Þjóðkirkjan við utanverðan Eyjafjörð

 

Erindi um hamingjuleitina 8. febrúar

Nú eru samræðukvöldin að hefjast í Glerárkirkju sem verða á miðvikudagskvöldum í febrúar og mars kl. 20-22. Fyrsta kvöldið 8. febrúar flytur dr. Kristinn Ólason, sérfræðingur í ritskýringu Gamla testamentisins, erindi um hamingjuleitina. Eftir erindið verður boðið upp á kaffiveitingar og umræður um efnið. Með þessu vill kirkjan bjóða upp á umræðuvettvang um andlegt líf, þýðingu þess fyrir trúað fólk, þar sem gefst tækifæri til að deila reynslu af því og ræða saman um trúarleg málefni. Allir eru velkomnir og geta tekið þátt í umræðunum.

Auglýsing á Pdf-formi til útprentunnar

Framhaldið á samræðukvöldunum er hægt að skoða hér.

 

Guðmundur Guðmundsson, 26/1 2012 kl. 15.42

     

    Þjóðkirkjan við utanverðan Eyjafjörð. · Kerfi RSS