Þjóðkirkjan við utanverðan Eyjafjörð

 

Æskulýðsstarf

Barnastarf:

Barnaguðsþjónustur eru alla sunnudaga frá 22. janúar til 18. mars í

Siglufjarðarkirkju kl. 11:15

Ólafsfjarðarkirkju kl. 11:00

Dalvíkurkirkju kl. 11:00

Biblíufræðsla og mikill söngur. DVD með Hafdísi og Klemma. Góð stund fyrir alla fjölskylduna. Verum dugleg að mæta með börnin í barnastarfið

http://barnatru.is/

Unglingastarf:

Guðsþjónusta verður í Hríseyjarkirkju á æskulýðsdaginn 4. mars kl. 11:00 Umfjöllunarefni verður bænin í dagsins önn

Æskulýðsguðsþjónusta í Ólafsfjarðarkirkju
verður sunnudaginn 19. febrúar kl. 14:00. Fermingarbörn taka virkan þátt. Eftir guðs- þjónustuna bjóða þau upp á vöfflur og taka við frjálsum framlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar. Umfjöllunarefni æskulýðsdagins er bænin í dagsins önn.

Ólafsfjarðarkirkja – KFUM og K starf
fyrir 9–12 ára krakka hefst miðvikudaginn 8. febrúar og verður á miðvikudögum í febrúar og mars kl. 17:30–18:20. Leikir, föndur, söngur og helgistund. Umsjón hafa Helga, Pétur og Sigríður Munda

Dalvíkurkirkja – KFUM og K starf
fyrir 9–12 ára krakka hefst miðvikudaginn 8. febrúar og verður á miðvikudögum í febrúar og mars kl. 16–16:50. Leikir, föndur, söngur, helgi- stund. Umsjón hafa Helga, Pétur og Magnús

 

 

     

    Þjóðkirkjan við utanverðan Eyjafjörð. · Kerfi RSS