Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Barnastarf

Ljósmynd: Árni Svanur Daníelsson

Foreldrar bera börnin sín til skírnar. Með því sýna þau vilja til að ala barnið upp í kristinni trú. Foreldrar, guðfeðgin og söfnuður bera sameiginlega ábyrgð á trúaruppeldi skírnarbarnsins.

Barnastarfi kirkjunnar er framlag safnaðarins á hverjum stað til trúaruppeldisins. Þar fá börnin fræðslu sem hæfir aldri þeirra og þroska. Áhersla er lögð á vöxt í trú þar sem börnin fá rými til þess að auðga sitt andlega líf. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er einmitt tilgreint að sérhvert barn eigi rétt á andlegu lífi.

Börnin fræðast í gegnum sögur, leik og söng um leið og þau upplifa helgi kirkjunnar og trúarinnar.

Grunntónninn er sá að börnin geti leitað í trúna um ókomna framtíð, jafnt í gleði og sorg og hafi það veganesti sem gerir þau hæfari og betur undir það búin að takast á við lífið með æðruleysi og í trausti þess að Guð muni vel fyrir sjá.

Hvað er í boði?

Nánar

Barnatrú.is