Sumarbúðir við Eiðavatn

 

Sumarbúðir – Dvalarflokkar 2014

Á fleygiferð í sumarbúðunum 2013!

Boðið verður upp á fjóra dvalarflokka í Sumarbúðunum við Eiðavatn í sumar, fyrir börn og unglinga á aldrinum 7-14 ára.

Frábærir flokkar verða fyrir aldurshópana 8-12 ára og 7-11 ára. Nýjung í sumar er listaflokkur fyrir 10-13 ára krakka þar sem verður lögð sérstök áhersla á að vinna með leiklist, tónlist og myndlist. Ævintýraflokkurinn er á sínum stað fyrir 12-14 ára unglinga sem vilja upplifa óhefðbundin ævintýri í sumarbúðunum! Í öllum flokkunum verða að sjálfsögðu kvöldvökur, leikir, bátsferðir, íþróttir, útivist, óvæntar uppákomur, hrikalega góður matur, fræðsla um kristna trú og margt fleira skemmtilegt.

Flokkaskrá og verð sumarið 2014 er sem hér segir:

Dags. Aldur Fæðingarár Verð Tilboðsverð Annað
1. fl. 10.-14. júní 8-12 ára 2002-2006 32.000 Nokkur laus pláss
2. fl. 18.-21. júní 12-14 ára 2000-2002 26.500 Örfá laus pláss Ævintýraflokkur!
3. fl. 23.-27. júní 10-13 ára 2001-2004 32.000 Listaflokkur!
4. fl. 30. júní -4. júlí 7-11 ára 2003-2007 32.000

Allir flokkar eru jafnt fyrir stelpur sem stráka!

Skráning í sumarbúðirnar stendur yfir í síma 892-3890 og í tölvupósti: sumarbudir@kirkjan.is

Þorgeir Arason, 25/2 2014 kl. 13.35

     

    Kirkjumiðstöð Austurlands, Pósthólf 196, 700 Egilsstaðir. Sími 471 3890, Gsm: 892 3890 · Kerfi RSS