eining kristninnar verður í Hólaneskirkju kl. 20.00. Beðið verður fyrir einingu kristinna manna með systrum og bræðrum í trúnni. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Hólaneskirkju syngur undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista og kórstjóra.

Kirkjuskólinn verður kl. 11.00 eins og á hverjum sunnudegi. Þar verðum við í sjöunda himni og í öllum litum regnbogans litum.

Bryndís Valbjarnardóttir, 24/1 2018

Sunnudagaskóli í Hólaneskirkju 21. janúar kl. 11.00

Við verðum bæði í sjöunda himni og í öllum litum regnbogans í sunnudagaskólanum. Syngjum, hlustum á Biblíusögu, biðjum fallegra bæna og fáum Mýslu og Vöku í heimsókn. Litum og fáum okkur veitingar í lok stundarinnar. Verið öll hjartanlega velkomin.

Bryndís Valbjarnardóttir, 19/1 2018

Bryndís Valbjarnardóttir, 21/12 2017

Aðventuhátíð í Hólaneskirkju, þriðjudaginn 5. desember kl. 18.00

Aðventuhátið Skagastrandarprestakalls verður í Hólaneskirkju. Kirkjukór Hólaneskirkju, Sunnudagskóla- og TTT- börnin flytja jóla- og aðventusöngva undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista. Fermingarbörn flytja hugvekjuþátt um ljósið og Jólakór barna í 4. og 5. bekk Höfðaskóla syngja falleg lög undir stjórn Ástrósar Elísdóttur. Jón Ólafur Sigurjónsson flytur jólahugleiðingu og Sr. Bryndís jólasögu. Verið öll hjartanlega velkomin.

Bryndís Valbjarnardóttir, 4/12 2017

Nýr altarisdúkur gefinn Hofskirkju

Anna Kristjánsdóttir frá Steinnýjarstöðum færði Hofskirkju í Hofssókn altarisdúk að gjöf og var hann helgaður í messu sunnudaginn 26. nóv. 2017. Táknin framan á dúknum standa fyrir trú von og kærleik, á hliðunum er fangamark Krists XP sem eru fyrstu stafirnir í orðinu Kristur á grísku. Á annarri hliðinni eru einnig fangamörk foreldra Önnu og hinum megin stafirnir hennar og ártal. Anna átti þann draum að sauma altarisdúk fyrir Hofskirkju. Það tók um tvö ár að hanna dúkinn, mæla, teikna og sauma prufur. Í mars 2016 byrjaði Anna svo að sauma og voru síðustu sporin tekin í nóvember. Hún hefur ekki talið saman tímana sem farið haf í verkið, en 280 metrar af saumagarni hafa farið í dúkinn. Dúkurinn er tileinkaður foreldrum hennar, þeim Kristjáni Kristjánssyni sem lést árið 2007 og Árnýju Margréti Hjaltadóttur. Þau hjónin hugsuðu um kirkjuna áratugum saman og í dag gerir Árný það enn af alúð og kærleika. Það er hverju samfélagi mikils virði að í því búi kærleiksríkir einstaklingar eins og þau hjónin. Söfnuðurinn í Hofssókn þakkar fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem mun prýða altari Hofskirkju um ókomin ár.

Bryndís Valbjarnardóttir, 28/11 2017

Hofskirkja 26. nóvember kl. 14.00. Sunnudagskóli í Hólaneskirkju kl. 11.00

TRÚ – VON – KÆRLEIKUR

Anna Kristjánsdóttir frá Steinnýjarstöðum hefur hannað og saumað altarisdúk sem hún ætlar að færa Hofskirkju að gjöf. Altarisdúkurinn verður helgaður í messunni.

Stúlkubarn frá Brandaskarði verður borið til skírnar.

Nemendur í Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu leika á hljóðfæri. Þau eru Freydís Ósk Kristjánsdóttir og systkinin Sólveig Erla, Kristmundur og Jón Árni Baldvinsbörn. Gunnar Már Ármannsson syngur einsöng. Rögnvaldur Valbergsson sér um orgelleik og Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir altari.

Kirkjukaffi í boði sóknarnefndar verður í Skagabúð eftir messu. Verið öll velkomin.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bryndís Valbjarnardóttir, 21/11 2017

Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir
S: 860 8845 / 452 2695
bryndis.valbjarnardottir@gmail.com

 

Hólabraut 30, 545 Skagaströnd. Sími 860 8845 og 452-2695 · Kerfi RSS