Sumarbúðir við Eiðavatn

 

Sumarbúðastarfinu 2013 lokið

Hressir strákar í 2. flokki 2013

Nú er sumarbúðastarfinu við Eiðavatn lokið þetta árið. Alls dvöldu 104 börn í sumarbúðunum í fjórum dvalarflokkum. Margt skemmtilegt var brallað að vanda og má lesa bloggfærslur sumarsins og skoða myndir frá starfinu á bloggsíðunni okkar, kma.blog.is.

Nýjung í ár var leiklistarflokkur sem flutti frumsaminn leikþátt á grunni tveggja biblíusagna á lokadegi starfsins. Upptöku af leikþættinum má skoða á Facebook-síðu sumarbúðanna.

Starfsfólk sumarbúðanna þakkar kærlega fyrir samveruna og vonandi sjáum við sem flesta aftur næsta sumar – og marga fleiri!

Þorgeir Arason, 4/7 2013 kl. 11.28

     

    Kirkjumiðstöð Austurlands, Pósthólf 196, 700 Egilsstaðir. Sími 471 3890, Gsm: 892 3890 · Kerfi RSS