Strandarkirkja

 

Messa annan dag Hvítasunnu

Messa Annan Hvítasunnudag kl. 13:30.

Fermdir verða tveir piltar.

Prestur, Baldur Kristjánsson. Djákni, Guðmundur S. Brynjólfsson.

Kór, Þorlákskirkju. Organisti, Miklós Dalmay. Meðhjálpari, Sylvía Ágústsdóttir.

Allir eru hjartanlega velkomnir til þessarar hátíðarstundar.

Baldur Kristjánsson, 11/5 2016

Föstudagurinn langi – Píslarsagan lesin

Föstudagurinn langi.

Klukkan 14:00 – Píslarsagan lesin af séra Baldri Kristjánssyni og Guðmundi S. Brynjólfssyni djákna.

Miklós Dalmay leikur á orgelið á milli lestra. Meðhjálpari Sylvía Ágústsdóttir.

Gott tækifæri til íhugunnar á helgum stað.

Baldur Kristjánsson, 23/3 2016

Áheit – “… aldrei bregst hún mér”.

Enn og aftur bregst Strandarkirkja við áheitum. Eldri maður vék sér fyrir nokkru að djákna kirkjunnar og rétti honum umslag og bað fara með í bankann, þar í væri lítilræði sem hann hefði heitið á Strandarkirkju. Ekki tókst mér að fiska upp úr manninum söguna af áheitinu nema hvað það varðaði heill og heilsu ættingja – og hefði allt gengið eftir. Maðurinn lét og fylgja að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem hann héti á kirkjunna “og aldrei bregst hún mér” bætti hann svo við leyndardómsfullur á svip. En um leið brosandi, sæll.

Guðmundur S. Brynjólfsson, djákni

Baldur Kristjánsson, 9/3 2016

Hátíðarmessa á þriðja degi jóla

Þann 27. desember klukkan 14:00, þriðja dag jóla, verður hátíðarmessa í Strandakirkju.

Hátíðarsöngur Bjarna Þorsteinssonar. Kór Þorlákskirkju syngur en organisti er Miklos Dalmay.

Sr. Baldur Kristjánsson og Guðmundur Brynjólfsson þjóna fyrir altari.

Meðhjálpari Silvía Ágústsdóttir.

Baldur Kristjánsson, 23/12 2015

Djákni í Strandasókn

Heil og sæl sóknarbörn

Nú hef ég, Guðmundur S. Brynjólfsson verið ráðinn djákni í Þorlákshafnarprestakalli í 50% stöðu. Ég er því þjónn ykkar hér í Strandasókn. Ég er aðgengilegur bæði í gegnum síma (899-6568) og netfang sem er gummimux@simnet.is

Eins hef ég á miðvikudögum fasta viðveru í Þorlákskirkju frá klukkan 9:30 – 15 og þar er hægt að heimsækja mig,  eigið þið þar leið um.

Sunnudaginn 18. október var svokölluð Veiðimannamessa í Strandakirkju. Hún var vel sótt en þar þjónaði sr. Skírnir Garðarsson fyrir altari en undirritaður djákni predikaði.

 

Bestu kveðjur,

Guðmundur S. Brynjólfsson

 

Baldur Kristjánsson, 21/10 2015

MESSA OG TÓNLEIKAR 16. ÁGÚST

 

Strandarkirkja: Maríu og uppskerumessa kl. 14:00. (Sunnudag  16. Ágúst)

Prestur sr. Baldur Kristjánsson, organisti Hilmar Örn Agnarsson.

Björg Þórhallsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja og Elísabet Waage leikur á hörpu.  

Eftir messuna hefjast tónleikar sömu listamanna.

Baldur Kristjánsson, 10/8 2015

Tónleikar á sunnudaginn

​Fjórðu og næstsíðustu​

tónleikar ​

Tónlistarhátíð

​arinnar​

Englar og menn

​ í Strandarkirkju verða nk. sunnudag,

​9​

. ágúst, kl. 14. ​ Á tónleikanum koma

​ Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Hugi Jónsson baritón og Kári Allansson organisti.

 

​Yfirskrift tónleikanna er ,,​

​Baðstofan og kirkjuloftið

en á tónleikunum munu þeir félagar flytja tónlist sem hljómaði í baðstofum torfhúsanna og sveitakirkjum landsins. Undir söng verður leikið á langspil og harmóníum, en hljóðfærin spiluðu stórt hlutverk í tónlistarlífi Íslendinga á 19. öld.

​Tónleikarnir hefjast kl. 14

​ ​

og eru um klukkustundar langir.​

 

Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona er listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sem er styrkt af Menningarráði Suðurlands, Tónlistarsjóði og Strandarkirkjunefnd. Aðgangseyrir að tónleikunum er 1.500 kr. Ekki er tekið við greiðslukortum.

