Sumarbúðir við Eiðavatn

 

Sumarbúðir við Eiðavatn 2015

Sumarbúðir kirkjunnar á Eiðum eiga sér langa sögu. Aðdráttarafl svæðisins er mikið og við vatnið er sannkölluð ævintýraveröld sem þar sem fjöldi barna og unglinga unir sér við leik og starf á hverju sumri. Margir hafa bundist vináttuböndum við Eiðavatn og eignast góðar minningar þaðan, enda vilja flestir koma aftur ár eftir ár.

Barna- og unglingaflokkar:

Í sumarbúðunum er boðið upp á ógleymanlega dvöl fyrir krakka fædda 2001 – 2008.

Flokkar fyrir 8 – 12 ára börn, 10 – 13 ára börn og fyrir 7 – 11 ára börn. Dagskrá hvers flokks er miðuð við þroska og getu barnanna.

Ævintýraflokkurinn er á sínum stað fyrir 12 – 14 ára unglinga sem vilja upplifa öðruvísi og spennandi sumarbúðaævintýri.

Mikið af alls konar skemmtilegri og þroskandi afþreyingu í boði:

  • Fáránleikar
  • Frjálsar íþróttir
  • Föndur
  • Kvöldvökur
  • Kirkja
  • Siglingar á vatninu

Opið hús 17. júní

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður opið hús í Kirkjumiðstöð Austurlands þar sem 8 – 12 ára börn taka á móti gestum og gangandi ásamt starfsfólki sumarbúðanna. Boðið verður upp á léttar veitingar og þátttöku í leik og starfi krakkanna. Foreldrar og aðstandendur eru sérstaklega hvattir til að mæta og eiga ánægjulegan þjóðhátíðardag með börnunum.

Tafla:        Dags.           Aldur           Fæðingarár      verð     tilboðsverð til 1. maí

  1. flokkur       15. – 19. júní   8 – 12 ára        2003 – 2007    32.000             29.500
  2. flokkur       22. – 26. júní   12 – 14 ára      2001 – 2003    32.000             29.500
  3. flokkur       29. júní – 3. júlí 10 – 13 ára   2002 – 2004    32.000             29.500
  4. flokkur       6. – 10. júlí      7 – 11 ára        2004 – 2008    32.000             29.500

ATHUGIÐ: Óbreytt þátttökugjald frá því í fyrra. Afsláttur ef skráning er staðfest fyrir 1. maí.

Staðfestingargjald (óafturkræft) er 3.000 krónur og greitt við skráningu en dregst frá dvalargjaldi.

Systkinaafsláttur: 10%

Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina eigi síðar en 10 dögum áður en flokkur hefst.

Markmið sumarbúðanna við Eiðavatn er að bjóða börnum og unglingum ógleymanlega sumardvöl þar sem kristin lífsgildi eru höfð að leiðarljósi.

Í sumarbúðunum starfar öflugur hópur leiðtoga með reynslu og þjálfun í barna- og æskulýðsstarfi. Allir starfsmenn sækja námskeið í skyndihjálp, brunavörnum o.fl. Lögð er áhersla á öryggi við bátsferðir.

Sumarbúðirnar eru í fallegu umhverfi við Eiðavatn, u.þ.b. 18 km frá Egilsstöðum. Þjóðkirkjan hefur starfrækt sumarbúðir á Eiðum á hverju sumri frá 1968, þar af frá 1992 í byggingu Kirkjumiðstöðvar Austurlands. Kirkjumiðstöðin er sjálfseignarstofnun á vegum safnaðanna á Austurlandi.

Innritun:

Innritun hefst 7. apríl í síma 892 3890. Einnig má senda tölvupóst á netfangið sumarbudir@kirkjan.is

Innritunarsími 892 3890

Sumarbúðasími 471 3890

Davíð Þór Jónsson, 9/4 2015

Sumarbúðir – Dvalarflokkar 2014

Á fleygiferð í sumarbúðunum 2013!

Boðið verður upp á fjóra dvalarflokka í Sumarbúðunum við Eiðavatn í sumar, fyrir börn og unglinga á aldrinum 7-14 ára.

Frábærir flokkar verða fyrir aldurshópana 8-12 ára og 7-11 ára. Nýjung í sumar er listaflokkur fyrir 10-13 ára krakka þar sem verður lögð sérstök áhersla á að vinna með leiklist, tónlist og myndlist. Ævintýraflokkurinn er á sínum stað fyrir 12-14 ára unglinga sem vilja upplifa óhefðbundin ævintýri í sumarbúðunum! Í öllum flokkunum verða að sjálfsögðu kvöldvökur, leikir, bátsferðir, íþróttir, útivist, óvæntar uppákomur, hrikalega góður matur, fræðsla um kristna trú og margt fleira skemmtilegt.

