Þorlákskirkja

 

Aðventustund í Þorlákskirkju, klukkan 16:00 – 27. nóvember

Ávarp sr. Baldur Kristjánsson

Eldri lúðrasveit grunnskólans  - Gestur Áskelsson

Yngri skólakór grunnskólans – Sigþrúður Harðardóttir

Fermingarbörn lesa

Tónar og Trix – Ása Berglind Hjálmarsdóttir

Aðventuræða Guðrún Jóhannsdóttir

Söngfélag Þorlákshafnar - Örlygur Benediktsson

Upplestur Guðmundur Brynjólfsson

Eldri skólakór grunnskólans  - Sigríður Kjartansdóttir

Kirkjukór Þorlákskirkju – Miklós Dalmay

Bæn og blessun Baldur Kristjánsson

 

Mætum öll og eigum saman hátíðlega og skemmtilega stund :)

Baldur Kristjánsson, 23/11 2016

Guðsþjónusta á Hjalla klukkan 14:00 sunnudaginn 6. nóvember

Nú messum við sunnudaginn kl. 14:00 á Hjalla, í Hjallakirkju. Hjallakirkja er einn mesti sögustaðurinn í Ölfusi, merkilegur staður sem Ölfusingar ættu að vita meira um og rækta betur. Og Hjallakirkja er líka sóknarkirkja Þorlákshafnarbúa.

Þegar Þorlákskirkja var byggð fyrir ca. 30 árum var um það samkomulag að hafa Hjallakirkju áfram í heiðri og hún þjónar því líka sem sóknarkirkja hjá okkur. Þeir sem eru í Þjóðkirkjunni og búa hér halda því uppi tveimur kirkjum með sóknargjöldum sínum – geri aðrir betur! Það er því alveg tímabært að kíkja inn í þetta guðshús sem þið haldið uppi með sóknagjöldum. :)

Þetta verður líka notaleg stund. Kirkjukórinn nýtur sín alltaf vel á Hjalla (góður hljómburður). Yngri kór Grunnskóla Þorlákshafnar syngur nokkur lög og fermingarbörn lesa úr Biblíunni (fjögur þeirra).

Sóknarprestur predikar, kór Þorlákskirkju syngur undir stjórn Miklós Dalmay, meðhjálpari er Sigurður Hermannsson, djákni les guðspjall og fermingarbörn pistil dagsins.

Fermingarbörn og forráðamenn þeirra sérstaklega hvött til að mæta.

Baldur Kristjánsson, 4/11 2016

Messa kl. 14:oo og Sunnudagskóli kl. 11:oo

ÞORLÁKSKIRKJA: Guðsþjónusta  2. október, klukkan 14:00. Fermingarbörn sérstaklega velkomin. Sr. Baldur Kristjánsson þjónar fyrir altari og Guðmundur Brynjólfsson djákni predikar. Organisti Miklós Dalmay, kirkjukórinn syngur. Meðhjálpari Rán Gísladóttir.

SUNNUDAGASKÓLINN tekur til starfa klukkan 11:00 sama dag, umsjón Hafdís og hjálparkokkar. :)

Baldur Kristjánsson, 30/9 2016

Messa!!! Sunnudaginn 4. september

Sunnudaginn 4. september klukkan 14:00 messum við í Þorlákskirkju!

Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til að mæta.

Kór Þorlákskirkju syngur en organisti er Miklos Dalmay.

Meðhjálpari: Rán Gísladóttir.

Sóknarprestur og djákni þjóna.

Verið öll velkomin og við ítrekum að mjög æskilegt er að fermingarbörn og foreldrar þeirra komi til guðsþjónustu!

Baldur Kristjánsson, 1/9 2016

LAUGARDAGSMESSA!!! Vísitasía vígslubiskups

Í vísitasíu vígslubiskups og prófasts verður messa í Þorlákskirkju núna á  laugardaginn, þann 11. Júní,  kl. 14:00.

Kór Þorlákskirkju syngur en organisti verður í þetta sinn Þorbjörg Jóhannsdóttir.

Prestar og prelátar þjóna fyrir altari og prédika.

