Suðurland

 

Prófastur boðar aukahéraðsfund 30. október 2018.

Aukahéraðsfundur Suðurprófastsdæmis verður haldinn þriðjudaginn 30. október nk.kl. 17.30 – 21.00 að Hótel Stracta á Hellu.
Boðað er til þessa aukahéraðsfundar til að kynna tillögur biskupafundar um sameiningar prestakalla sem fyrirhugað er að leggja fyrir kirkjuþing 2018.
Meðfylgjandi er fylgisskjal yfir sameinigartillögur biskupafundar á landsvísu.
Á héraðsfund mæta þjónandi prestar í prófastsdæminu, tveir sóknarnefndarmenn, þar af annar formaður og kirkjuþingsmenn. Auk þeirra eiga rétt á setu á fundinum aðrir sóknarnefndarmenn og starfsmenn kirknanna með málfrelsi og tillögurétt. Eru formenn sóknarnefnda vinsamlegast beðnir um að boða öðrum fundinn innan sinnar sóknar.
Dagskrá:
1. Fundarsetning.
2. Guðmundur Þór Guðmundsson skrifstofustjóri Biskupsstofu kynnir tillögur biskupafundar
3. Umræður og fyrirspurnir.
4. Fundarslit.
Hlé verður gert á fundinum kl. 19.00 til kvöldverðar í boði héraðssjóðs.

Axel Árnason Njarðvík, 10/10 2018

Kynningarfundur v. vígslubiskupskjörs

Kynningarfundur í Suðurprófastsdæmi vegna væntanlegs vígslubiskupskjörs í Skálholtsstifti 2017

 

Nú stendur fyrir dyrum kosning nýs vígslubiskups í Skálholti og eru það þeir séra Axel Árnason Njarðvík, séra Eiríkur Jóhannsson og séra Kristján Björnsson, sem eru í kjöri.

Suðurprófastsdæmi stendur fyrir kynningarfundi vegna væntanlegs vígslubiskupskjörs í safnaðarheimili Oddasóknar á Hellu, þriðjudagskvöldið  19. sept.  nk. kl. 20.00.

Samkvæmt starfsreglum hafa þjónandi prestar og djáknar í prófastsdæminu, fulltrúar í kjörnefndum prestakalla og kirkjuþingsfulltrúar kosningarétt. Um er að ræða póstkosningu sem hefst þann 28. september nk. og lýkur þann 9. október nk.

Dagskrá fundarins verður með því móti, að frambjóðendur munu flytja kynningu á sér, áherslum sínum og framtíðarsýn á málefnum kirkjunnar.  Að því búnu verður boðið upp á fyrirspurnir. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi ekki lengur en í tvo tíma. Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Fundinum verður varpað út með fjarfundarbúnaði fyrir þá sem ekki komast á fundinn og þeir sem vilja fylgjast með þannig láti undirritaða vita ( srhalldo@ismennt.is ).

Ég bið formenn sókna vinsamlega að boða öðrum kjörnefndarfulltrúum sóknarinnar fundinn.

 

Með góðri kveðju
Halldóra J. Þorvarðardóttir
Prófastur

Halldóra Þorvarðardóttir, 9/9 2017

Boðun héraðsfundar Suðurprófastsdæmis árið 2017

Héraðsfundur Suðurprófastsdæmis árið 2017 verður haldinn í Gunnarshólma í Landeyjum laugardaginn 25. mars 2017 frá kl. 11.00 – 15.00.
Á héraðsfund mæta þjónandi prestar í prófastsdæminu, tveir sóknarnefndarmenn, þar af annar formaður og kirkjuþingsmenn.  Auk þeirra eiga rétt á setu á fundinum aðrir sóknarnefndarmenn og  starfsmenn kirknanna með málfrelsi og tillögurétt.
Eru formenn vinsamlegast beðnir um að boða öðrum fundinn innan sinnar sóknarnefndar.
Gott er að starfsskýrslur sóknarnefnda berist prófasti ekki síðar en miðvikudaginn 22. mars, á netfang mitt: srhalldo@ismennt.is

Dagskrá héraðsfundar Suðurprófastsdæmis  25. mars 2017 haldinn í Gunnarshólma í Landeyjum kl. 11.00

1.     Helgistund í umsjá sr. Önundar Björnssonar

2.     Yfirlitsskýrsla prófasts

3.     Ársreikningur héraðssjóðs 2016

4.     Starfsskýrslur sókna, presta og nefnda fyrir árið 2016 lagðar fram og ársreikningar sókna, kirkjugarða  fyrir árið 2015 og skýrslur leikmannastefnu og prestastefnu.

