Þjóðkirkjan við utanverðan Eyjafjörð

 

Fyrirlestur um sorg og sorgarviðbrögð

“… snaran þátt af sjálfum mér” nefnist fyrirlestur um sorg og sorgarviðbrögð sem haldinn verður í Siglufjarðarkirkju mánudaginn 16. apríl kl. 20:00. Fyrirlesari er sr. Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslumála á Biskupsstofu og formaður Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð í Reykjavík. Öll mætum við sorg og harmi í lífi okkar. Í fyrirlestrinum verður fjallað um ferli sorgarinnar, gerð grein fyrir þeim tilfinningum sem upp geta komið og úrvinnslu þeirra. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Sóknarnefndir og sóknarprestar í Hríseyjar-, Dalvíkur-, Ólafsfjarðar- og Siglufjarðarprestaköllum standa fyrir erindinu.

Guðmundur Guðmundsson, 11/4 2012

Sameiginleg vorhátíð barnstarfs kirkjunnar

Sunnudaginn 25. mars kl. 11:00 verður vorhátíð barnastarfsins haldin í Dalvíkurkirkju. Biblíufræðsla og mikill söngur. Grillaðar pylsur í safnaðarheimilinu. Allir krakkar á samstarfssvæðinu velkomnir (Hríseyjar-, Dalvíkur-, Ólafsfjarðar- og Siglufjarðar­prestaköll). Tilvalið fyrir fjölskylduna að eiga saman góða stund.

Sóknarnefndir og sóknarprestar

 

Guðmundur Guðmundsson, 22/3 2012

Safnaðarblað sóknanna á svæðinu 3. tbl.

Nú er komið út 3. tbl. sameiginlegs Safnaðarblaðs á svæðinu. Þar má lesa um það fjölbreytta safnaðarstarfs sem er í gangi og sjá skipulag fyrir helgihaldið. Ein af hugmyndunum með samstarfinu er að fólk geti sótt guðsþjónustur alla sunnudaga á svæðinu. Þá er fjölbreytt fræðsla sem safnaðarfólk er hvatt til að nýta sér. Hér er safnaðarblaðið á tölvutæku formi fyrir þá sem vilja skoða það frekar.

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 2/2 2012

Fréttir af KFUM og KFUK starfinu á Dalvík og Ólafsfirði

Hér á eftir fer pistill um KFUM og KFUK starfið sem boðið er upp á fyrir 4.-7. bekk á Dalvík og Ólafsfirði. Þetta er fjórða árið sem það er í samstarfi við KFUM og KFUK á Akureyri. Starfið hefst nú eftir ármót fimmtudaginn 8. febrúar. Hér á eftir fer grein eftir Jóhann Þorsteinsson, sviðsstjóra æskulýðssviðs KFUM og KFUK á Íslandi, þar sem hann segir frá þessu starfi.

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 2/2 2012

Erindi eftir messu 12. febrúar

Á samstarfssvæði kirknanna við utanverðan Eyjafjörð stendur nú yfir verkefni sem nefnt hefur verið erindi eftir messu. Það verður boðið upp á erindi sem er flutt í kirkjunum eða safnaðarheimilunum eftir messu. Fyrsti fyrirlesturinn fjallar um manipulation sem er dulin stjórnun á hegðun annarra í eiginhagsmunaskyni. Það er Kristján Már Magnússon, sem flytur þetta áhugaverða erindi. Næst verður hann í Ólafsfjarðarkirkju 12. febrúar kl. 11 og Siglufjarðarkirkju kl. 14.

Hér á eftir fer stutt kynning á efninu sem sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir í Hrísey skrifaði eftir erindin í prestakallinu hennar.

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 2/2 2012

Erindi um hamingjuleitina 8. febrúar

Nú eru samræðukvöldin að hefjast í Glerárkirkju sem verða á miðvikudagskvöldum í febrúar og mars kl. 20-22. Fyrsta kvöldið 8. febrúar flytur dr. Kristinn Ólason, sérfræðingur í ritskýringu Gamla testamentisins, erindi um hamingjuleitina. Eftir erindið verður boðið upp á kaffiveitingar og umræður um efnið. Með þessu vill kirkjan bjóða upp á umræðuvettvang um andlegt líf, þýðingu þess fyrir trúað fólk, þar sem gefst tækifæri til að deila reynslu af því og ræða saman um trúarleg málefni. Allir eru velkomnir og geta tekið þátt í umræðunum.