Flokkaskrá og verð sumarið 2014 er sem hér segir:

Dags. Aldur Fæðingarár Verð Tilboðsverð Annað
1. fl. 10.-14. júní 8-12 ára 2002-2006 32.000 Nokkur laus pláss
2. fl. 18.-21. júní 12-14 ára 2000-2002 26.500 Örfá laus pláss Ævintýraflokkur!
3. fl. 23.-27. júní 10-13 ára 2001-2004 32.000 Listaflokkur!
4. fl. 30. júní -4. júlí 7-11 ára 2003-2007 32.000

Allir flokkar eru jafnt fyrir stelpur sem stráka!

Skráning í sumarbúðirnar stendur yfir í síma 892-3890 og í tölvupósti: sumarbudir@kirkjan.is

Þorgeir Arason, 25/2 2014

Sumarbúðastarfinu 2013 lokið

Hressir strákar í 2. flokki 2013

Nú er sumarbúðastarfinu við Eiðavatn lokið þetta árið. Alls dvöldu 104 börn í sumarbúðunum í fjórum dvalarflokkum. Margt skemmtilegt var brallað að vanda og má lesa bloggfærslur sumarsins og skoða myndir frá starfinu á bloggsíðunni okkar, kma.blog.is.

Nýjung í ár var leiklistarflokkur sem flutti frumsaminn leikþátt á grunni tveggja biblíusagna á lokadegi starfsins. Upptöku af leikþættinum má skoða á Facebook-síðu sumarbúðanna.

Starfsfólk sumarbúðanna þakkar kærlega fyrir samveruna og vonandi sjáum við sem flesta aftur næsta sumar – og marga fleiri!

Þorgeir Arason, 4/7 2013

Sumarbúðastarfið við Eiðavatn að hefjast 2013

Kvöldvökur – Bátar – Leikir – Nýir vinir – Föndur – Fótbolti – Brennó – Perlur – Sprell – Útivist – Sull í vatninu – Sögurnar um Jesú – Hrikalega góður matur – og margt, margt fleira…

Þetta er meðal þess sem börn og unglingar sem dvelja í sumarbúðunum við Eiðavatn á næstu vikum fá að upplifa, en nú þegar sólin er farin að skína og skólabækurnar að lokast í bili hefst senn sumarbúðastarfið í Kirkjumiðstöð Austurlands.

Þjóðkirkjan hefur rekið sumarbúðir á Eiðum frá árinu 1968, fyrst í Barnaskólahúsinu, en Kirkjumiðstöðin við Eiðavatn var vígð árið 1991 og hefur sumarbúðastarfið farið fram þar á hverju sumri eftir það.

Að þessu sinni verður boðið upp á fjóra dvalarflokka:

1. flokkur 4.-7. júní 4 dagar 12-14 ára 1999-2001 24.500 Ævintýraflokkur – Laus pláss
2. flokkur 10.-14. júní 5 dagar 8-12 ára 2001-2005 29.500 Fullbókað – Biðlisti!
3. flokkur 18.-21. júní 4 dagar 7-9 ára 2004-2006 24.500 Laus pláss
4. flokkur 23.-28. júní 6 dagar 10-13 ára 2000-2003 34.000 Leiklistarflokkur – Laus pláss

Leiklistarflokkurinn er nýbreytni í sumar, þar sem hluta dagsins verður varið í að æfa leikrit eða búa til stuttmynd, en að sjálfsögðu eru öll hin ævintýrin úr sumarbúðunum á sínum stað

Sumarbúðastjóri ársins er Hjalti Jón Sverrisson, guðfræðingur og tónlistarmaður úr Fellabæ, og með honum starfa öflugir, austfirskir leiðtogar sem allir fá fræðslu í upphafi sumars, m.a. um skyndihjálp og brunavarnir.

Hægt er að skrá þátttakendur í þá flokka, þar sem enn eru laus pláss, með því að hringja í síma 892-3890 eða í tölvupósti: kirkjumidstod.austurlands@kirkjan.is.

 

Þorgeir Arason, 30/5 2013

Kirkjumiðstöð Austurlands við Eiðavatn

Netfang: sumarbudir@kirkjan.is
Sími í sumarbúðum: 471-3890
Innritunarsími: 892-3890

 

Kirkjumiðstöð Austurlands, Pósthólf 196, 700 Egilsstaðir. Sími 471 3890, Gsm: 892 3890 · Kerfi RSS