Suðurland

 

Prófastur boðar aukahéraðsfund 30. október 2018.

Aukahéraðsfundur Suðurprófastsdæmis verður haldinn þriðjudaginn 30. október nk.kl. 17.30 – 21.00 að Hótel Stracta á Hellu.
Boðað er til þessa aukahéraðsfundar til að kynna tillögur biskupafundar um sameiningar prestakalla sem fyrirhugað er að leggja fyrir kirkjuþing 2018.
Meðfylgjandi er fylgisskjal yfir sameinigartillögur biskupafundar á landsvísu.
Á héraðsfund mæta þjónandi prestar í prófastsdæminu, tveir sóknarnefndarmenn, þar af annar formaður og kirkjuþingsmenn. Auk þeirra eiga rétt á setu á fundinum aðrir sóknarnefndarmenn og starfsmenn kirknanna með málfrelsi og tillögurétt. Eru formenn sóknarnefnda vinsamlegast beðnir um að boða öðrum fundinn innan sinnar sóknar.
Dagskrá:
1. Fundarsetning.
2. Guðmundur Þór Guðmundsson skrifstofustjóri Biskupsstofu kynnir tillögur biskupafundar
3. Umræður og fyrirspurnir.
4. Fundarslit.
Hlé verður gert á fundinum kl. 19.00 til kvöldverðar í boði héraðssjóðs.

Axel Árnason Njarðvík, 10/10 2018 kl. 14.58

     

    Fellsmúli Landi. Sími 4876585 , fax 4876603 · Kerfi RSS