 

​Strandarkirkja er þekkt áheitakirkja og þykir þar vera sérstakur kraftur til hjálpar og bænheyrslu. Yfirskrift hátíðarinnar vísar til helgisagnarinnar um fyrstu kirkjuna þar, um ljósengilinn sem birtist sæförum í sjávarháska og þeir hétu á í örvæntingu sinni. Hann vísaði þeim að landi og þeir reistu þar kirkju í þakklætisskyni. Í Selvogi var fyrr á öldum blómleg byggð með útgerð og landbúnaði en nú er þar orðið strjálbýlt. Fjölmargir ferðamenn heimsækja Selvoginn og þar má njóta útivistar á fallegum gönguleiðum. Með tilkomu nýja Suðurstrandarvegarins hafa samgöngur stórbatnað og ferðamöguleikar orðið fjölbreyttari. Að tónleikum loknum er svo upplagt að fá sér

​ ​

kaffi og kræsingar​

hjá heimamönnum í kaffihúsinu T-bæ eða í Pylsuvagninum.

Baldur Kristjánsson, 7/8 2015

Messa 26. júlí kl. 14:00. Saga kirkjunnar rakin.

Messa sunnudag kl. 14:00. Í messunni verður farið yfir sögu kirkjunnar.  Kirkjukór Þorlákskirkju töfrar fram sálmafegurð undir stjórn organistans Jurg Sondermann. Veitingahús í Selvogi bjóða upp á kræsingar. Alltaf sól í Selvogi.  Baldur Kristjánsson

 

Baldur Kristjánsson, 20/7 2015

Englar og menn á sunnudag!

Fréttatilkynning

Tónlistarhátíðin Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi

Tónlistarhátíðin Englar og menn

hófst​

​í Strandarkirkju sunnudaginn 12. júlí nk. og verður fimm sunnudaga í júlí og ágúst.
Hátíðin í ár verður mikil sönghátíð en á fyrstu tónleikunum komu​

fram Björg Þórhallsdóttir sópran, Hrólfur Sæmundsson baritón og Helga Bryndís Magnúsdóttir

​sem lék á harmóníum og orgel

​ fyrir fullri Strandarkirkju.

 

​Næstkomandi sunnudag, þann​

19. júlí koma fram Svavar Knútur og Kristjana Stefáns undir yfirskriftinni Enn er vor um haf og land.

​ 

​Þau munu

flytja dagskrá þar sem fara saman lög um fegurð og harma hafs og lands. Fara þar saman sígild íslensk sönglög og frumsamin lög eftir söngvaskáldin. Gleði og sorgir, draumar

​, trú​

og þrár Íslendinga sem hafa sótt á miðin og unnað hörðu landi í aldanna rás.

 

Kristjana og Svavar Knútur hafa undanfarin ár vakið verðskuldaða athygli fyrir stórskemmtileg dúettakvöld. Þar ríkir bæði gleði og angurværð og bera þau vinirnir á borð fjölbreytta dagskrá dúetta

auk frumsaminna laga og hinna ýmsu gleði- og tregabomba. Þessa stundina er Svavar Knútur að vinna að nýrri sólóplötu og Kristjana er í samstarfi við Berg Þór Ingólfsson að semja trúðaóperuna “Sókrates” fyrir Borgarleikhúsið.

Tónleikarnir hefjast kl. 14

​ og eru um klukkustundar langir.​

 

Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona er listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sem er styrkt af Menningarráði Suðurlands, Tónlistarsjóði og Strandarkirkjunefnd. Aðgangseyrir að tónleikunum er 1.500 kr. Ekki er tekið við greiðslukortum.

 

Markmið hátíðarinnar er að bjóða upp á lifandi og vandaða tónlistarviðburði á þessum  sögufræga stað og auðga um leið tónlistarlíf á Suðurlandi.

Strandarkirkja er þekkt áheitakirkja og þykir þar vera sérstakur kraftur til hjálpar og bænheyrslu. Yfirskrift hátíðarinnar vísar til helgisagnarinnar um fyrstu kirkjuna þar, um ljósengilinn sem birtist sæförum í sjávarháska og þeir hétu á í örvæntingu sinni. Hann vísaði þeim að landi og þeir reistu þar kirkju í þakklætisskyni. Í Selvogi var fyrr á öldum blómleg byggð með útgerð og landbúnaði en nú er þar orðið strjálbýlt. Fjölmargir ferðamenn heimsækja Selvoginn og þar má njóta útivistar á fallegum gönguleiðum. Með tilkomu nýja Suðurstrandarvegarins hafa samgöngur stórbatnað og ferðamöguleikar orðið fjölbreyttari. Að tónleikum loknum er svo upplagt að fá sér

​kaffi og kræsingar​

 hjá heimamönnum í kaffihúsinu T-bæ eða í Pylsuvagninum.

 

Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á vef Strandarkirkju; http://kirkjan.is/strandarkirkja/, og á Facebooksíðu hátíðarinnar.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Björg Þórhallsdóttir, listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Englar og menn, í síma 898 4016

​Símanúmer Kristjönu er

864-6947

​ og Svavars Knúts er

864-2276

Baldur Kristjánsson, 17/7 2015

Tónlistarhátíð

Tónlstarhátíðin Engkar og menn hefst í Strandarkirkju sunnudag 12. júlí kl. 14:00. Sjá nánar í auglýsingum og fréttatilkynningum. 

Baldur Kristjánsson, 10/7 2015

Kirkjan er opin alla daga yfir sumartímann. Opnað er um kl. níu og lokað um kvöldmat.

 

Háaleiti 815 Þorlákshöfn. Sími 4833771/8980971 , fax 4833566 · Kerfi RSS