Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Kærleiksþjónusta, sálgæsla og hjálparstarf

Orðið kærleiksþjónusta er notað yfir það sem við köllum stundum náungakærleika. Allir geta hjálpað fólki sem þarfast aðstoðar eða félagsskapar en kirkjan hefur skipulagt starf á þessu svið. Í raun má segja að kærleiksþjónusta sé rauði þráðurinn í starfi kirkjunnar og að hún leitist við í öllu starfi sínu. Þessari þjónustu er bæði sinnt innanlands og utan.
Í söfnuðum

Hjálparstarf innanlands
Í öllum kirkjum er tekið á móti fólki sem þarf á aðstoð og/eða stuðningi að halda.
Hjálparstarf kirkjunnar sinnir neyðaraðstoð á Íslandi og styður og aðstoðar fólk sem er í neyð. Stuðningur felst í matar – og fatagjöfum, aðstoð við að leysa út lyf, kaup á gleraugum, stuðningur við skólagöngu og ýmislegt annað sem kann að koma upp á vegna sérstakra aðstæðna hjá einstaklingum og fjölskyldum.

Fjölskyldur lenda oft í vanda t.d. í sambandi hjóna eða sambúðarfólks. Þá eru oft erfiðleika í samskiptum við börn. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar er með fjölskyldumeðferð sem allir hafa aðgang að. Allir presta taka einnig á móti fólki til viðtals vegna margs konar vanda.

Hjálparstarf erlendis
Hjálparstarf erlendis er unnið í nokkrum löndum. Bæði er um að ræða neyðaraðstoð og þróunarstarf. Neyðaraðstoð er sinnt þegar skyndilega kemur upp alvarlegt ástand eins og eftir jarðskjálfta, vatnsflóð, snjóflóð og fleira. Þróunaraðstoð er hjálp til lengri tíma. Hjálparstarf kirkjunnar og Kristniboðssambandið starfa á Indlandi, Eþíópíu, Malaví, Úganda og Keníu. Auk hjálparstarfs sinnir Kristniboðssambandið boðun og fræðslu um kristna trú.

Trúarleg þjónusta á stofnunum og við einstaka hópa
Á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í skólum starfa bæði prestar – og djáknar. Þó eru þeir ekki á öllum stofnunum en alltaf er hægt að kalla á prest þegar þess er óskað.
Þá er kirkja heyrnarlausra starfandi, fangaprestur, prestur innflytjenda, prestur fatlaðra, vímuvarnarprestur og djákni hjá Öryrkjabandalaginu.
Þá sinnir kirkjan Íslendingum erlendis og er með presta í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.

Sjálfboðastarf
Það starfa margir sjálfboðaliðar í kirkjunni við ýmis verkefni. Má þar nefna vinaheimsóknir til fólks sem á erfitt að komast út af heimilum sínum, í hópastarfi meðal aldraðra og við helgihald. Þá er starf sóknarnefnda almennt unnið í sjálfboðastarfi.