Þjóðkirkjan við utanverðan Eyjafjörð

 

Erindi eftir messu 12. febrúar

Á samstarfssvæði kirknanna við utanverðan Eyjafjörð stendur nú yfir verkefni sem nefnt hefur verið erindi eftir messu. Það verður boðið upp á erindi sem er flutt í kirkjunum eða safnaðarheimilunum eftir messu. Fyrsti fyrirlesturinn fjallar um manipulation sem er dulin stjórnun á hegðun annarra í eiginhagsmunaskyni. Það er Kristján Már Magnússon, sem flytur þetta áhugaverða erindi. Næst verður hann í Ólafsfjarðarkirkju 12. febrúar kl. 11 og Siglufjarðarkirkju kl. 14.

Hér á eftir fer stutt kynning á efninu sem sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir í Hrísey skrifaði eftir erindin í prestakallinu hennar.

Fyrir stuttu hélt Kristján Már Magnússon sálfræðingur á Akureyri áhugaverða fyrirlestra í kirkjum prestakallsins um manipulation sem er dulin stjórnun á hegðun annarra í eiginhagsmunaskyni. Hægt væri að þýða orðið manipulation sem vélabrögð. Þetta orð er að finna í Biblíunni sem og að véla, vélabragð, vélráð, vélráður, vélræði t.d. Ef.4:14, 6:11, II.Kor.2:11, Ok.16:28. Siðblint fólk notar manipulation í samskiptum sínum. En margir fleiri eru með þessa sálsýki. Engar kannanir hafa verið gerðar hér og ekki hef ég séð neina umfjöllum um þetta efni eða fyrirlestra fyrr hér á Íslandi þrátt fyrir að ljóst sé að vélabrögð hafði verið notuð m.a. í tengslum við hrunið. Leynd er lykilatriði í skilgreiningu á manipulation. Hver kannast ekki við baktjaldamakk í pólitík þar sem m.a. upplýsingum er haldið leyndum og logið til um mál og fólk svert. Já illviljaður óheiðarleiki. Þörf er á að taka manipuation til almennrar umræðu. 12. febrúar mun Kristján Már halda þennan fyrirlestur í Ólafsfjarðarkirkju kl.11:00 og í Siglufjarðarkirkju kl.14:00. Ég mæli með þessum fyrirlestri. Þetta er samvinnuverkefni sóknanna við utanverðan Eyjafjörð.

 

Guðmundur Guðmundsson, 2/2 2012 kl. 15.21

     

    Þjóðkirkjan við utanverðan Eyjafjörð. · Kerfi RSS