Skagastrandarprestakall

 

Hofskirkja 26. nóvember kl. 14.00. Sunnudagskóli í Hólaneskirkju kl. 11.00

TRÚ – VON – KÆRLEIKUR

Anna Kristjánsdóttir frá Steinnýjarstöðum hefur hannað og saumað altarisdúk sem hún ætlar að færa Hofskirkju að gjöf. Altarisdúkurinn verður helgaður í messunni.

Stúlkubarn frá Brandaskarði verður borið til skírnar.

Nemendur í Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu leika á hljóðfæri. Þau eru Freydís Ósk Kristjánsdóttir og systkinin Sólveig Erla, Kristmundur og Jón Árni Baldvinsbörn. Gunnar Már Ármannsson syngur einsöng. Rögnvaldur Valbergsson sér um orgelleik og Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir altari.

Kirkjukaffi í boði sóknarnefndar verður í Skagabúð eftir messu. Verið öll velkomin.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bryndís Valbjarnardóttir, 21/11 2017

Sunnudagaskóli 12. nóvember kl. 11.00

Við erum í öllum litum regnbogans á hverjum sunnudegi í sunnudagskólanum í Hólaneskirkju.

Verið öll velkomin hvar sem þið búið á landinu. Sögð er biblíusaga, sungið, leikið og margt fleira, hverri stund líkur með fallegum bænum. Á eftir er farið á kirkjuloftið til að lita og þiggja veitingar. Kaffi á könnunni fyrir eldri kynslóðina.

Bryndís Valbjarnardóttir, 11/11 2017

Sunnudagaskóli og messa í Hólaneskirkju 5. nóvember

Í tilefni allrar heilagra messu og allra sálnamessu verður messa í Hólaneskirkju kl. 20.00. Í messunni verður sérstaklega minnst látinna ástvina og kveikt á kertum fyrir þau sem farin eru. Bryndís Valbjarnardóttir sóknarprestur þjónar og Hugrún Sif Halgrímsdóttir leikur á orgelið. Kór Hólaneskirkju syngur við athöfnina.

SUNNUDAGSKÓLINN er kl. 11.00. Sögð er biblíusaga, sungið og beðið fallegra bæna.Síðan er litað og gætt sér á kexi og djús.

Verið velkomin.

Bryndís Valbjarnardóttir, 2/11 2017

Blönduóskirkja 22. október 2017

Í ár er 500 ára siðbótarafmæli Marteins Lúthers þá varð hin Evangelísk-lútherska kirkja kirkjudeild. Í tilefni siðbótarafmælisins sameinuðust prestaköll Húnavatnssýslna um að heiðra minningu Lúthers með samvinnuverkefni. Margrét Bóasardóttir söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar á heiðurinn af skipulagningunni. Kórar Blönduós-, Hvammstanga- og Hólaneskirkju stilltu saman raddir sínar með stjórn organista þeirra; Eyþórs Franzsonar Wechner, Pálínu Fanneyjar Skúladóttur og Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur. Til liðs kom Jazz tríó að sunnan; Vignir Þór Stefánsson, píanó, Jón Rafnsson, bassi og Þór Breiðfjörð, söngur.
Prestar kirknanna; Sr. Sveinbjörn Einarsson, Sr. Magnús Magnússon og Sr. Guðni Þór Ólafsson sem þjónar á Melstað og Sr. Bryndís Valbjarnardóttir fluttu stutt æviágrip og hluta af borðræðum Lúthers. Samvinnuverkefnið heppnaðis vel. Jazz – sálmar – saga Lúthers, í Blönduóskirkju sunnudagskvöld 22. okt. Við hefðum mörg hver viljað “replay” endurtaka dagskránna, við vorum svo hugfangin af snilld flytjenda.

Bryndís Valbjarnardóttir, 23/10 2017

Sunnudaginn 22. október

Sunnudagaskóli verður í Hólaneskirkju kl. 11.00 Helga Gunnars leiðir stundina.

JAZZSAMVERA verður í Blönduóskirkju kl. 20.00. Félagar úr kirkjukórum í báðum Húnavanssýslum syngja undir stjórn organistana Eyþórs Franzson Wechner, Elínborgar Sigurgeirsdóttur, Hugrúnu Sifjar Hallgrímsdóttur og Pálínu Fanneyju Skúladóttur. Jazztríóið skipa Vignir Þór Stefánsson, Jón Rafnsson og Þór Breiðfjörð.  Jazzsamveran er öðrum þræði haldin vegna 500 ára siðbótar afmælis Marteins Lúthers. Um skipulagningu sér Margrét Bóasardóttir söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar. Verkefnið er annars vegar styrkt af Héraðssjóði Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmis og hins vegar nefnd Þjóðkirkjunnar um fimm alda minningu Marteins Lúther. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir, Sr. Guðni Þór Ólafsson, Sr. Magnús Magnússon og Sr. Sveinbjörn Reynir Einarsson reyfa sögu  Lúthers og siðbótarinnar.

Bryndís Valbjarnardóttir, 20/10 2017

Í öllum litum regnbogans

Sunnudagaskóli í Hólaneskirkju 15. okt. kl. 11.00. Hugrún Sif og Ástrós Elíasar sjá um stundina.
Sunnudagaskólinn er alla sunnudaga.

Bryndís Valbjarnardóttir, 10/10 2017

Sunnudagaskóli í Hólaneskirkju

Við verðum öll í regnbogalitum í sunnudagaskólanum í Hólaneskirkju 8. október kl. 11.00

Bryndís Valbjarnardóttir, 6/10 2017

Messa í Hólaneskirkju sunnudaginn 1. október kl. 11.00

Í Vinamessu er ekki kynslóðabil. Yngsta kynslóðin fær afhent plakat og límmiða. Æskulýðsfélagið býður upp á veitingar, fyrir vægt verð en þau eru að safna sér fyrir ferð á Æskulýðsmót á Selfossi. TTT- börn þjóna í messunni. Fermingarbörn ásamt foreldrum og systkinum eru hvött til að koma svo og heldriborgarar. Hugrún Sif Hallgrímsdóttir ásamt kór Hólaneskirkju leiða söng. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir.

Bryndís Valbjarnardóttir, 28/9 2017

Hólaneskirkja – Sjómannadagsguðsþjónusta 10. júní kl. 11.00

Sjómannadagsguðsþjónusta verður laugardaginn 10. júní kl. 11.00. Kór sjómanna syngur undir stjórn Benedikts Blöndal og Skarphéðins Einarssonar, þeim til liðs er stórhljómsveit. Ræðukona er Sigríður Gestsdóttir. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir altari.  Á eftir guðsþjónustu verður gengið að minnisvarðanum um sjómenn frá Skagaströnd sem hafið hefur tekið og lagður þar blómsveigur. Gleðilegan sjómannadag.

Bryndís Valbjarnardóttir, 5/6 2017

Holtastaðakirkja laugardaginn 3. júní kl. 11.00 – Ferming

 Í messunni verður fermd

Stefanía Hrönn Sigurðardóttir, Fremstagili.

Sr. Bryndís Valbjarnardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Bergsstaða-, Bólstaðarhlíðar– og Holtastaðakirkju leiðir söng undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista. Meðhjálpari er Kristín Jónsdóttir. Verið hjartanlega velkomin.

Bryndís Valbjarnardóttir, 1/6 2017

Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir
S: 860 8845 / 452 2695
bryndis.valbjarnardottir@gmail.com

Fimmtudagur

TTT starf barna tíu til tólf ára kl. 16.00 - 17.00

Dagskrá ...