5.     Kirkjuþingsmál

6.     Siðbótarafmælið. Sr. Jón Ragnarsson

9.     Kosningar

10.   Önnur mál

11.   Fundarslit

°°°°°°

Hádegisverðarhlé verður gert á fundinum kl. 12.15

Halldóra Þorvarðardóttir, prófastur

Axel Árnason Njarðvík, 15/3 2017

Fundarboð héraðsfundar 2015

Héraðsfundur Suðurprófastsdæmis hefur verið boðaður og verður haldinn 9. apríl 2016 að Hótel  Höfn,  kl. 9.00

 

1.     Helgistund í Hafnarkirkju í umsjá sr. Sigurðar  Kr. Sigurðssonar

2.     Yfirlitsskýrsla prófasts

3.     Ársreikningur héraðssjóðs 2015

4.     Starfsskýrslur sókna, presta og nefnda fyrir árið 2015 lagðar fram og

ársreikningar sókna, kirkjugarða og skýrsla  leikmannastefnu  2014,

5.     Samþykktir Prestastefnu kynntar

6.     Kirkjuþingsmál

7.     Vísitasía vígslubiskups í Suðurprófastsdæmi – sr. Kristján Valur Ingólfsson

8.     Kórastarf og tónlistarmál Þjóðkirkjunnar – Margrét Bóasdóttir

9.     Kosningar

10.   Önnur mál

11.   Fundarslit í Bjarnaneskirkju

°°°°°°

Hádegisverðarhlé verður gert á fundinum kl. 12.30

Kaffi í fundarlok

Sr. Halldóra Þorvarðardóttir, prófastur

Axel Árnason Njarðvík, 16/3 2016

Hvítasunnu á Suðurlandi 2014

Víkurkirkja í Mýrdal Guðsþjónusta verður í Víkurkirkju á hvítasunnudag, 8. júní nk. kl. 11:00. Organisti er Kári Gestsson. Félagar úr Samkór Mýrdælinga leiða sönginn. Fjölmennum til kirkju. Sóknarprestur

 Eyvindarhólakirkja undir Eyjafjöllum Guðsþjónusta verður í Eyvindarhólakirkju á hvítasunnudag, 8. júní nk. kl. 14:00. Organisti er Guðjón Halldór Óskarsson. Félagar úr kirkjukór Eyfellinga leiða sönginn. Fjölmennum til kirkju. Sóknarprestur

 

Axel Árnason Njarðvík, 2/6 2014

Helgihald í Víkurprestakalli – bænadaga, páska og sumardaginn fyrsta, 2014

Kirkjuskólinn í Víkurprestakalli. Lokasamvera kirkjuskólans vorið 2014 verður í Víkurskóla í Vík, laugardaginn 12. apríl nk. kl. 11:15 – 12:00. Verum nú dugleg að mæta því allir fá óvæntan glaðning.

13. apríl (Pálmasunnudagur)
Skógakirkja undir Eyjafjöllum (Ferming og altarisganga) kl. 11:00 Fermdur: Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Eystri-Pétursey, 871 Vík Organisti: Guðjón Halldór Óskarsson. Almennur safnaðarsöngur.

Víkurkirkja í Mýrdal (Ferming og altarisganga) kl. 13:00

Fermd: Guðmundur Elíasson, Sunnubraut 8, 870 Vík

Guðný Árnadóttir, Sunnubraut 12, 870 Vík

Organisti: Kári Gestsson. Söngur: Samkór Mýrdælinga.

Sólheimakapella í Mýrdal (Ferming og altarisganga) kl. 15:00

Fermdur: Jóhann Bragi Magnússon, Sólheimahjáleigu, 871 Vík

Organisti: Kristín Björnsdóttir. Almennur safnaðarsöngur.

 

17. apríl (Skírdagur-skírdagskvöld)

Stóra-Dalskirkja undir Eyjafjöllum (Altarisganga) kl. 16:00.

Organisti: Guðjón Halldór Óskarsson. Söngur: Félagar úr kirkjukór Eyfellinga.

Reyniskirkja í Mýrdal (Altarisganga) kl. 20:30.

Organisti: Kristín Björnsdóttir. Almennur safnaðarsöngur.

 

18. apríl (Föstudagurinn langi)

Dvalar– og hjúkrunarheimilið Hjallatún í Vík kl. 13:00.

Organisti: Kári Gestsson. Söngur: Félagar úr Samkór Mýrdælinga.

Víkurkirkja í Mýrdal – Lestur Passíusálma kl. 14:00 – 16:00.

Lesarar tengjast allir Mýrdalnum með einum eða öðrum hætti.

Kári Gestsson organisti leikur lög við passíusálma milli lestra.

Boðið er upp á kaffi og konfekt.

 

20. apríl (Páskadagur)

Víkurkirkja í Mýrdal (Morgunmessa) kl. 08:00.

Organisti: Kári Gestsson. Söngur: Samkór Mýrdælinga.

Eftir messuna er öllum viðstöddum boðið í morgunkaffi á prestssetrinu

í Vík í boði prestshjónanna líkt og undanfarin ár.

Evindarhólakirkja undir Eyjafjöllum kl. 14:00.

Organisti: Guðjón Halldór Óskarsson. Söngur: Félagar úr kirkjukór Eyfellinga

Skeiðflatarkirkja í Mýrdal kl. 16:00.

Organisti: Kári Gestsson.

 

24. apríl (Sumardagurinn fyrsti)

Skógakirkja undir Eyjafjöllum (Ferming og altarisganga) kl. 11:00.

