Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Sunnudagaskólinn

Kirkjur landsins bjóða upp á starf fyrir börn og er sunnudagaskólinn/kirkjuskólinn elsta gerð barnastarfs kirkjunnar. Börnin mæta með foreldrum sínum, öfum, ömmum eða eldri systkinum og eiga stund í kirkjunni eða í safnaðarheimilinu.

Hér er lögð áhersla á biblíufræðslu og siðaboðskap kristinnar trúar í sinni einföldustu mynd. Algengt er að leikbrúður séu í sunnudagaskólanum, fjársjóðskista sem vekur forvitni barnanna og mikill söngur.

Sunnudagaskólarnir fylgja sérstakri námskrá kirkjunnar en það fræðsluefni sem lagt er til grundvallar er byggt á þeirri námskrá.

Algengast er að sunnudagaskólinn sé starfræktur frá september til apríl loka en nokkrar kirkjur bjóða upp á sunnudagaskóla allan ársins hring. Eins eru nokkrar kirkjur sem hafa sunnudagaskólann í takmarkaðan tíma yfir vetrartímann. Nánari upplýsingar má nálgast á barnatrú.is.

Í flestum kirkjum er sunnudagaskólinn á sunnudögum en margar kirkjur eru með starfið á öðrum dögum og er sunnudagaskólinn þá gjarnan kallaður kirkjuskóli. Allir eru velkomnir í sunnudagaskólann. Þar er ekkert aldurstakmark og aðgangur er ókeypis.

Nánar

Barnatrú.is