Stafholtsprestakall

 

Helgihald á aðventu og um jól í Stafholtsprestakalli

Birna G. Konráðsdóttir, 11/12 2012

Uppskeruhátíð í Stafholtsprestakalli

Sumri er tekið að halla og náttúran er farin að skarta sínum fallegu haustlitum. Er líða tekur að hausti er  uppskorið það sem til var sáð að vori.

Þakkað er fyrir góðar gjafir jarðar í Stafholtsprestakalli á líkan hátt og verið hefur undanfarin ár með uppskeruhátíð og Barna og fjölskylduguðsþjónustu í Stafholtskirkju sunnudaginn 4. september kl 14.

Að vanda er kirkjukaffi að lokinni guðsþjónustu og einnig verður ýmiskonar varningur á boðstólum til styrktar kirkjuviðgerum. Þeir sem vilja leggja eitthvað til, er það velkomið.

.

Birna G. Konráðsdóttir, 3/9 2011

Reising hafin á nýja íbúðarhúsinu í Stafholti

Í vor var tekin skóflustunga að nýju íbúðarhúsi í Stafholti. Fljótlega hófust framkvæmdir við grunn og að steypa sökkla. Í sumar hefur verktakinn Eiríkur I. Ingólfsson og hans menn smíðað útveggina, sem eru úr tré, á verkstæði fyrirtækisins. Nú er hins vegar búið að reisa veggina. Það var gert síðasta þriðjudag 16. ágúst. Stefnt er að því að sóknarpresturinn og fjölskylda hans flyti í nýja húsið fyrir jólin á þessu ári.

Birna G. Konráðsdóttir, 19/8 2011

Fyrsta skóflustungan að nýjum prestsbústað

Lesa áfram …

Birna G. Konráðsdóttir, 7/5 2011

Handgerður hökull gefinn Stafholtsprestakalli

Margrét Guðjónsdóttir, Hvassafelli gaf Stafholtsprestakalli nýjan hökul, handgerðan af Herder Andersson og var hökullinn vígður við guðsþjónustu í Stafholtskirkju á skírdagskvöld 21. apríl.

Herder Anderson er Svíi sem búið hefur hér á landi um langa hríð og hefur frá árinu 2006  saumað alls 26  hökla í öllum litum kirkjuársins ásamt með stólum.  Efnið og litina hefur hann valið sem og hannað allt munstur sjálfur og er það bæði hefðbundið en einnig nýstárlegt. Hvert einasta spor er síðan saumað í höndum  og álit hans er að kirkjuklæði skal saumað i höndum, ekki í saumavél.

Er hann setti upp sýningu á vinnu sinni var Margrét honum til ráðgjafar og aðstoðar. Herder gaf henni þennan hökul sem hún hefur nú gefið prestakallinu. Eins og áður segir var hökullinn helgaður í guðsþjónustunni að kvöldi skírdags og ber liti föstunnar.

Birna G. Konráðsdóttir, 24/4 2011

Pilagrímagöngur – helgigöngur

Hinn 13. mars s.l. hófust pílagrímagöngur sem prestarnir í Stafholti, Reykholti, og Hvanneyri hafa sameinast um að standa fyrir. Hugmyndin að þessari samvinnu hefur blundað með prestunum um nokkra hríð.  Sjá nánar á heimasíðunni http://www.pilagrimar.is

Birna G. Konráðsdóttir, 19/4 2011

Aðalsafnaðarfundur Stafholtssóknar

Aðalsafnaðarfundur Stafholtssóknar verður haldinn í Stafholti sunnudaginn 3. apríl á eftir guðsþjónustu.

Fundarefni:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Framvkæmdir við kirkju og garð
  3. Staða húsbyggingar í Stafholti
  4. Önnur mál.

Birna G. Konráðsdóttir, 31/3 2011

 

Borgir, 311 Borgarnesi. · Kerfi RSS