Látið endilega sjá ykkur – það er gott Guðsorðið, líka á laugardögum :)

Baldur Kristjánsson, 9/6 2016

Messa á Sjómannadaginn

Sjómannadagsmessa kl. 13:30 (ath. breyttan tíma).

Fjórir drengir fermdir: 

Arnór Daði Brynjarsson – Daði Guðjónsson – Haukur Castaldo Jóhannesson – Kristján Gestur Hjartarson

Minnisvarði lagður að minnimerki um drukknaða.

Baldur Kristjánsson og Guðmundur Brynjólfsson þjóna fyrir altari.

Miklós Dalmay spilar og kór Þorlákskirkju syngur.

Meðhjálpari Rán Gísladóttir.

Baldur Kristjánsson, 3/6 2016

Hvítasunnudagur

Messa Hvítasunnudag kl. 13:30.

10 ungmenni verða fermd í messunni.

Prestur, Baldur Kristjánsson. Djákni, Guðmundur S. Brynjólfsson.

Kór, Þorlákskirkju. Organisti, Edit Molnár. Meðhjálpari, Rán Gísladóttir.

Verið velkomin til þessarar hátíðarstundar!

Baldur Kristjánsson, 11/5 2016

Sunnudagaskólaferð á Sumardaginn fyrsta!

Á Sumardaginn fyrsta, núna á fimmtudaginn, sláum við botninn í kraftmikið sunnudagaskólastarf vetrarins með stuttri rútuferð.

Allir velkomnir sem hafa tekið þátt í sunnudagaskólanum í vetur, börn jafnt sem fullorðnir. :)

Við bregðum okkur yfir á Eyrarbakka þar sem sóknarpresturinn þar mun taka á móti okkur og við höfum helgistund í Eyrarbakkakirkju.

Mæting við Þorlákskirkju í síðasta lagi klukkan 10:30 á fimmtudagsmorgun!

Þegar við snúum aftur heim eftir sunnudagaskólastund á Bakkanum verður boðið upp á veitingar! :)

 

Sjáumst öll í sumarskapi,

Hafdís, Rán, Baldur og Guðmundur :)

Baldur Kristjánsson, 18/4 2016

Guðsþjónustur um páska

Skírdagur.
Messa kl. 13:30. Ferming. Baldur Kristjánsson og Guðmundur S. Bryjólfsson þjóna. Organisti Miklós Dalmay. Kór Þorlákskirkju. Meðhjálpari Rán Gísladóttir.

Páskadagur.
Hátíðarmessa kl. 11:00. Baldur Kristjánsson þjónar fyrir altari en Guðmundur S. Bryjólfsson predikar. Hátíðarsöngur Bjarna Þorsteinssonar. Organisti Miklós Dalmay. Kór Þorlákskirkju. Meðhjálpari Rán Gísladóttir.

Baldur Kristjánsson, 23/3 2016

Pálmasunnudagur: sunnudagaskóli – fermingarmessa

Klukkan ellefu (11:00) er sunnudagaskóli í umsjón Hafdísar. Gleði og guðsorð fyrir börnin. Heitt kaffi fyrir afa og ömmur og pabba og mömmur. Mætum með börnin og eigum frábært samfélag, spjall og gleði.

Klukkan þrettán þrjátíu (13:30) er fermingarmessa. Tvö börn ganga til fermingar. Sóknarprestur þjónar fyrir altari ásamt djákna. Meðhjálpari, Rán Gísladóttir. Kór Þorlákskirkju syngur undir stjórn Miklós Dalmay. Önnur fermingarbörn hvött til að mæta!

Baldur Kristjánsson, 18/3 2016

Sr. Baldur Kristjánsson, sóknarprestur
bk@baldur.is

Guðmundur S. Brynjólfsson djákni
gummimux@simnet.is

Viðtalstímar prests og djákna eru eftir samkomulagi.

Um forsíðumyndina

Forsíðumynd er af altaristöflu kirkjunnar.

 

Háaleiti, 815 Þorlákshöfn. Sími 4833771 , fax 4833566 · Kerfi RSS