Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Foreldrastarf

Ljósmynd: Árni Svanur Daníelsson
Uppeldi barna er fyrst og fremst á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Í uppeldi felst að koma börnum til manns, að þau vaxi úr grasi sem þroskaðir og sjálfstæðir einstaklingar. Forsenda uppeldis er ávallt mannskilningurinn. Kristinn mannskilningur felur í sér að sérhver einstklingur er dýrmætur og einstakur sem sköpun Guðs og að hann eigi sér tilgang í lífinu.

Kristin kirkja hefur það hlutverk að miðla hinum kristnu gildum, mannskilningi og siðferði til foreldra og styðja þá i uppeldishlutverkinu. Það gerist í fjölbreytilegu starfi safnaðarins, t.d. á foreldramorgnum, krílasöng, sunnudagaskóla og í sérstökum samverum með foreldrum barna í æskulýðs- eða fermingarstarfi.

Þá má einnig nefna fræðslu og ráðgjöf fyrir foreldra og fjölskyldur sem einstaklir prestar veita, jafnt í einkasamtölum og á fræðslufundum í söfnuðum. Ennfremur fjölskylduráðgjöf þá sem fjölskylduþjónusta kirkjunnar veitir.

Nánar

Hvar eru foreldramorgnar?