Þjóðkirkjan við utanverðan Eyjafjörð

 

Erindi Halldórs Reynissonar frestað

Vegna óviðráðanlegra ástæðna verður erindi Halldórs Reynissonar um sorg og sorgarviðbrögð sem vera átti í Siglufjarðarkirkju 21. nóvember kl. 20:00 frestað um óákveðin tíma.

Guðmundur Guðmundsson, 19/11 2011

150 ára vígsluafmæli Vallakirkju í Svarfaðardal

Sunnudaginn 20. nóvember n.k verður hátíðarguðþjónusta í Vallakirkju kl 13:30 í tilefni þess að á jóladag n.k eru liðin 150 ár frá vígslu kirkjunnar á Völlum. Sóknarprestur sr. Magnús Gamalíel Gunnarsson þjónar fyrir altari og herra Jón Aðalsteinn Baldvinsson Hólabiskup predikar.

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 18/11 2011

Síungir sunnudagar um næstu helgar

Verkefnið Síungir sunnudagar á vegum ÆSKEY er að komast í gang á nokkrum stöðum en markmið þess er að vera með fræðslu fyrir og um æskuna. Næstu tvo sunnudag þann 6. nóvember á Dalvík og 13. nóvember á Ólafsfirði verður dagskrá fyrir fermingarbörn og foreldra þeirra sem byggist að nokkru á Kompás, handbók um mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk. Hér á eftir er dagskrá þessa sunnudaga og upplýsingar fyrir áhugasama. Verkefnið er styrkt af Æskulýðssjóði ríkisins.

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 3/11 2011

TTT-mót um helgina 6-7. nóvember

Næstkomandi laugardag 6. nóvember verður TTT-mót á Ólafsfirði. Búist er við góðum hópi krakka á aldrinum Tíu Til Tólf ára. Mótið hefst upp úr hádegi á laugardeginum og endar með fjölskylduguðsþjónustu í Ólafsfjarðarkirkju á sunnudeginum. Þetta er eitt af verkefnum á vegum ÆSKEY sem kallað hefur verið Síungir Sunnudagar og er styrkt af Æskulýðssjóði Ríkisins.

Lesa áfram kynningu á mótinu…

Guðmundur Guðmundsson, 3/11 2011

Hátíðarhöld á Siglufirði

Mikil hátíðarhöld hafa verið undanfarna daga á Siglufirði í tilefni af því að 150 ár eru frá fæðingu sr. Bjarna Þorsteinssonar. Sr. Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði, hefur sagt ítarlega frá hátíðarhöldunum og birt fjölda mynda á siglfirðingur.is.

Lesa áfram á siglfirðingur.is

Guðmundur Guðmundsson, 17/10 2011

Sameiginlegt safnaðarblað komið út

Sameiginlegt safnaðarblað sóknanna í Siglufjarðar-, Ólafsfjarðar-, Dalvíkur og Hríseyjarprestaköllum er komið út. Það má nálgast það hér á vefnum á Pdf-formi (Smella hér). Blaðið segir frá því helsta sem er á döfinni og þar er skrá um helgihaldið á svæðinu. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfirði fylgid blaðinu eftir með pistli sem má lesa hér

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 17/10 2011

Fréttir af aðalfundi Hjálparstarfs kirkjunnar

Laugardaginn 24. september var aðalfundur Hjálparstarfs kirkjunnar 2011 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Helstu fréttir af fundinum eru þær að Þorsteinn Pálsson stjórnarformaður Hjálparstarfsins kvaddi eftir 5 ára farsæla stjórnarsetu á erfiðum tímum. Ingibjörg Pálmadóttir var kosinn nýr formaður á fundinum. Þá var ný skipulagsskrá samþykkt á fundinum.

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 28/9 2011

Myndir frá upphafi vetrarstarfsins

Vetrarstarfið hófst með sameiginlegri fjölskylduguðsþjónustu í Siglufjarðarkirkju. Þangað kom börn og fullorðnir frá Dalvík og Ólafsfirði. Skralli trúður fór á kostum og kenndi börnunum bænina sem mamma hans hafði kennt honum. Þá var pylsuveisla í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustuna.

Lesa áfram …

Guðmundur Guðmundsson, 26/9 2011

Sameiginlegt upphaf barnastarfsins sunnudaginn 25. sept.

Næstkomandi sunnudag 25. september hefst barnastarfið í kirkjunum við utanverðan Eyjafjörð. Samveran verður í Siglufjarðarkirkju kl. 11 og þangað verður rútuferð frá Dalvík og Ólafsfirði. Skralla trúður kemur í heimsókn. Mikið verður sungið og eftir samveruna verður boðið upp á pylsur og djús.

Guðmundur Guðmundsson, 21/9 2011

Forsíðumynd: Hluti af altaristöflu Siglufjarðarkirkju.

Sameiginelgur vefur kirknanna við utanverðan Eyjafjörð á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Svarfaðardal, Grímsey, Árskógsströnd og Hrísey.


Um Hjálparstarf kirkjunnar (Smella á mynd til að horfa)


SAMRÆÐUKVÖLD Í FEBRÚAR OG MARS
(Smella á mynd til að fylgjast með)Viðtalstímar presta er eftir samkomulagi:

Sr. Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði
s. 467 1263 fs. 899 0278
Netfang: sae(hjá)sae.is
Viðtalstími eftir samkomlagi

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur á Ólafsfirði
s. 466 2220 fs. 894 1507
Netfang: sigridur.munda.jonsdottir(hjá)kirkjan.is
Viðtalstími eftir samkomlagi

Sr. Magnús G. Gunnarsson, sóknarprestur á Dalvík
s. 466 1685 fs. 896 1685
Netfang: mgunn(hjá)internet.is
Viðtalstími eftir samkomlagi

Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir, sóknarprestur í Hrísey
s. 466 1729
Netfang: blami(hjá)simnet.is
Viðtalstími eftir samkomlagi

Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur
Viðtalstími á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12
s. 462 6702 fs. 897 3302
Netfang: gudmundur.gudmundsson(hjá)kirkjan.is

Kæra sóknarfólk
Ræktum trúna með því að taka þátt í helgihaldi okkar sóknarkirkju eða annarrar á samstarfssvæðinu. Í kirkju er gott að koma, kyrra hugann, biðja og þakka fyrir handleiðslu Guðs. Sóknarnefndir og sóknarprestar

 

Þjóðkirkjan við utanverðan Eyjafjörð. · Kerfi RSS