Fermdir: Magnús Bjarni Fannarsson, Hrútafelli, 861 Hvolsvöllur

Þórður Tómasson, Vallnatúni, 861 Hvolsvöllur

Organisti: Guðjón Halldór Óskarsson. Söngur: Félagar úr kirkjukór Eyfellinga.

Ásólfsskálakirkja undir Eyjafjöllum (Ferming og altarisganga) kl. 13:30.

Fermdar: Jófríður Margrét Guðjónsdóttir, Syðri-Hól, 861 Hvolsvöllur

Kristrún Ósk Baldursdóttir, Norðurgarði 7, 860 Hvolsvöllur

Organisti: Guðjón Halldór Óskarsson. Söngur: Félagar úr kirkjukór Eyfellinga.

 

Skógakirkja undir Eyjafjöllum kl. 20:30.

Hefðbundin helgistund og söngstund í Skógum í byrjun sumars líkt og undanfarin ár.

Organisti og söngstjóri: Kristín Björnsdóttir í Sólheimakoti.

Kaffi á eftir í Samgöngusafninu.

Axel Árnason Njarðvík, 7/4 2014

Víkurprestakall

Skeiðflatarkirkja í Mýrdal Guðsþjónusta verður í Skeiðflatarkirkju nk. sunnudag, 6. apríl, kl. 14:00. Organisti er Kári Gestsson. Almennur safnaðarsöngur. Fjölmennum.

Kirkjuskólinn í Víkurprestakalli Minni á samveru kirkjuskólans næsta laugardag kl. 11:15 – 12:00í Víkurskóla í Vík.

Passíusálmalestur Líkt og síðustu ár verða valdir Passíusálmar lesnir í Víkurkirkju á föstudeginum langa nk. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í þessum upplestri eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Guðlaugu í s. 868-1181 eða Helgu í s. 849-5498.

Axel Árnason Njarðvík, 5/4 2014

Héraðsfundur 2014

Prófastur boðar til héraðsfundar Suðurprófastsdæmis laugardaginn 29. mars  2014  í Skálholti og hefst hann kl. 11.00.

Á héraðsfund mæta þjónandi prestar í prófastsdæminu, tveir sóknarnefndarmenn, þar af annar formaður og kirkjuþingsmenn.  Auk þeirra eiga rétt á setu á fundinum aðrir sóknarnefndarmenn og  starfsmenn kirknanna með málfrelsi og tillögurétt.  

Eru formenn sókna vinsamlegast beðnir um að boða öðrum fundinn innan sinnar sóknarnefndar.

Boðið verður upp á rútuferðir á fundinn frá Höfn og Klaustri.

 

Dagskrá héraðsfundar 29. mars  2014 haldinn í Skálholti og hefst kl. 11.00

1.    Helgistund í Skálholtskirkju í umsjá sr. Egils Hallgrímssonar
2     Yfirlitsskýrsla prófasts
3    Ársreikningur héraðssjóðs 2013.
4    Starfsskýrslur sókna, presta og nefnda lagðar fram svo og ársreikningar sókna og kirkjugarða 2013.
5    Kirkjuþingsmál
6    Samþykktir Prestastefnu og Leikmannastefnu kynntar.
7    Æskulýðsmál
8    Kosningar
8b.   Kynning fulltrúa sem eru í framboði til Kirkjuþings 2014-2018.
9.   Önnur mál
10. Fundarslit

Hádegisverðarhlé verður gert á fundinum kl. 12.00.

Axel Árnason Njarðvík, 29/3 2014

Kirkjuskólinn í Víkurprestakalli

Minnum á samveru kirkjuskólans í Víkurskóla næsta laugardag kl. 11:15 – 12:00. Halli og Gulla

Axel Árnason Njarðvík, 20/1 2014

Guðsþjónustur í Kirkjubæjarklaustursprestakalli um jól og áramót.

24. des. Aðfangadagskvöld

Minningarkapella sr. Jóns Steingrímssonar – miðnæturmessa kl. 23.30

 25. des. Jóladagur

Þykkvabæjarklausturskirkja í Álftaveri – hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00

 Prestsbakkakirkja á Síðu – hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00

26. des. Annar dagur jóla

Kapellan Klausturhólum – hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00

31. des. Gamlárskvöld

Minningarkapella sr. Jóns Steingrímssonar – aftansöngur kl. 18.00

Ingólfur Hartvigsson, 22/12 2013

Sálgæsluviðtöl
Margt fólk sækir viðtalstíma presta. Þeir veita margs konar ráðgjöf og stuðning í málefnum sem snerta bæði einstaklinga og fjölskyldur. Öllum er frjálst að leita til prestanna og ekki er gert að skilyrði að menn séu í Þjóðkirkjunni. Ekki er greitt sérstaklega fyrir sálgæsluviðtöl.

Póstlisti síðunnar: sendið póst á sudurland-subscribe@netkirkjan.is

Einfalt mál að ganga í þjóðkirkjuna. Farið á þessa vefslóð

 

Fellsmúli Landi. Sími 4876585 , fax 4876603 · Kerfi RSS