Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Menning og listir

Ljósmynd: Árni Svanur DaníelssonSóknir sinna margvíslegum menningar- og listviðburðum sem og varðveislu og viðhaldi menningarverðmæta. Þjóðkirkjan vill nýta menningu og listir til að koma á framfæri boðskap sínum og virkja og hvetja listamenn til samstarfs.

Kirkjan er hluti af menningu þjóðarinnar. Hún hefur átt þátt í varðveislu íslenskrar tungu með þýðingu á Biblíunni og reglulegum flutningi trúarlegra texta. Hún sinnir öflugu tónlistarstarfi og nýsköpun á því sviði, í ríkri sönghefð og innlendum og erlendum sálmaarfi og kirkjutónverkum. Með varðveislu og viðhaldi gamalla kirkna, kirkjustaða og kirkjumuna og með nýbyggingum kirkna og nýsköpun í kirkjulist leggur hún skerf til menningarsögunnar.

Það er hlutverk sókna að styðja og efla menningar- og listastarf á kristnum grunni í sókninni og taka virkan þátt í hátíðar- og menningarviðburðum í samstarfi við bæjarfélög, skóla og aðra. Sóknir taka þátt í varðveislu íslensks menningar- og trúararfs, meðal annars með viðhaldi á kirkjum, bænhúsum og minningarmörkum. Sóknir taka þátt í menningartengdri ferðaþjónustu þar sem það á við og veita upplýsingar sem varða kirkjuna og kirkjugarða, þar með talið upplýsingar um starfsemi.

Hvað er í boði?