Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Þjónusta kirkjunnar á erfiðum tímum

Hér skal bent á nokkra þætti í starfi kirkjunnar sem fólk getur nýtt sér á erfiðum tímum eins og nú ganga yfir þjóðina.

Guðsþjónustur og bænastundir

Úr kirkjuÍ kirkjum landsins eru messur flesta sunnudaga. Í mörgum kirkjum eru auk þess reglulegar kyrrðar- og bænastundir. Þangað getur verið gott að leita í önnum dagsins til að eiga kyrra stund og fela Guði áhyggjur sínar.

Kyrrðar- og bænastundir í kirkjunum á höfuðborgarsvæðinu

Viðtalstímar hjá prestum, símatími

Á tímum umróts í lífi fólks er mikilvægt að hafa einhvern að tala við. Allir prestar kirkjunnar eru til viðtals og veita slíka samtalsþjónustu. Sumir hafa fasta viðtalstíma í kirkjunum. Hægt er að ná í alla presta í síma. Upplýsingar um símanúmer og viðtalstíma er að finna í símaskrá og á vefnum.

Námskeið og fyrirlestrar

Í mörgum kirkjum er boðið upp á námskeið og fyrirlestra um fjölskyldulíf, fjármál, grunngildi og það að takast á við tilveruna og áföll í víðum skilningi. Þeir eru auglýstir á vef kirkjunnar, www.kirkjan.is, á vefjum kirknanna og í fjölmiðlum.

Námskeið og fræðsluerindi

Stuðningur

Fjölskylduþjónusta kirkjunnar veitir viðtalsþjónustu við fjölskyldur í erfiðleikum. Þangað geta allir leitað sem þess óska. Sími 528-4300. Vefur www.kirkjan.is/fjolskylduthjonusta.

Innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar veitir félagslega og fjárhagslega aðstoð, meðal annars með matarúthlutun. Sími 528-4400. Vefur www.help.is.

Í Skálholti eru reglulega haldnir kyrrðardagar. Þar er gott að geta átt afdrep og skjól á helgum stað. Sími 486 8870. Vefurwww.skalholt.is.

Þá skal einnig bent á Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Hún veitir fólki sem komið er í þrot með fjármál sín endurgjaldslausa ráðgjöf. Sími 551-4485. Vefur: www.rad.is.

Hvað get ég lesið?

Á vefnum trú.is er hægt að nálgast bænir og ritningarlestra sem tala inn í ólíkar aðstæður. Á trú.is er líka bænabók. Í Sálmabók kirkjunnar er að finna huggunarorð og bænavers. Sálmabókin er einnig aðgengileg á vefnum áwww.tru.is/salmabok.