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 26/1 2012

Námskeið fyrir sóknarnefndar á Dalvík

Siðast liðinn sunnudag 22. janúar var haldið námskeið fyrir sóknarnefndarfólk og presta í útfirði Eyjafjarðar. Námskeiðið var haldið á Dalvík og nutu þátttakendur gestrisni sóknarnefndarinnar þar. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefnisstjóri á biskupsstofu, flutti erindi og leiddi áhugaverðar umræður um störf sóknarnefndar og voru ræddir ítarlega möguleikar þess að byggja upp samstarfssvæði eins og reynt hefur verið á svæðinu. Hér má skoða myndir frá námskeiðinu sem sr. Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði, tók.

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 26/1 2012

Jólamessur í Hríseyjarprestakalli

Aftansöngur verður í Hríseyjarkirkju á aðfangadag kl.18:00. Hátíðarguðsþjónusta verður í Stærra-Árskógskirkju á jóladag kl. 14:00. Allir hjartanlega velkomnir. Með jólakveðju frá sr. Huldu Hrönn M. Helgadóttur, sóknarpresti.

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 13/12 2011

Bókakynning í Bergi á Dalvík – Brautryðjandinn

Miðvikudaginn 30. nóvember verður bókakaffi í þorpinu þar segir Óskar Guðmundsson frá nýrri bók sinni um Eyfirðinginn, athafnamanninn, bændaleiðtogann og biskupinn Þórhall Bjarnason. Á fullveldisdaginn verður hann svo á Bergi á Dalvík. Og þá um kvöldið verður líf og fjör í Laufási kl. 20:30 með dagskrá og verður rjúkandi súkkulagði í boði og slegið á létta strengi.

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 30/11 2011

Safnaðarblaðið komið út – 2. tbl. 2011

Blaðið segir frá því sem er á döfinni í þjóðkirkjunni á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Hrísey og Árskógsströnd. Þar má finna skrá yfir allar guðsþjónustur nú í desember og á komandi jólahátíð. Hér má sækja blaðið á Pdf-formi.

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 29/11 2011

Forsíðumynd: Hluti af altaristöflu Siglufjarðarkirkju.

Sameiginelgur vefur kirknanna við utanverðan Eyjafjörð á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Svarfaðardal, Grímsey, Árskógsströnd og Hrísey.


Um Hjálparstarf kirkjunnar (Smella á mynd til að horfa)


SAMRÆÐUKVÖLD Í FEBRÚAR OG MARS
(Smella á mynd til að fylgjast með)Viðtalstímar presta er eftir samkomulagi:

Sr. Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði
s. 467 1263 fs. 899 0278
Netfang: sae(hjá)sae.is
Viðtalstími eftir samkomlagi

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur á Ólafsfirði
s. 466 2220 fs. 894 1507
Netfang: sigridur.munda.jonsdottir(hjá)kirkjan.is
Viðtalstími eftir samkomlagi

Sr. Magnús G. Gunnarsson, sóknarprestur á Dalvík
s. 466 1685 fs. 896 1685
Netfang: mgunn(hjá)internet.is
Viðtalstími eftir samkomlagi

Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir, sóknarprestur í Hrísey
s. 466 1729
Netfang: blami(hjá)simnet.is
Viðtalstími eftir samkomlagi

Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur
Viðtalstími á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12
s. 462 6702 fs. 897 3302
Netfang: gudmundur.gudmundsson(hjá)kirkjan.is

Kæra sóknarfólk
Ræktum trúna með því að taka þátt í helgihaldi okkar sóknarkirkju eða annarrar á samstarfssvæðinu. Í kirkju er gott að koma, kyrra hugann, biðja og þakka fyrir handleiðslu Guðs. Sóknarnefndir og sóknarprestar

 

Þjóðkirkjan við utanverðan Eyjafjörð. · Kerfi RSS