Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Guðsþjónusta

Ljósmynd: Árni Svanur Daníelsson

Í helgihaldi safnaðar og einstaklings hefur guðsþjónusta sunnudagsins sérstöðu.

Fyrsti dagur vikunnar, sunnudagurinn, er Drottins dagur. Jesús Kristur reis upp frá dauðum á páskamorgni; á fyrsta degi vikunnar. Þannig helgaði hann sér þann dag sérstaklega, og við helgum honum sunnudaginn með lífi okkar og trú. Þegar við göngum til sunnudagsguðsþjónustunnar í kirkjunni okkar þá erum við að bregðast við kalli Jesús Krists. Guðsþjónusta er stefnumót. Hann kemur til okkar. Við komum til hans.

Í guðsþjónustunni heyrum við Orð Guðs lesið úr Biblíunni og útskýrt og hugleitt í predikuninni.Við tökum á móti Jesú Kristi í orði Guðs. Í altarisgöngunni fáum við brauð og vín sem er lifandi tákn um að hann er hjá okkur. Við tökum á móti Jesú Kristi við borð Guðs. Þegar altarisganga fer fram þá er messa.

Messan er hjartsláttur trúarlífsins. Þar mætir söfnuðurinn Drottni Jesú Kristi sem sendir hann út með blessun til þjónustu.