Þjóðkirkjan við utanverðan Eyjafjörð

 

Námskeið fyrir sóknarnefndar á Dalvík

Siðast liðinn sunnudag 22. janúar var haldið námskeið fyrir sóknarnefndarfólk og presta í útfirði Eyjafjarðar. Námskeiðið var haldið á Dalvík og nutu þátttakendur gestrisni sóknarnefndarinnar þar. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefnisstjóri á biskupsstofu, flutti erindi og leiddi áhugaverðar umræður um störf sóknarnefndar og voru ræddir ítarlega möguleikar þess að byggja upp samstarfssvæði eins og reynt hefur verið á svæðinu. Hér má skoða myndir frá námskeiðinu sem sr. Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði, tók.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, flutti erindi um störf sóknarnefnda og samtarfssvæði.

Það var vel mætt um 35 manns og spunnust líflegar og skemmtilegar umræður um safnaðarstarfið.

Prestar og sóknarnefndarfólk veltu fyrir sér erfiðri fjárhagsstöðu safnaðanna og hvað væri mögulegt að gera.

Sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, var mættur um langan veg.

Eitt af þeim málefnum sem voru rædd voru hvað prófastsdæmið er orðið stórt og óhentug starfseining.

Mikil áhuga var hjá fundarmönnum að vinna að heill og viðgangi safnaðanna á svæðinu.

Unnið var í umræðuhópum og niðurstöðurnar kynntar og teknar saman og stefnt að áframhaldandi vinnu með þær.

Þá var rætt um kosti þess og galla að sameina sóknir og voru þau sjónarmið uppi að fjárhagslega myndi það efla starfið og styðja minni sóknir í þeim verkefnum en það væri vont að missa fólk út trúnaðarstörfum
sem bæri hag kirkjunnar sinnar fyrir brjósti.

Myndirnar tók sr. Sigurður Ægisson

 

Guðmundur Guðmundsson, 26/1 2012 kl. 15.37

     

    Þjóðkirkjan við utanverðan Eyjafjörð. · Kerfi RSS